Færslur: Ástralía

Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Ástralíu
Tugir mótmælenda voru handteknir í Sydney í Ástralíu dag þegar fólk kom saman til að mótmæla hertum sóttvarnaaðgerðum. Yfirvöld í Nýja-Suður-Wales gagnrýna framgöngu mótmælenda harðlega, enda hafi þeir verið að brjóta sóttvarnareglur.
24.07.2021 - 13:11
Útgöngubann í gildi fyrir helming Ástrala
Ástralska ríkið Suður-Ástralíu er nú orðið þriðja ríkið til að setja á útgöngubann vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Áður höfðu fjölmennustu ríki landsins, Nýja Suður-Wales og Viktoría boðað til útgöngubanns. Því eru alls um 13 milljónir Ástrala, um helmingur landsmanna í útgöngubanni.
21.07.2021 - 08:36
Boða útgöngubann í Melbourne
Ástralska stórborgin Melbourne fylgir í fótspor Sydney borgar og mun útgöngubann taka gildi í borginni á miðnætti. Áætlað er að gildistími bannsins verði fimm dagar.
15.07.2021 - 09:23
Útgöngubann í Sydney framlengt
Áströlsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að framlengja gildistíma útgöngubanns í áströlsku stórborginni Sydney um fjórtán daga.
14.07.2021 - 07:32
Metfjöldi smita í Nýja Suður-Wales
112 greindust með COVID-19 í Sydney og annars staðar í Nýja Suður-Wales síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni á einum degi. Í öllum tilfellum greindist fólk með Delta-afbrigði veirunnar, sem barst til borgarinnar með erlendri flugáhöfn í síðasta mánuði. Þetta eru þrefalt fleiri sólarhringssmit en í fjölmennustu fjöldasmitunum sem upp komu í Sydney á síðasta ári.
12.07.2021 - 02:45
Ástralía: Fyrsta COVID-19 dauðsfallið á árinu 2021
Fyrsta dauðsfallið í Ástralíu af völdum COVID-19 á þessu ári var staðfest í Sydney í dag og fleiri smit greindust þar síðasta sólarhringinn en nokkru sinni á þessu ári, eða 77. Hin látna var kona á tíræðisaldri, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Nýja Suður-Wales, þar sem Delta-afbrigði veirunnar hefur breiðst út að undanförnu.
11.07.2021 - 07:26
Delta-afbrigðið dreifist enn um Sydney
38 greindust með delta-afbrigði kórónaveirunnar í Sydney í Ástralíu í gær, þrátt fyrir að strangt útgöngubann sem þar hefur gilt í hartnær tvær vikur. Svo mörg smit hafa ekki greinst í borginni á einum sólarhring um fjórtán mánaða skeið. Alls hafa 370 Sydneybúar greinst með COVID-19 síðan deltafbrigðið skaut fyrst upp kollinum í borginni um miðjan júní.
08.07.2021 - 06:41
Útgöngubann í Nýja Suður-Wales framlengt um viku
Heilbrigðisyfirvöld í ástralska ríkinu Nýja Suður-Wales tilkynntu í morgun að útgöngubann sem gilt hefur í stórum hluta ríkisins, þar á meðal stórborginni Sydney, frá 26. júni verði framlengt um viku. Útgöngubannið var sett á vegna útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Það átti að gilda í tvær vikur og renna út á föstudaginn kemur.
07.07.2021 - 06:12
Tíu milljónir Ástrala í útgöngubanni
Þriggja daga útgöngubann hefur verið fyrirskipað í Brisbane í Queenslandríki í Ástralíu, auk nokkurra minni bæja og dreifbýlli svæða í ríkinu. Grímuskylda gildir þurfi fólk nauðsynlega að bregða sér út úr húsi. Brisbane er fjórða ástralska borgin sem innleiðir útgöngubann vegna Delta-afbrigðis COVID-19, sem barst til Sydney á dögunum og hefur dreift sér víða um Ástralíu síðan. Samtals eru nú um tíu milljónir Ástrala í mis löngu útgöngubanni.
29.06.2021 - 03:30
Delta-afbrigðið dreifist um Ástralíu
Aðgerðastjórn ástralskra stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar kemur saman á neyðarfundi í dag til að ræða viðbrögð við útbreiðslu Delta-afbrigðis COVID-19 sem hefur skotið upp kollinum á nokkrum stöðum í landinu á síðustu dögum. Öryggisráð Ástralíu, með forsætisráðherrann Scott Morrison í forsæti, hittist einnig á fundi þar sem landlæknir fer yfir stöðuna.
28.06.2021 - 06:26
Tveggja vikna útgöngubann í gjörvallri Sydneyborg
Vikulangt útgöngubann sem sett var á í miðborg Sydney í gær vegna fjölda COVID-19 smita sem þar hafa greinst síðustu daga hefur nú verið hvort tveggja lengt og útvíkkað. Gildir það nú í tvær vikur í allri borginni og næsta nágrenni.
26.06.2021 - 05:32
Vikulangt útgöngubann í miðborg Sydney
Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu fyrirskipuðu í dag útgöngubann í fjórum hverfum í miðborg Sydney til að hindra frekari útbreiðslu Delta-afbrigðis COVID-19 sem þar hefur greinst síðustu daga. Ber íbúum í þessum hverfum að halda sig heima í vikutíma, nema rétt til að sinna brýnustu erindum.
25.06.2021 - 02:15
UNESCO hyggst breyta minjaskráningu kóralrifsins mikla
Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hyggst breyta heimsminjaskráningu Kóralrifsins mikla undan austurströnd Ástralíu. Umhverfisráðherra Ástralíu segist ætla að berjast af krafti gegn ákvörðuninni.
Ástralir og Kínverjar takast á um tolla á innflutt vín
Stjórnvöld í Ástralíu hafa lagt fram formlega kvörtun til Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar vegna tolls sem Kínverjar leggja á innflutt vín til að hindra að þau verði seld á lægra verði en í framleiðslulandinu.
19.06.2021 - 00:20
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.
Aðgerðin ein sú stærsta á sviði dulkóðaðra glæpa
Löggæslustofnanir í nítján löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Ástralíu, og á Norðurlöndunum framkvæmdu á dögunum eina viðamestu og flóknustu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið á sviði dulkóðaðrar glæpastarfsemi. Um átta hundruð voru handteknir.
08.06.2021 - 09:52
Mörg hundruð handtekin í alþjóðlegri lögregluaðgerð
Eftir þriggja ára alþjóðlegt samvinnuverkefni löggæslustofnana voru mörg hundruð handtekin á grundvelli samskipta á dulkóðuðum samskiptavef.  Löggæslustofnanir í Bandaríkjunum, Evrópu, Nýja Sjálandi og Ástralíu upplýstu í gær að þær hafi haft aðgang að samskiptavefnum AN0M árum saman.
08.06.2021 - 03:18
Tölvuárás lamar kjötvinnslu í Ástralíu og Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn hafði samband við rússnesk stjórnvöld eftir að gerð var tölvuárás á kjötvinnslu JBS í Bandaríkjunum á mánudag. Stjórnendur fyrirtækisins greindu Bandaríkjastjórn frá því að JBS hafi fengið kröfu um lausnargjald frá glæpasamtökum sem talið er að rekja megi til Rússlands.
Spegillinn
Fríverslun og Brexit-hagsmunir
Ein megin forsenda fyrir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að mati þeirra sem studdu hana, var að Bretar gætu þar með samið um viðskipti við önnur ríki, óheftir af samflotinu við ESB. Deilur í Bretlandi um viðskiptasamning við Ástralíu sýna að það er ekki auðvelt að ákveða hvaða hagsmunir vegi þyngst.
28.05.2021 - 09:41
Ráðherra verður að taka tillit til komandi kynslóða
Umhverfisráðherra Ástralíu verður að taka til greina áhrif loftslagsbreytinga á komandi kynslóðir í ákvarðanatöku sinni varðandi stækkun nýrrar kolanámu. Þetta er niðurstaða dómstóls í Ástralíu í hópmálsókn barna á táningsaldri.
28.05.2021 - 06:47
Ástralir loka sendiráði sínu í Kabúl
Af öryggisástæðum ætla stjórnvöld í Ástralíu að loka sendiráði sínu í Afganistan. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun. Sendiráðinu verður lokað á föstudag vegna yfirvofandi brotthvarfs Bandaríkjahers úr landinu. Það verður svo opnað aftur þegar aðstæður leyfa að sögn Morrison.
25.05.2021 - 03:42
Bretar senda 1.000 öndunarvélar til Indlands
Bretar ætla að senda 1.000 öndunarvélar til Indlands, þar sem algjört neyðarástand ríkir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar deyja þúsundir úr COVID-19 á degi hverjum og yfir 300.000 ný tilfelli hafa greinst þar daglega ellefu daga í röð. Mikill hörgull er á öndunarvélum, súrefnisbirgðum, lyfjum og öðrum lækningavörum auk þess sem bóluefni eru víða af skornum skammti þrátt fyrir mikla bóluefnaframleiðslu í landinu.
03.05.2021 - 04:43
Harðar reglur um komu fólks frá Indlandi víða um heim
Bandaríkin bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem lagt hafa svo gott sem blátt bann við komu fólks frá Indlandi vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 þar í landi að undanförnu. Í Ástralíu eiga ferðalangar sem snúa aftur frá Indlandi fangelsisvist yfir höfði sér.
01.05.2021 - 04:51
Útvarpsfrétt
Ferðakúla opnuð á milli Nýja-Sjálands og Ástralíu
Svokölluð ferðakúla var opnuð í dag á milli Ástralíu og Nýja-Sjálands. Það þýðir að fólk getur nú ferðast á milli landanna tveggja án takmarkana í fyrsta sinn í meira en ár.
19.04.2021 - 13:07