Færslur: Ashraf Ghani

Forseti Afganistan sakaður um að hafa stolið milljörðum
Sendiráð Afganistan í Tajikistan hefur leitað til alþjóðalögreglunnar Interpol og farið fram á að Ashraf Ghani, sem var forseti landsins, og tveir háttsettir embættismenn verði handteknir fyrir þjófnað.
19.08.2021 - 09:06
Asraf Ghani dvelur í Abu Dhabi af mannúðarástæðum
Asraf Ghani, forseti Afghanistan, heldur til í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsetinn flúði land skömmu áður en Talibanar hertóku Kabúl höfuðborg Afganistan á sunnudaginn var.
Forseti og varaforseti Afganistan farnir úr landi
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur flúið land. BBC greinir frá þessu og segir jafnframt að Amrullah Saleh varaforseti sé sömuleiðis farinn úr landi. Þrýst hefur verið á Ghani að segja af sér í kjölfar hraðrar framgöngu Talíbana í landinu. Nú bendir allt til þess að Talíbanar nái höfuðborginni Kabúl á sitt vald á næstu dögum.
15.08.2021 - 14:22