Færslur: Atvinnumál

100 misstu vinnuna á hverjum degi í október
Um 3.000 manns bættust á skrár Vinnumálastofnunar yfir atvinnulausa í október. Það jafngildir því að um 100 hafi misst starf sitt á hverjum degi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé í takt við spár stofnunarinnar. Búast megi við svipaðri þróun út árið.
Hópuppsögnum fækkar
Vinnumálastofnun hafa ekki borist fleiri tilkynningar um hópuppsagnir um nýliðin mánaðamót fyrir utan þær tvær sem stofnuninni bárust í síðustu viku þar sem samtals 71 missti vinnuna. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef um hefði verið að ræða fleiri hópuppsagnir, þá væri þegar búið að tilkynna stofnuninni um þær. Þetta eru talsvert færri hópuppsagnir en hafa verið síðustu mánuði.
Rúmlega 70 missa vinnuna í tveimur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun hefur borist tilkynningar um tvær hópuppsagnir sem taka eiga gildi núna um mánaðamótin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í veitingageiranum og hins vegar fyrirtæki í verslunarrekstri.
Mega vera í fjarvinnu frá Íslandi í hálft ár
Ferðamála- og iðnaðarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hafa lagt fram minnisblað fyrir ríkisstjórn um aðgerðir sem gera erlendum ríkisborgurum, sem eru utan EES, kleift að dvelja hér á landi í allt að sex mánuði og stunda vinnu sína hjá erlendum fyrirtækjum í fjarvinnu.
27.10.2020 - 17:36
Starfsfólki fækkar í öllum greinum iðnaðar
Starfsfólki hefur fækkað í öllum greinum iðnaðar frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Sú fækkun starfa sem orðið hefur undanfarna mánuði er alfarið bundin við einkageirann og á sama tíma hefur opinberum störfum fjölgað. Brýnt er að skapa störf í einkageiranum til að komast út úr því ástandi á vinnumarkaði og þeirri niðursveiflu sem nú ríkir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.
Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.
Vilja skapa allt að 7.000 störf
Samfylkingin hélt blaðamannafund núna á tíunda tímanum þar sem kynntar voru áherslur flokksins undir yfirskriftinni Ábyrga leiðin - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Áætlanir Samfylkingarinnar gera ráð fyrir að skapa fimm til sjö þúsund ný störf og minnka atvinnuleysi hér á landi á næsta ári um þriðjung.
08.10.2020 - 10:14
Hafa aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði
Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna hafa aukist mikið undanfarið og greiðslur vegna þjónustu sálfræðinga og geðlækna eru þar áberandi. Eining Iðja á Akureyri hefur aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði félagsmanna en nú í september.
Fangelsinu á Akureyri lokað 15. september
Fangelsinu á Akureyri verður lokað í næstu viku. Varðstjóri segir hljóðið í sínu fólki þungt en sex starfsmenn missa vinnuna. Hann telur það vera mistök að loka fangelsinu.
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.
Styrkja þarf öryggisnetið, segir Drífa Snædal
Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna, segir Drífa Snædal forseti ASÍ. „Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt.“
Hundruð starfa auglýst - flest í félagsþjónustu
Nokkur hundruð störf eru nú auglýst til umsóknar, en aðeins hluti þeirra kemur inn á borð Vinnumálastofnunar sem kallar eftir því að atvinnurekendur hafi meira samráð við stofnunina og láti vita af lausum störfum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að auðvelt ætti að vera að manna störfin, en þau eru aðallega í félags- og heilbrigðisþjónustu.
Færeyskir karlmenn nokkuð fleiri en konur
Nú eru karlmenn í Færeyjum um 15 af hundraði fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt og stuttri heimildamynd á vefsíðunni Local.fo. Færeyingar eru nú um 50 þúsund talsins.
04.08.2020 - 02:22
Líklegt að sárafátækt muni aukast á Suðurnesjum
Allar líkur eru á að fjölga muni í hópi þeirra íbúa á Suðurnesjum sem teljast sem sárafátækir. Brýnt er að stjórnvöld og samfélagið allt komi til aðstoðar. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í Velferðarvaktinni.
Makrílveiðar hefjast fyrr en á síðustu vertíð
Makrílvertíðin er hafin og fyrirtæki í uppsjávarveiðum smám saman að snúa sér að því verkefni eftir fremur endasleppa kolmunnavertíð. Nokkur óvissa ríkir um sölu og verð fyrir makrílafurðir í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
24.06.2020 - 20:43
Spegillinn
Atvinnuleysi gæti rokið upp í 14% í apríl
Atvinnuleysi verður talsvert meira en spáð var í síðustu viku vegna þess að mun fleiri hafa sótt um atvinnuleysisbætur. Nú er útlit fyrir að atvinnuleysi í apríl verði um 13 af hundraði og 12% í maí. Þá er því spáð að atvinnuleysi á þessu ári verði að meðaltali um 8%.
31.03.2020 - 17:21
Viðtal
Rauða viðvörunin var góð æfing
Rauða viðvörunin um daginn var ágætis æfing, segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Þá unnu allir starfsmenn fyrirtækisins heiman frá sér. Á vinnustaðnum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að varna því að starfsfólk smitist af COVID-19 eða smiti aðra. Spritt út um allt, ráðstafanir í mötuneyti og búið að skilgreina lykilstarfsmenn. Viðbrögð Advania eru líklega lýsandi fyrir viðbrögð margra stórra vinnustaða en fyrirtækið hefur þó ákveðna sérstöðu.
13.03.2020 - 17:35
 · COVID-19 · tækni · Atvinnumál · Innlent
Opinberum störfum fækkar á Vesturlandi
Hvergi á landinu eru ríkisstörf jafnfá og á Vesturlandi. Í Stykkishólmi hefur þeim fækkað hlutfallslega um tæp 25% á síðustu sex árum. Þetta kemur fram í nýjum hagvísi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þar sést að á landshlutanum hefur opinberum störfum jafnframt fækkað hlutfallslega mest á landinu, um fimm prósent.
11.01.2020 - 16:17
„Lítið tillit tekið til sjónarmiða stéttarinnar“
Með nýju frumvarpi til laga um leigubifreiðaakstur, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram, er lagt til að fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs verði afnumdar og skylda til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sömuleiðis. Þá standi til að opna á starfsemi fjarveitna svo sem Uber og Lyft. Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að menn séu uggandi um sinn hag.
29.11.2019 - 17:07
Vilja endurvekja starfsemi Atlantic Leather
Viðræður um að endurvekja starfsemi fyrirtækisins Atlantic Leather á Sauðárkróki eru langt komnar. Gangi áætlanir eftir tekst að bjarga helmingi þeirra starfa sem töpuðust þegar fyrirtækið fór í þrot.
22.11.2019 - 11:56
Nýtt landshlutafélag á Norðurlandi
Tillaga um sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var samþykkt á fulltrúaráðsfundi þess síðastnefnda í Kelduhverfi í dag. Þetta þýðir að nýtt félag tekur til starfa 1. janúar.
19.11.2019 - 16:03
Þrot WOW hefur áhrif á atvinnuleysitölur í maí
Atvinnuleysi var 2,9 prósent í marsmánuði. Það er 0,3 prósentustigum lægra en í febrúar. Athygli vekur að atvinnuleysi skuli ekki mælast meira milli mánaða eftir gjaldþrot WOW air. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að ástæða þess sé sú að það verði fyrst í maí sem afleiðingar gjaldþrotsins koma í ljós.
26.04.2019 - 13:46
Atvinnuleitendur fá desemberuppbót
Atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun fá greidda desemberuppbót. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð þess efnis í gær. „Þetta gerir ráð fyrir því að óskert desemberuppbót verði 81 þúsund krónur .Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá auk þess sérstaka uppbót fyrir hvert barn sem er yngra en átján ára. Þetta er með sambærilegum hætti og verið hefur og það er gríðarlega ánægjulegt að geta tryggt þetta,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
29.11.2018 - 12:43
56 prósent yngstu launþeganna í vaktavinnu
Tæp 56 prósent launþega á Íslandi á aldrinum 16 til 24 ára vinnur vaktavinnu, árið 2008 var hlutfallið rúm 37 prósent. Vaktavinna er algeng hér á landi miðað við í öðrum löndum Evrópu. Árið 2016 unnu rúm 26 prósent Íslendinga á vinnumarkaði vaktavinnu sem var níunda hæsta hlutfallið í Evrópu.
07.12.2017 - 11:11
Enginn annar liggur undir grun eins og er
Íbúum Reykjanessbæjar er ekki bráð hætta búin vegna arsenmengunar en engu að síður er brýnt að draga úr styrk efnisins á svæðinu. Þetta segir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Talsmenn United silicon telja að einungis hluti arsenmengunarinnar komi frá kísilverinu. Eitthvað komi annars staðar frá. Umhverfisstofnun segir ekkert annað fyrirtæki liggja undir grun eins og er en að þetta þurfi að rannsaka betur.
27.03.2017 - 18:26