Færslur: Ástralía

Nágrannarnir á Ramsay-götu sakaðir um rasisma
Sharon Joahl, leikkona af indverskum uppruna sem síðustu fjögur ár hefur leikið eitt af aðalhlutverkunum í áströlsku sjónvarpsþáttunum Nágrönnum, er hætt og sakar samstarfsfólk sitt um rasisma. Fleiri leikarar hafa stigið fram og segjast hafa þurft að sæta mismunun og kynþáttafordómum.
14.04.2021 - 12:57
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Brisbane lokað í þrjá sólarhringa vegna sjö nýrra smita
Yfir tveimur milljónum íbúa Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu, hefur verið skipað að halda sig heima næstu þrjá sólarhringa. Sjö borgarbúar reyndust smitaðir af COVID-19. Þetta eru fyrstu smitin sem koma upp í landinu í nokkrar vikur.
29.03.2021 - 08:51
Heimskviður
Lífseigur boðskapur Rauðhettu og úlfsins
Fjölmenn mótmæli fóru fram í Ástralíu og Bretlandi í síðustu viku. Þó aðskilin mál hafi orðið mótmælendum innblástur eiga þau sameiginlegt að snúast um ofbeldi á konum. Breskar konur hafa mótmælt því að geta ekki verið öruggar á götum úti og segja ólíðandi að konur eigi alltaf að hafa varann á vegna yfirvofandi ógnar, eins og í ævintýrinu um Rauðhettu og úlfinn.
Tugir þúsunda flýja úrhelli og flóð í Ástralíu
Ekkert lát er á úrhelli og flóðum i Nýja Suður-Wales á austurströnd Ástralíu. Þar hefur nú rignt uppstyttulaust síðan á miðvikudag, fjöldi áa hefur flætt yfir bakka sína og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Veðurspár gera ekki ráð fyrir að vatnsveðrinu sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Enn lengra er í að flóðahættan líði hjá.
23.03.2021 - 05:57
Mestu flóð í langan tíma
Yfirvöld í Sydney í Ástralíu eru að undirbúa flutning á þúsundum manna frá úthverfum í vesturhluta borgarinnar vegna flóðahættu. Óttast er einhver mestu flóð á þeim slóðum í sex áratugi.
22.03.2021 - 08:34
Ekkert lát á úrhelli og flóðum á austurströnd Ástralíu
Ekkert lát er á vatnsveðrinu á austurströnd Ástralíu og þúsundir Sydneybúa þurftu að yfirgefa heimili sín í úthverfum Sydneyborgar og nágrenni þegar líða tók á aðfaranótt sunnudags þar eystra, vegna flóðahættu. Voru það einkum íbúar í lágt liggjandi hverfum í norðvesturborginni og aðliggjandi bæjum sem þurftu að taka föggur sínar og forða sér eftir að yfirvöld vöruðu við hættu á „lífshættulegum skyndiflóðum" víða í Nýju Suður-Wales og fyrirskipuðu rýmingu.
21.03.2021 - 02:21
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Flóð · Ástralía
Feikileg úrkoma og hættuleg flóð í Ástralíu
Almannavarnir í Ástralíu vara við lífshættulegum skyndiflóðum í austanverðu landinu vegna feikilegrar úrkomu sem þar er og verður áfram. Tugum hefur verið bjargað úr flóðum nú þegar og fjölda fólks í láglendisbyggðum Nýja Suður-Wales verið fyrirskipað að rýma heimili sín og forða sér í öruggt skjól. Lögregla í Nýju Suður-Wales segir hundruð manna þegar hafa leitað skjóls í neyðarskýlum norður af Sydneyborg.
20.03.2021 - 06:19
Ástralía lokuð fram í miðjan júní hið minnsta
Ástralía verður lokuð erlendu ferðafólki til 17. júní hið minnsta, til að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Þetta upplýsti heilbrigðisráðherrann Greg Hunt á þriðjudag. Áströlsk stjórnvöld framlengja þannig allsherjarsóttkví landsmanna um hálfan fjórða mánuð, en þau lokuðu landinu fyrir erlendum ferðalöngum í mars í fyrra.
04.03.2021 - 03:50
Fótur meints svikahrapps finnst í fjöru
Lögreglan í Ástralíu greindi frá því í gær að fótur Melissu Caddick, sem hvarf fyrir fjórum mánuðum, hafi fundist. Caddick er grunuð um stórfelld svik gagnvart viðskiptavinum sínum, en hún hvarf daginn eftir að lögregla gerði húsleit á heimili hennar í nóvember í fyrra.
26.02.2021 - 06:42
Facebook og Ástralíustjórn ná samkomulagi
Stjórnendur Facebook tilkynntu í morgun að banni við dreifingu fréttaefnis ástralskra fjölmiðla verði aflétt, þar sem stjórnvöld í Ástralíu hefðu fallist á ákveðnar breytingar á boðaðri löggjöf um gjaldtöku vegna birtinga fréttaefnis á Facebook. Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, og stjórnendur Facebook greindu frá því í morgun að málamiðlun hefði náðst um helstu ásteytingarsteinana í löggjöfinni.
23.02.2021 - 06:57
Örskýring
Af hverju má ekki dreifa fréttum á Facebook í Ástralíu?
Í vikunni bárust fréttir frá Ástralíu um að þar hefði Facebook bannað alfarið dreifingu á fréttum ástralskra fjölmiðla. Á sama tíma var skrúfað fyrir dreifingu á fréttum frá áströlskum fjölmiðlum á Facebook annars staðar í heiminum og þar er Ísland ekki undanskilið. Þið getið prófað sjálf.
19.02.2021 - 14:00
Facebook stöðvar deilingu ástralskra frétta
Framkvæmdastjóri Facebook í Eyjaálfu greindi frá því í gær að komið verði í veg fyrir að hægt verði að birta og deila fréttum ástralskra fjölmiðla á samskiptamiðlinum í Ástralíu. Er þetta svar Facebook við boðaðri löggjöf, sem kveður á um að Facebook, Google og sambærilegir miðlar þurfi að greiða áströlskum fjölmiðlum höfundarlaun fyrir birtingu á efni þeirra. Tekið var fyrir deilingu fréttaefnis á Facebook í Ástralíu strax í morgun, en svo virðist sem aðgerðin hafi stöðvað fleira en fréttir.
18.02.2021 - 03:40
Hafa náð tökum á eldunum við Perth
Slökkviliðsmönnum í Vestur-Ástralíu hefur tekist að hemja útbreiðslu gróðureldanna sem geisað hafa í útjaðri og næsta nágrenni ríkishöfuðborgarinnar Perth að undanförnu. Darren Klemm, yfirslökkviliðsstjóri Vestur-Ástralíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi í morgun.
06.02.2021 - 05:31
Yfir 70 heimili eyðilögð í gróðureldum við Perth
Yfir 70 heimili í útjaðri áströlsku borgarinnar Perth hafa síðustu daga orðið gróðureldum að bráð. Hundruð slökkviliðsmanna leggja dag við nótt í baráttunni við eldana en verður lítt ágengt, þar sem hlýir og hvassir vindar blása stöðugt í glæðurnar og torvelda slökkvistörfin til muna. Mikinn og þykkan reyk leggur yfir borgina og víðtækar lokanir, strangar ferðatakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir vegna COVID-19 gera ástandið enn erfiðara viðfangs en ella.
03.02.2021 - 02:21
Miklir eldar í nágrenni Perth
Að minnsta kosti þrjátíu hús hafa brunnið í gróðureldum nærri borginni Perth í Vestur-Ástralíu. Margir hafa orðið að flýja heimili sín. Ekki er vitað um upptök eldanna, sem kviknuðu í gær, en um 7.500 hektarar lands hafa brunnið.
02.02.2021 - 08:31
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Þúsundir mótmæltu í Ástralíu í morgun
Þúsundir Ástrala virtu að vettugi sóttvarnarreglur í morgun og komu saman til að mótmæla degi Ástralíu, frídegi sem ber upp á daginn þegar Bretar stofnuðu þar fanganýlendu fyrir rúmum tvö hundruð árum.
26.01.2021 - 08:21
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Suðurafríska afbrigðið greindist á Nýja Sjálandi
Fyrsta samfélagssmit sem greinst hefur á Nýja Sjálandi í meira en tvo mánuði er afbrigði sem kennt er við Suður-Afríku. Chris Hipkins, heilbrigðisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.
25.01.2021 - 08:31
Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.
Útgönguhömlum aflétt í Brisbane
Útgönguhömlum sem settar voru á í skyndi í borginni Brisbane í Ástralíu á föstudag hefur nú verið aflétt. AFP-fréttastofan greinir frá því að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með hið nýja bráðsmitandi, svokallað breska afbrigði kórónuveirunnar á föstudag.
Nakinn sakborningur fannst uppi í tré í krókódílafeni
Tveir félagar á krabbaveiðum í útjaðri borgarinnar Darwin, nyrst í Ástralíu gengu fram á kviknakinn mann uppi í tré í fyrradag. Maðurinn hafði að eigin sögn verið í fjóra daga í á fenjasvæðinu sem er krökkt af krókódílum, var mjög þyrstur og hafði borðað snigla til þess að halda sér á lífi. Hann var drullugur upp fyrir haus og bitinn af skordýrum í bak og fyrir.
07.01.2021 - 16:27
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28