Færslur: Ásmundur Sveinsson

Viðtal
Fann gleði í smíðum, steypu og mistökum
„Það er bara frábært og þvílíkur léttir,“ segir myndlistarkonan Elín Hansdóttir þegar útsendari Ríkisútvarpsins sagðist ekki alveg hafa skilið sýninguna hennar í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þar vinnur Elín með rýmið sjálft sem hún smækkar niður í skúlptúr og ljósmyndum en bætir líka við dularfullum göngum sem eins og svífa inni í salnum, en þó ekki.
Ráðist inn í Ásmundarsafn með gleði að vopni
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - pakkar inn, lýsir upp og laumar sér jafnvel inn í skúlptúra Ásmundar Sveinssonar í lúmskri innrás, sem var opnuð í Ásmundarsafni á dögunum.
Gagnrýni
Að ögra listasögunni
„Þó list Guðmundar hafi hugsanlega eitthvað sameiginlegt við Ásmund, eða tilvitnun í, þá aðallega vinnu Ásmundar að koma módernismanum til Íslands, þá eru þessir listamenn andstæður, algjörar.“ Á sýningunni Innrás í Ásmundarsafni er verkum Guðmundar Thoroddsen stillt upp með verkum Ásmunds og úr verður áhugavert samtal. Myndlistarrýnir Víðsjár leit við.
Sveitapilturinn sem færði listina til fólksins
„Ásmundur Sveinsson var meira upptekinn af því en flestir aðrir listamenn að færa listina til fólksins,“ segir Kristín Guðnadóttir listfræðingur. „Ásmundur var til dæmis einn sá fyrsti sem tók á móti skólahópum til að kynna þeim myndlist á Íslandi. Þrátt fyrir að hann hafi menntað sig í myndlist í París og víðar var hann alltaf sami sveitapilturinn frá Kolsstöðum. Þetta kunnu landsmenn að meta.“