Færslur: Ástralía

Ætla að skála í kampavíni þegar hömlum verður aflétt
Hvorki hafa verið skráð ný tilfelli kórónuveirusmita né dauðsfalla af völdum sjúkdómsins í Melbourne í Ástralíu undanfarna tvo sólarhringa.
Lögregla í Ástralíu leysir upp barnaníðshring
Alríkislögregla í Ástralíu hefur handtekið 44 karlmenn víðsvegar um land grunaða um að framleiða efni sem inniheldur barnaníð eða hafa slíkt efni í fórum sínum.
23.10.2020 - 03:15
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Hundruð hvala strandaðir við Tasmaníu
Björgunarfólk í Ástralíu segir 200 hvali hafa komist í ógöngur til viðbótar við þá 270 sem fyrir voru í afskekktum flóa í Tasmaníu. Talskona ráðuneytis umhverfismála í Tasmaníu greindi AFP fréttastofunni frá því í gærkvöld að grindhvalirnir 200 hafi fundist um sjö til tíu kílómetrum innar í flóanum. Nú er talið að aðeins tugir hvala séu enn lifandi.
23.09.2020 - 03:42
Reynt hvað hægt er að bjarga grindhvölum við Tasmaníu
Allt að níutíu grindhvalir hafa drepist og hundrað og áttatíu eru fastir við í afskekktum flóa á eynni Tasmaníu við Ástralíu.
22.09.2020 - 03:44
Lottómiði keyptur fyrir slysni færir háan vinning
Ástralskt par segist hafa ætlað að kaupa miða í allt öðrum útdrætti en þeim sem færði þeim háan vinning.
19.09.2020 - 06:19
Flugferð án áfangastaðar er nýjasta æðið
Sjö klukkustunda flugferð yfir óbyggðir Ástralíu og Kóralrifið mikla utan við austurströndina seldist upp á tíu mínútum.
Slakað á takmörkunum í Ástralíu
Byrjað er að slaka á aðgerðum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins í Viktoríkuríki í Ástralíu, en verulega hefur dregið þar úr staðfestum smitum og dauðsföllum að undanförnu.
15.09.2020 - 09:21
Brutu gegn útgöngubanni og mótmæltu aðgerðum yfirvalda
Yfir 70 manns voru handteknir í Melbourne í Ástralíu í gær fyrir að safnast saman til mótmæla og þannig brjóta gegn tilmælum yfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins.
13.09.2020 - 10:20
Framkvæmdastjóri Rio Tinto hættir vegna hellasprenginga
Framkvæmdastjóri Rio Tinto og tveir hátt settir stjórnendur fyrirtækisins munu hætta störfum hjá fyrirtækinu vegna sprengingar sem lagði merkar fornminjar í Ástralíu í rúst. Fjárfestar fyrirtækisins hafa beitt stjórn fyrirtækisins miklum þrýstingi eftir að hellar í Juukan-gili í Pilbara í Ástralíu voru sprengdir. Hellarnir eru mikilvægir Puutu Kunti Kurrama og Pinikura þjóðunum, þar sem forfeður þeirra dvöldu þar fyrir um 46 þúsund árum.
11.09.2020 - 01:05
Útgöngubann áfram í Melbourne
Strangt útgöngubann í Melbourne í Ástralíu verður framlengt um tvær vikur. Þetta tilkynntu yfirvöld í dag. Nýjum tilfellum Covid-19 hefur ekki fækkað nóg til að unnt sé að slaka á.
Kreppa blasir við Áströlum
Ástralía stendur frammi fyrir djúpri efnahagslægð, þeirri fyrstu síðan 1991. Efnahagur landsins dróst saman um sjö af hundraði á öðrum ársfjórðungi.
Færri greinast smitaðir í Ástralíu
Sjötíu og þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni í Viktoríuríki í Ástralíu síðasta sólarhring, en ekki hafa færri greinst þar smitaðir í næstum tvo mánuði eða síðan 3. júlí.
31.08.2020 - 08:15
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.
Ungur drengur meðal látinna í miklu óveðri í Melbourne
Þrír dóu, þar á meðal fjögurra ára drengur, í miklu óveðri í Melbourne í Ástralíu í gær. Björgunarsveitir stóðu í ströngu við að koma á rafmagni og vatni til þúsunda heimila eftir að veðrið var gengið yfir.
28.08.2020 - 08:12
Áhrif loftslagsbreytinga greinileg
Loftslagsbreytingar höfðu greinilega talsverð áhrif á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu síðari hluta árs í fyrra og á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem stjórnvöld í Nýja Suður-Wales birtu í morgun um eldana þar. 
25.08.2020 - 10:14
Mikill samdráttur í starfsemi Qantas
Ástralska flugfélagið Qantas segir upp 2500 starfsmönnum til viðbótar við þau 6000 sem það áður hafði sagt upp.
25.08.2020 - 06:30
Álframleiðandi þarf að biðja frumbyggja afsökunar
Framkvæmdastjóri Rio Tinto, eins stærsta álframleiðanda heims, Jean-Sebastien Jacques verður af 3,5 milljóna Bandaríkjadala bónusgreiðslu. Svipað á við um aðra háttsetta starfsmenn fyrirtækisins.
24.08.2020 - 03:48
Ástralir tryggja sér bóluefni sem gefa á öllum
Ástralir hafa tryggt sér aðgang að nýju bóluefni gegn kórónuveirunni sem sagt er lofa góðu. Scott Morrison forsætisráðherra landsins tilkynnti þetta í dag.
Tæknirisinn Google verst ástralskri löggjöf
Tæknirisinn Google hefur snúist til varnar gegn áætlun ástralskra stjórnvalda sem gerir þess háttar stafrænum risum skylt að greiða fyrir dreifingu frétta. Reglurnar ná einnig til Facebook en síðar verður smærri stafrænum fyrirtækjum gert að hlíta sams konar reglum.
17.08.2020 - 09:46
Loka Norðursvæði Ástralíu fyrir öðrum Áströlum
Næstu átján mánuði verður hið víðáttumikla Norðursvæði Ástralíu lokað öllum sem búsett eru á svæðum þar sem útbreiðsla kórónaveirunnar er mikil. Norðursvæðið er afar strjálbýlt; þar búa um 250.000 manns á rúmlega 1.400.000 ferkílómetrum. Óvenju hátt hlutfall íbúa eru frumbyggjar, eða um þriðjungur allra sem þar búa. Er lokunin ekki síst hugsuð til að verja þá, þar sem þeir eru taldir í sérstökum áhættuhópi.
11.08.2020 - 06:49
Tæp hálf milljón í sekt fyrir að rjúfa einangrun
Þeir íbúar Victoriu-ríkis í Ástralíu sem fylgja ekki reglum um einangrun þurfa frá og með deginum í dag að greiða hátt í hálfa milljón króna sekt.
04.08.2020 - 07:06
Útgöngubann á kvöldin í Melbourne næstu sex vikur
Yfirvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um útgöngubann í Melbourne, næststærstu borg landsins. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem yfirvöld þar í landi hafa kynnt síðan faraldurinn braust út í vor og miða að því að íbúar haldi sig heima hjá sér milli klukkan 20:00 á kvöldin og til klukkan 05:00 að morgni. Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi til 13. september næstkomandi.
02.08.2020 - 08:57