Færslur: Áslaug Rún Magnúsdóttir

Maðurinn reynir að búa til mynstur úr óreiðu
Áslaug Rún Magnúsdóttir tónsmiður fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég hef mjög gaman af því að búa til augnablik sem verða trufluð um leið og þau eru að komast á flug. Eyðilögð af einhverju öðru; af hljóði, hljóðfæri, hreyfingu eða þögn, og þannig hristir maður aðeins upp í söguþræðinum,“ segir hún. Pétur Eggertsson ræddi við Áslaugu í Tengivagninum á Rás 1.