Færslur: Asbest

Segir af og frá að borgin hafi ekki vitað af asbesti
Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi ekki verið kunnugt um að asbest væri í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
20.04.2021 - 09:52
Borginni ókunnugt um asbest í Gufunesi
Borgaryfirvöldum var ekki kunnugt um að asbest væri í byggingu á svæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem Vinnueftirlitið stöðvaði framkvæmdir við í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu og að brugðist hafi verið við reglum samkvæmt.
19.04.2021 - 13:40
Bærinn Asbestos í Kanada fær nýtt nafn um áramótin
Bærinn Asbestos í Quebec-fylki í Kanada fær bráðum nýtt nafn, sem íbúar vona að laði fólk til bæjarins frekar en fæla það frá.
20.10.2020 - 05:19
Asbest: Sjúkdómar geta verið slys
Enginn reglugerð er til um hvaða atvinnusjúkdómar teljast bótaskyldir og það getur reynst afar erfitt að sækja bætur vegna þeirra. Um 90 Íslendingar hafa fengið banvænt krabbamein af völdum asbestsryks, þar af um 45 á síðustu 13 árum en afar fá dæmi eru um að þeir hafi fengið tjón sitt bætt eða viðurkennt sem atvinnusjúkdóm. 
21.02.2018 - 17:28
Fréttaskýring
Asbest: Heilu árgangarnir fengu ekki fræðslu
Það getur kostað hundruð þúsunda að fjarlægja eina asbestplötu í samræmi við lög og reglur og tafið verk um viku eða tvær. Sumir segja að það sé fjárhagslegur hvati til þess að sleppa öllu umstanginu, ganga bara í verkið. Það er óljóst hversu vel íslenskir iðnaðarmenn þekkja asbest en stór hluti þeirra sem nú eru starfandi fékk enga fræðslu um það í skóla. Iðnmeistari sem missti föður sinn úr asbestkrabba segir viðhorf iðnaðarmanna til efnisins stundum skaðleg, þeir geri lítið úr hættunni.
20.02.2018 - 18:53
Fréttaskýring
Asbest: Metinnflutningur kostar nú tugi lífið
Að minnsta kosti níutíu Íslendingar hafa greinst með banvænt fleiðurþekjukrabbamein. Þar af 45 á árunum 2005 til 2017. Sökudólgurinn er asbest, byggingarefni sem var flutt inn í stórum stíl frá miðbiki síðustu aldar. Árið 1983 var það bannað að mestu hér á landi og árið 2005 tók gildi allsherjarbann við notkun þess á EES-svæðinu en við erum ekki laus við afleiðingarnar. Innflutningur á asbesti var ótrúlega mikill hér miðað við höfðatölu og tíðni fleiðurþekjukrabba virðist enn vera að aukast.
19.02.2018 - 17:02