Færslur: Ásgeir H. Ingólfsson

Gagnrýni
Velkomin til Íslands
Kvikmyndirnar Hvunndagshetjur og Wolka, sem báðar voru sýndar á kvikmyndahátíðinni RIFF, eiga það sameiginlegt að fjalla um konur af erlendum uppruna á Íslandi. Ásgeir H. Ingólfsson, gagnrýnandi, segir óskandi að fá fleiri slíkar sögur í íslenskum kvikmyndum.
13.10.2021 - 14:05
Pistill
Ástin og prófgráðurnar
Ásgeir H. Ingólfsson rýnir í þrjár kvikmyndir, sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, og eiga það sameiginlegt að fjalla um misgeng ástarsambönd.
13.09.2021 - 11:33
Gagnrýni
Lambið í barnaherberginu
„Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um myndina Dýrið.
05.09.2021 - 15:45
Gagnrýni
Þegar allt fer úrskeiðis
„Þeir eru allir nett óhugnanlegir, eða eiga að vera það,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson, gagnrýnandi, í umfjöllun sinni um íslensku kvikmyndina Skuggahverfið. Svo virðist þó sem ekki takist að skapa alvöru ógn í myndinni.
Gagnrýni
Hljóðlát ævintýri í Þögluvík
Upplegg A Quiet Place-myndanna snýst um skortinn á því sem við teljum sjálfsagt, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi. Seinni myndin rími sterkar við samtímann.
Gagnrýni
Tilraunaeldhús og leikbrúðan Bogi Ágústsson
Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram þessa dagana í Bíó Paradís. Stuttmyndahluti hátíðarinnar heitir Sprettfiskur þar sem tvöfalt fleiri myndir eru á dagskrá miðað við fyrra ár. Það er bæði kostur og galli, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Að setja heiminn á bið
Ný íslensk heimildarmynd, Apausalypse eða Tídægra, eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason fjallar um það þegar heimurinn var settur á pásu í heimsfaraldrinum. „Hér hefði líklega mátt kafa dýpra eftir sögum, sögum úr hversdeginum, sögum úr kófinu. Eða finna meiri og dýpri heimspeki, hvort sem er,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Hústökumenn uppavæðingarinnar
„Þetta er saga sem maður sér í mismunandi myndum um allan heim,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi um kvikmyndina The Last Black Man in San Francisco. Myndin fjallar um svartan mann sem leitar að dvalarstað í borg sem virðist hafa gleymt honum.
Gagnrýni
Sálin og hrunið, sveitin og geðveikrahælið
Alma, ný kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, er örlagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild. „Hér er einhver samruni ljóða og kvikmynda með nýjum meðulum sem maður hefur varla séð áður í íslensku bíói,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Júdas skákar frelsaranum
Júdas og svarti Messías er ágæt spennumynd og aldarspegill um einn af helstu uppreisnarforingjum Svörtu pardusanna, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi. Sá ljóður sé þó á myndinni að hún dvelur ekki nóg hjá baráttumönnunum sjálfum.
Gagnrýni
Krúnudjásn á merkilegum ferli Anthony Hopkins
Faðirinn, með Anthony Hopkins í aðalhlutverki, fjallar um aldraðan mann með heilabilun. Hopkins hefur í minni flestra áhorfenda alltaf verið faðirinn, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi, „og einmitt þess vegna verður enn átakanlegra þegar hinn sterki faðir er skyndilega ekki svo sterkur lengur.“