Færslur: Ástralía

Tæp hálf milljón í sekt fyrir að rjúfa einangrun
Þeir íbúar Victoriu-ríkis í Ástralíu sem fylgja ekki reglum um einangrun þurfa frá og með deginum í dag að greiða hátt í hálfa milljón króna sekt.
04.08.2020 - 07:06
Útgöngubann á kvöldin í Melbourne næstu sex vikur
Yfirvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um útgöngubann í Melbourne, næststærstu borg landsins. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem yfirvöld þar í landi hafa kynnt síðan faraldurinn braust út í vor og miða að því að íbúar haldi sig heima hjá sér milli klukkan 20:00 á kvöldin og til klukkan 05:00 að morgni. Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi til 13. september næstkomandi.
02.08.2020 - 08:57
James Murdoch kveður útgáfu föður síns
James Murdoch, yngri sonur fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækis þeirra NewsCorp sem meðal annars gefur út The Wall Street Journal, The Times í Bretlandi og fjölda ástralskra dagblaða.
01.08.2020 - 05:16
Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra segir að um 143 milljónir spendýra, 180 milljónir fugla, 51 milljón froska og 2,46 milljarðar skriðdýra hafi drepist eða hrakist frá sínum náttúrulegu heimkynnum í eldunum.
Aldrei fleiri kórónuveirutilfelli greinst í Ástralíu
532 ný kórónuveirutilfelli greindust í Victoriu-ríki í Ástralíu síðasta sólarhringinn og er það mesti fjöldi sem greinst hefur með sjúkdóminn í landinu á einum degi frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Fyrra metið var frá 28. mars, en þann dag greindust 497 ný tilfelli.
27.07.2020 - 09:29
Verðlaunahöfundur fær hæli á Nýja Sjálandi
Flóttamaður og rithöfundur, sem skrifaði verðlaunabók á farsíma sinn í flóttamannabúðum á Papúa Nýju-Gíneu, hefur fengið hæli á Nýja Sjálandi. Honum var tilkynnt um hælisveitinguna á 37 ára afmælisdegi sínum í gær. 
24.07.2020 - 08:41
Metfjöldi smita í Ástralíu
Fimm hundruð og tveir greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi nýsmita sem greinst hefur á einum degi síðan farsóttin barst til landsins.
22.07.2020 - 08:27
Gert að fjarlægja túrtappa við líkamsleit
Lögregla í Sydney í Ástralíu gerði ungri konu að fjarlægja túrtappa við líkamsleit. Í öðru tilfelli var listakonu á tónlistarhátíð gert að fara úr nærbuxunum og beygja sig fram undir hlátursglósum lögreglumanna.
22.07.2020 - 07:27
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Hvatt til notkunar andlitsgríma
Fjöldi skráðra tilfella Covid-19 í heiminum fór yfir 13,4 milljónir í gær og hátt í sex hundruð þúsund hafa látist.
16.07.2020 - 01:37
Frekari takmarkanir ef tilfellum fækkar ekki
Stjórnir ríkja í Ástralíu ætla að grípa til enn frekari takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar fari smitum ekki brátt að fækka. Þetta tilkynntu forsætisráðherrar ríkjanna í morgun.
15.07.2020 - 08:13
Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 
09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Kína
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland
Fleiri greinast smitaðir í Viktoríufylki
Staðfest er að 134 hafi greinst með kórónuveirusmit í  Viktoríufylki í Ástralíu kórónuveirusmit síðasta sólarhring. Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana í fylkinu til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar eftir að hún blossaði upp á ný.
08.07.2020 - 08:33
Smituðum fjölgar í Melbourne
Yfirvöld í Melbourne í Ástralíu hafa fyrirskipað hertar ráðstafanir eftir að COVID-19 tilfellum fór að fjölga þar á ný. Aðgerðirnar taka gildi seinnipartinn, þegar miðvikudagur gengur þar í garð. 
07.07.2020 - 09:41
Fylkismörkum lokað í Ástralíu
Loka á fylkismörkum Viktoríu og Nýja Suður-Wales í Ástralíu eftir að COVID-19 farsóttin blossaði upp í Melbourne, höfuðborg Viktoríu. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa hundruð borgarbúa veikst. Tilfellin eru meira en 95 prósent af öllum kórónuveirusýkingum í landinu að undanförnu. Á laugardag var þrjú þúsund íbúum níu fjölbýlishúsa í Melbourne bannað að fara að heiman eftir að hópsmit uppgötvuðust meðal þeirra.
06.07.2020 - 10:45
Pantaðir innbrotsþjófar brutust inn í rangt hús
Ástrali var á dögunum sýknaður fyrir innbrot vopnaður sveðju. Hann ætlaði að brjótast inn í annað hús eftir pöntun, binda húsráðanda og strjúka með kústi. Dómarinn í málinu sagði málið vissulega óvenjulegt.
30.05.2020 - 12:06
Hætta með prentútgáfu yfir 100 dagblaða
Ástralska fjölmiðlasamsteypan News Corp Australia tilkynnti í dag að prentútgáfu yfir 100 héraðsdagblaða verði hætt og blöðin færð á netið. Samhliða verður umtalsverðum fjölda starfsmanna, sem m.a. starfa í prentsmiðjum fjölmiðlasamsteypunnar sagt upp.
28.05.2020 - 10:42
Helgireitur frumbyggja eyðilagður af Rio Tinto
Helgar minjar frumbyggja í helli í Vestur Ástralíu voru eyðilagðar um helgina til þess að stækka járngrýtisnámu Rio Tinto á svæðinu. Hellirinn, sem er í Juukan gili, er einna elsti varðveitti bústaður fólks af ættum Puutu Kunti Kurrama og Pinikura þjóðanna í Ástralíu. Miðað við rannsóknir virðist hafa verið búið í honum 46 þúsund ár.
27.05.2020 - 02:35
Óveður veldur tjóni í Ástralíu
Yfir sextíu þúsund heimili í vesturhluta Ástralíu urðu rafmagnslaus þegar kröftugt óveður brast þar á í dag með þeim afleiðingum að þök sviptust af húsum, tré féllu til jarðar og raflínur slitnuðu.
25.05.2020 - 10:44
Bíl ekið inn í verslun í Sydney
Tólf var veitt aðhlynningu eftir að maður ók bíl inn í verslun í Sydney sem selur andlitsslæður. Ökumaðurinn og ellefu vegfarendur slösuðust í atvikinu. Samkvæmt lögreglu hafði bílstjórinn ekið bílnum sínum aftan á aðra bifreið á umferðarljósum fyrir framan búðina.
21.05.2020 - 07:29
10 handteknir og lögregluþjónn slasaður í veirumótmælum
Tíu voru handteknir og lögregluþjónn slasaðist í mótmælum í Melbourne í Ástralíu í dag. Þar var sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda mótmælt og mótmælendur fullyrtu að kórónuveirufaraldurinn væri ekki raunverulegt vandamál heldur samsæri stjórnvalda til að ná stjórn á fólki í landinu. 
10.05.2020 - 09:07
Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.