Færslur: Ástralía

Útgönguhömlum aflétt í Brisbane
Útgönguhömlum sem settar voru á í skyndi í borginni Brisbane í Ástralíu á föstudag hefur nú verið aflétt. AFP-fréttastofan greinir frá því að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með hið nýja bráðsmitandi, svokallað breska afbrigði kórónuveirunnar á föstudag.
Nakinn sakborningur fannst uppi í tré í krókódílafeni
Tveir félagar á krabbaveiðum í útjaðri borgarinnar Darwin, nyrst í Ástralíu gengu fram á kviknakinn mann uppi í tré í fyrradag. Maðurinn hafði að eigin sögn verið í fjóra daga í á fenjasvæðinu sem er krökkt af krókódílum, var mjög þyrstur og hafði borðað snigla til þess að halda sér á lífi. Hann var drullugur upp fyrir haus og bitinn af skordýrum í bak og fyrir.
07.01.2021 - 16:27
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Gengu í tólf tíma eftir aðstoð í óbyggðum Ástralíu
Áströlskum feðgum var í gær bjargað eftir að hafa þurft að hírast í nærri sólarhring í óbyggðum Queensland-fylkis.
29.12.2020 - 09:31
Mörgæsir með brostið hjarta á mynd ársins
Þær horfa á ljósin og halda um hvor aðra, mörgæsirnar á verðlaunamynd Tobiasar Baumgaertners, ljósmyndara í Melbourne í Ástralíu.
23.12.2020 - 15:23
Nýjum tilfellum COVID-19 fækkar í Sydney
Undanfarna tvo daga hefur nýjum kórónuveirutilfellum fækkað í Sydney í Ástralíu. Það glæðir vonir íbúa borgarinnar um að geta haldið jól með fjölskyldu og vinum en í síðustu viku var gripið til hertra aðgerða til að stemma stigu við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
22.12.2020 - 03:55
Hertar aðgerðir í Sydney
Hundruðum þúsunda íbúa Sydney-borgar í Ástralíu er fyrirskipað að halda sig heima í dag og næstu þrjá daga eftir að klasasmit COVID-19 fór úr böndum í borginni.
18.12.2020 - 06:15
Eldurinn haminn á Fraser-eyju
Slökkviliðsmönnum hefur tekist á hefta útbreiðslu gróðurelda á Fraser-eyju undan austurströnd Ástralíu, en þar hefur eldur logað í tvo mánuði. Yfirvöld segja að mikil úrkoma um helgina hafi hjálpað til.
14.12.2020 - 08:23
Tasmaníudjöfullinn lýsir í myrkri
Starfsfólk dýragarðsins í Toledo í Ohio-ríki í Bandaríkjunum hefur uppgötvað að Tasmaníudjöfullinn, lítið pokadýr sem eins og nafnið gefur til kynna á heimkynni sín á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu, er sjálflýsandi. Hann er nú eitt af fáum spendýrum sem vitað er til að svo hátti til um.
07.12.2020 - 16:52
Vonast eftir upplýsingum um uppruna alheims og lífsins
Hylki úr japanska geimkönnunarfarinu Hyabusa-2 lenti í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu fyrr í kvöld. Hylkið ber örlítið magn yfirborðs- og kjarnaefnis af smástirninu Ryugu sem er á sporbaug um sólu um 300 milljón kílómetra frá jörðu.
Ástralir virðast á leið upp úr kórónuveirukreppunni
Ástralir virðast á leið út úr kórónuveirukreppunni, fyrstu kreppu þarlendis um þrjátíu ára skeið.
Ástralar krefjast afsökunarbeiðni
Deilur Ástrala og Kínverja aukast enn og hafa stjórnvöld í Canberra krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Peking vegna færslu á Twitter sem þau segja svívirðilega og ógeðfellda.
30.11.2020 - 11:57
Erlent · Afríka · Eyjaálfa · Kína · Ástralía
Ógurleg hitabylgja bakar Queensland næstu daga
Sydneybúar og grannar þeirra fá stutt frí frá hitabylgjunni sem herjað hefur á Nýju Suður-Wales síðustu daga en hitinn verður þeim mun meiri hjá grönnum þeirra í Queensland, og reyndar í vestanverðu Nýja Suður-Wales líka. Methita er spáð víða í Queensland í dag og næstu daga.
30.11.2020 - 05:54
Tvö hitamet í Sydney og viðbúnaður vegna gróðurelda
Hitamet voru slegin í Sydney í Ástralíu í nótt sem leið og aftur í dag. Nokkuð er um gróðurelda í útjaðri borgarinnar og hefur slökkvilið í nógu að snúast.
29.11.2020 - 06:27
Ástralir búa sig undir fyrstu hitabylgju sumarsins
Ástralir búa sig nú undir fyrstu hitabylgju sumarsins, með hita um og yfir 40 gráðum, þurrum og hlýjum vindum og þar með kjöraðstæðum fyrir gróðurelda. Skógar- og gróðureldar síðasta sumars eru Áströlum enn í fersku minni, enda þeir verstu og víðfeðmustu sem sögur fara af þar í landi. 33 fórust í eldunum, sem sviðu um 190.000 ferkílómetra gróðurlendis frá september 2019 til mars 2020, og áætlað er að allt að þrír milljarðar dýra af öllu tagi hafi drepist í eða vegna eldanna.
Bólusetning skilyrði þess að ferðast með Quantas
Farþegum sem ætla að ferðast með ástralska flugfélaginu Quantas í framtíðinni verður gert að sýna fram á að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Þetta segir Alan Joyce forstjóri flugfélagsins.
24.11.2020 - 02:20
Lygi eins manns setti heilt fylki í útgöngubann
Steven Marshall forsætisráðherra í Suður-Ástralíu fylki segist miklu meira en öskureiður yfir hegðun manns sem laug að smitrakningarteymi í borginni Adelaide. Lygin varð til þess að allir í fylkinu þurftu að sæta útgöngubanni.
20.11.2020 - 14:30
Útgöngubann í Suður-Ástralíu dregið til baka
Sex daga strangt útgöngubann sem fyrirskipað í Suður-Ástralíu fylki verður stytt um tvo daga. Að sögn Steven Marshall forsætisráðherra fylkisins hefur komið á daginn að maður sem hafði sagst hafa keypt og farið heim með pizzu af veitingastað var í raun starfsmaður þar.
Sannað þykir að ástralskir hermenn hafi myrt 39 Afgani
Áralöng rannsókn leiðir í ljós trúverðuga sönnun þess að áströlsk sérsveit hafi orðið minnst 39 óbreyttum borgurum og föngum að bana í Afganistan.
Útgöngubann fyrirskipað í Suður-Ástralíu
Gripið hefur verið til sex daga útgöngubanns í Suður-Ástralíu fylki eftir að hópsmit kom upp í höfuðborginni Adelaide.
18.11.2020 - 03:29
Meintir stríðsglæpir Ástrala rannsakaðir
Stjórnvöld í Ástralíu hafa stofnað embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna í Afganistan. Þetta var ákveðið eftir frumrannsókn á vegum ástralska hersins, sem leiddi ljós tugi alvarlegra atvika tengd áströlskum hermönnum. 
12.11.2020 - 08:35
Börnum bjargað úr klóm níðinga
Lögreglan í Ástralíu segist hafa bjargað fjörutíu og sex börnum og handtekið fjórtán manns í tengslum við rannsókn á alþjóðlegum hring barnaníðinga. Þetta er eitt umfangsmesta mál sinnar tegundar sem ástralska lögreglan hefur rannsakað.
11.11.2020 - 12:08
Ætla að skála í kampavíni þegar hömlum verður aflétt
Hvorki hafa verið skráð ný tilfelli kórónuveirusmita né dauðsfalla af völdum sjúkdómsins í Melbourne í Ástralíu undanfarna tvo sólarhringa.
Lögregla í Ástralíu leysir upp barnaníðshring
Alríkislögregla í Ástralíu hefur handtekið 44 karlmenn víðsvegar um land grunaða um að framleiða efni sem inniheldur barnaníð eða hafa slíkt efni í fórum sínum.
23.10.2020 - 03:15