Færslur: Ástralía

Óveður veldur tjóni í Ástralíu
Yfir sextíu þúsund heimili í vesturhluta Ástralíu urðu rafmagnslaus þegar kröftugt óveður brast þar á í dag með þeim afleiðingum að þök sviptust af húsum, tré féllu til jarðar og raflínur slitnuðu.
25.05.2020 - 10:44
Bíl ekið inn í verslun í Sydney
Tólf var veitt aðhlynningu eftir að maður ók bíl inn í verslun í Sydney sem selur andlitsslæður. Ökumaðurinn og ellefu vegfarendur slösuðust í atvikinu. Samkvæmt lögreglu hafði bílstjórinn ekið bílnum sínum aftan á aðra bifreið á umferðarljósum fyrir framan búðina.
21.05.2020 - 07:29
10 handteknir og lögregluþjónn slasaður í veirumótmælum
Tíu voru handteknir og lögregluþjónn slasaðist í mótmælum í Melbourne í Ástralíu í dag. Þar var sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda mótmælt og mótmælendur fullyrtu að kórónuveirufaraldurinn væri ekki raunverulegt vandamál heldur samsæri stjórnvalda til að ná stjórn á fólki í landinu. 
10.05.2020 - 09:07
Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.
Flugfélagið Virgin Australia að þrotum komið
Stjórn flugfélagsins Virgin Australia, næst-stærsta flugfélags Ástralíu á eftir Quantas, tilkynnti í dag að hún hefði farið fram á greiðslustöðvun og hygðist leita nauðasamninga við lánardrottna sinna. Er þetta stærsta flugfélagið sem hefur kiknað undan COVID-19 faraldrinum og hruninu sem hann veldur í ferðaþjónustu heimsins.
21.04.2020 - 01:44
Takmarkanir áfram í gildi í Ástralíu
Takmarkanir sem hafa verið í gildi til að reyna að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar í Ástralíu verða áfram í gildi í mánuð í viðbót. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun.
16.04.2020 - 08:04
Pell kardínáli sýknaður af öllum ákærum í hæstarétti
George Pell, ástralski kardínálinn sem sakfelldur var og dæmdur til fangelsisvistar fyrir barnaníð, hefur verið látinn laus þar sem hæstiréttur Ástralíu sneri dómi undirréttar og sýknaði hann af öllum ákærum.
07.04.2020 - 01:51
Skipverjar veikir í Ruby Princess
Farþegaskipið Ruby Princess fékk að koma að koma til hafnar í Port Kembla nærri Sydney í Ástralíu í morgun eftir að um 200 skipverjar fóru að sýna einkenni COVID-19. Hjúkrunarfólk ætlar um borð og kanna líðan skipverja og hugsanlega flytja í land þá sem veikastir eru.
06.04.2020 - 08:41
Banna Áströlum að hamstra áfengi
Vínhneigðum Áströlum hefur verið bannað að kaupa meira en tólf vínflöskur og tvo kassa af bjór á dag. Áfengissala hefur stóraukist að undanförnu, eftir að stjórnvöld fyrirskipuðu að öllum fyrirtækjum skyldi lokað vegna COVID-19 farsóttarinnar nema þeim sem þyrftu bráðnauðsynlega að hafa opið. Barir og knæpur eru ekki þeirra á meðal.
31.03.2020 - 15:05
Fleiri en tveir mega ekki hittast og leikvöllum lokað
Fleiri en tveir mega ekki koma saman á almannafæri í Ástralíu frá og með morgundeginum. Þetta er meðal þess sem forsætisráðherra landsins, Scott Morrison boðaði á blaðamannafundi í morgun. Þá ætti fólk ekki að yfirgefa heimili sín nema brýna nauðsyn beri til, og fólk yfir sjötugt ætti að halda sig alfarið heima.
29.03.2020 - 10:16
Farþegaskip í vanda vegna COVID-19
Tvö farþegaskip, sem eru undan ströndum Ástralíu, hafa beðið um aðstoð vegna COVID-19. Bæði skipin voru á leið til borgarinnar Perth.
25.03.2020 - 08:10
Mynd með færslu
Sótti fimm metra snák í garð aldraðrar konu
„Þetta er stærsti snákur sem ég hef séð í 27 ár," sagði snákaeftirlitsmaðurinn Tony Harrison eftir að hann aðstoðaði aldraða konu við að fjarlægja snák sem var við útidyr húss hennar við Oxenford í Ástralíu. Snákurinn reyndist fimm metra langur búrmískur pýton-snákur, sem vó um 80 kílógrömm. 
25.03.2020 - 04:55
Dansandi dýravörður öðlast heimsfrægð í beinu streymi
Stjórn Dýragarðsins í Melbourne í Ástralíu ákvað að senda beint úr öryggismyndavélum á netinu. Almenningur getur þá fylgst með hverning dagurinn gengur fyrir sig hjá ljónum, bjarndýrum og fleiri dýrum - en það eru hvorki aparnir né páfagukarnir sem hafa slegið þar í gegn.
23.03.2020 - 10:26
Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021
Ólympíunefndir Kanada og Ástralíu hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að senda keppendur til leiks á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, og fara fram á að leikunum verði frestað til 2021. Bæði forsætisráðherra Japans og framkvæmdastjórn Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa nú fyrsta sinni viðrað þann möguleika að fresta leikunum.
23.03.2020 - 04:09
Aðgerðir boðaðar til að verja frumbyggja
Stjórnvöld í Ástralíu hafa gripið til ráðstafana til að verja samfélög frumbyggja vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun og sagði að meðal annars yrðu ferðir inn á svæði frumbyggja takmarkaðar verulega.
20.03.2020 - 10:35
Ástralía lokar á útlendinga og flug leggst nánast af
Útlendingar fá ekki að stíga á land í Ástralíu frá og með morgundeginum nema þeir hafi þar gilt landvistarleyfi. Flug til og frá landinu verður afar takmarkað næstu mánuðina og gæti jafnvel lagst alveg af um hríð. Hvort tveggja er liður í baráttu stjórnvalda gegn farsóttinni sem nú geisar um allan heim, COVID-19.
19.03.2020 - 05:45
Tom Hanks og Rita Wilson útskrifuð af sjúkrahúsi
Bandaríski óskarsverðlaunaleikarinn Tom Hanks og eiginkona hans, Rita Wilson, hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir að þau greindust með COVID-19. Hanks var við tökur á kvikmynd um Elvis Presley í Ástralíu, þar sem hann leikur umboðsmann rokkkóngsins, þegar hann greindist með veiruna.
17.03.2020 - 08:25
Metfall áströlsku hlutabréfavísitölunnar
Ástralska hlutabréfavísitalan féll um 9,7 prósent í viðskiptum dagsins. Fall vísitölunnar hefur aldrei verið jafn mikið á einum degi. Minni breytingar urðu í viðskiptum dagsins á Asíumarkaði. Hlutabréf í Hong Kong féllu um tvö prósent og viðskiptavísitalan á meginlandi Kína dróst saman um hálft prósent. Nikkei vísitalan í Japan stóð í stað. 
16.03.2020 - 07:11
Sýktur ástralskur ráðherra hitti Ivönku Trump
Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, er á sjúkrahúsi eftir að staðfest var að hann hefði greinst með kórónaveiruna. Haft er eftir ráðherranum í áströlskum fjölmiðlum að hann hafi vaknað í gærmorgun með hita og eymsli í hálsi. Honum þótti vissast að láta kanna hvort hann hefði smitast af kórónaveirunni. Þegar í ljós kom að svo var ráðlögðu heilbrigðisyfirvöld í Queensland honum að leggjast inn á sjúkrahús. Hann hafi að sjálfsögðu farið að þeim ráðum.
13.03.2020 - 10:05
Sumarið helmingi lengra en vetur í Ástralíu
Ástralska sumarið er orðið tvöfalt lengra en veturinn samkvæmt mælingum veðurfræðinga. Síðustu tuttugu ár hefur sumarið verið um mánuði lengra en það var um miðja 20. öldina. Á sama tíma hefur vetrartíminn styst. Á milli áranna 2014 og 2018 var sumartíminn svo orðinn um helmingi lengri.
02.03.2020 - 04:50
Heimskviður
Meira en milljarður dýra drepist í Ástralíu
Eftir fordæmalausa skógarelda og þurrka í Ástralíu fór loksins að rigna. Eldur er slokknaður víðast hvar en ljóst er að eyðileggingin er gífurleg. Talið er að yfir milljarður villtra dýra hafi drepist og þar með talið tíu þúsund kóalabirnir í Nýja Suður Wales. Þá hafa fjölmörg dýr drepist sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. 
Tvennt lést í lestarslysi í Ástralíu
Tveir farþegar létust og nokkrir slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í dag skammt frá borginni Wallan í Viktoríufylki í Ástralíu. Einn farþegi var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Melbourne. Lestin var á leið til Melbourne frá Sydney. Enn liggur ekkert fyrir um orsök slyssins. Um það bil 160 farþegar voru í lestinni. Myndir frá slysstað sýna að fimm vagnar fóru út af sporinu.
20.02.2020 - 13:44
Síðustu eldarnir slökktir á næstu dögum
Yfirvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu segjast gera ráð fyrir að síðustu eldarnir sem geisað  hafa þar undanfarna mánuði verði slökktir á næstu dögum.
10.02.2020 - 07:57
Varað við flóðum er gróðureldar slokkna
Á austurströnd Ástralíu rignir nú eins og hellt sé úr fötu og flóð ógna mönnum og mannvirkjum víða, þar á meðal í stórborginni Sydney. Rigningin hefur slökkt risagróðureld sem gekk undir nafninu Currowan og sveið 5.000 ferkílómetra lands á 74 dögum, og enginn gróðureldur í Nýja Suður Wales er svo stór lengur, að hann kalli á hæsta viðbúnaðarstig. Vatnsveðrið er hins vegar svo mikið að gefnar hafa verið út viðvaranir vegna flóðahættu í staðinn.