Færslur: Ásgrímur Jónsson

Gjörningur með framliðnum meistara
„Við köllum þetta „miðill-miðill“, þessa aðferð að nýta okkur þjónustu miðils í gegnum Facetime og hann hefur síðan samband við framliðinn einstakling,“ segja meðlimir Gjörningaklúbbsins, þær Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. Gjörningaklúbburinn hefur nú opnað sýningu með Ásgrími Jónssyni frumkvöðli í íslenskri málaralist en hann dó árið 1958. Sýningin heitir Vatn og blóð og er vídeóinnsetning í Listasafni Íslands.