Færslur: atkvæðagreiðsla

Obrador þarf ekki að yfirgefa forsetastólinn
Andres Manuel Lopez Obrador forseti Mexíkó þarf ekki að yfirgefa forsetastól landsins fyrr en árið 2024. Fyrstu tölur í atkvæðagreiðslu um hvort hann skuli sitja úr kjörtímabilið eða láta þegar af embætti sýna að 90 til 93 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vilja hafa hann áfram við völd.
Biden og Ramaphosa ræddu málefni Úkraínu
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddu saman í síma fyrr í dag, sólarhring eftir að fulltrúi Suður-Afríku sat hjá við atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um brottrekstur Rússa úr mannréttindaráðinu.
Forseti Mexíkó leggur framtíð sína í hendur kjósenda
Kjósendur í Mexíkó fá á sunnudaginn tækifæri til að ákveða hvort forseti landsins skuli sitja allt kjörtímabilið. Forsetinn lagði sjálfur til ákvæði um slíka atkvæðagreiðslu í stjórnarskrá landsins.