Færslur: Atli Rafn Sigurðarson

Aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, gegn Persónuvernd, hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 9:15. Leikarinn stefnir Persónuvernd vegna úrskurðar stofnunarinnar um að trúnaður skuli ríkja um kvartanir samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu á hendur honum.
Tjáir sig ekki um mál Atla Rafns að svo stöddu
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segist ekki ætla að tjá sig um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara. Hún vísar á lögmann Leikfélags Reykjavíkur.
Myndskeið
Segir tjón Atla meira en það sem dómurinn bæti
Leikfélag Reykjavíkur og Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, með uppsögn hans úr Borgarleikhúsinu árið 2017 og voru í dag dæmd til að greiða honum bætur. Lögmaður Atla segir dóminn ekki geta bætt það tjón sem málið hafi valdið honum.  
Reglur brotnar og vegið að æru Atla Rafns
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur fóru á svig við lög og reglur þegar Atla Rafni Sigurðarsyni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Uppsögnin hafi verið til þess að vega að æru og persónu Atla Rafns.
Gagnrýni
Flottar hugmyndir í ófullburða Álfahöll
Leikritið Álfhöllin iðar af góðum hugmyndum sem er hins vegar ekki búið að vinna nógu mikið til að þær komi heim og saman í heildstæðri sýningu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar í Kastljósi.