Færslur: Aron Can

Tónaflóð
Aron Can flaug upp til ímyndaðra áhorfenda
„Ég ætla að láta eins og ég sé að syngja fyrir framan fullt af fólki,“ segir Aron Can á Tónaflóði í Hörpu. Tónlistarmaðurinn tók nokkur af sínum vinsælustu lögum, þar á meðal Flýg upp.
22.08.2021 - 11:00
Þekkjum við stráginn?
Andi, líf, hjarta, sál er nafnið á nýrri plötu Aron Can og er innihaldið í nákvæmu samræmi við þennan stóreflistitil. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
23.07.2021 - 11:03
Innlent · Menningarefni · Tónlist · Aron Can · Andi · líf · hjarta · sál
Tónaflóð
Magni og Guðrún Árný knúsuðust á Akureyri
Leiðin okkar allra, lag Hjálma, var lokalag síðasta Tónaflóðs sem fram fór á Akureyri um helgina. Allir forsöngvarar kvöldsins, Guðrún Árný, Aron Can, Sverrir Bergmann og Magni fluttu lagið og salurinn tók undir. Vasaljós lýstu úr hverjum síma sem fólk sveiflaði á meðan á flutningi stóð.
22.07.2021 - 15:13
Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál
Aron Can er enginn nýgræðingur í bransanum. Hann var 16 ára þegar hann gaf út fyrstu plötuna sína, Þekkir stráginn, og lagið Enginn mórall sló heldur betur í gegn. Síðan komu plöturnar Í nótt 2017 og Trúpíter 2018 en fyrir hana var hann tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir rappplötu ársins og rapplag ársins. Nú sendir hann frá sér sína fjórðu plötu á fimm árum Andi, líf, hjarta, sál, sem inniheldur smellinn Flýg upp.
19.07.2021 - 15:30
Viðtal
GDRN, Birnir og Magnús í nýju myndbandi Arons Can
Tónlistarmaðurinn Aron Can ákvað að nýta sér síðasta ár, í samkomutakmörkunum og rólegheitunum sem þeim fylgdu, í að einbeita sér að tónlist. Hann uppsker ríkulega þessa dagana eftir mikla vinnu því fyrsta plata hans í tvö ár er nú tilbúin. Lagið Flýg upp er komið í spilun og myndbandið var frumsýnt í dag.
30.04.2021 - 12:42
Vantar meiri sósu
Sælla að gefa, jóladagatal RÚVnúll 2018, er í fullum gangi en í dag, 3.desember, fékk Karen Aron Can með sér í Kolaportið að kaupa gjöf fyrir rapparafrænda sinn.
03.12.2018 - 15:12
Stökk ekki á fyrsta tilboðið
Í upphafi árs gaf tónlistarkonan Bríet út sitt fyrsta lag In Too Deep. Örfáum dögum eftir útgáfu lagsins höfðu útgáfuaðilar erlendis frá samband við Bríeti og vildu fá hana til að skrifa undir hjá sér. Bríet gaf svo seinna út EP plötu sem ber heitið 22.03.99 sem er fæðingardagur Bríetar. Nú á dögunum kom út nýtt lag þar sem Bríet fékk með sér Aron Can með sér í lið og úr varð lagið Feimin(n).
05.09.2018 - 14:21
RÚV núll
„Þetta er það sem ég dýrka að gera“
Í öðrum þætti af Rabbabara fylgir Atli Már Steinarsson rapp-prinsinum Aroni Can eftir, ræðir við hann um frægðina, upptökuferlið og siðapostula á samfélagsmiðlum.
10.07.2018 - 14:49
Ný plata og bílpróf
Ekki nóg með það að Aron Can hafi verið að gefa út sína þriðju plötu í dag þá er hann líka nýkominn með bílpróf, þrátt fyrir að hafa drepið tvisvar á bílnum. Þriðja platan hans Trúpíter kom út á miðnætti í nótt og hefur strax fengið mikil viðbrögð.
25.05.2018 - 09:42
Fer líklega aldrei úr Grafarvoginum
„Ég hef alltaf verið í Grafarvoginum, fer líklega aldrei þaðan. Er bara í kjallaranum hjá mömmu,“ segir ofurpoppungstirnið Aron Can sem var gestur hjá Atla Má og Sölku Sól í Rabbabara. Þar ræddi hann meðal annars ævintýralega hraða ferð sína upp á stjörnuhimininn og Smiths-tímabil sem hann gekk í gegnum sem (yngri) unglingur.
28.01.2018 - 13:19
Gagnrýni
Aron fer upp á við en angistin læsir klónum
Platan Ínótt er önnur plata Aron Can á tveimur árum og tikkar í flestöll þau box sem hin „erfiða“ plata númer tvö á að gera. Utan að tónlistarlega er hún einkar farsæl. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
05.05.2017 - 09:33
Aron Can - Ínótt
Plata vikunnar á Rás 2 er Ínótt - Aron Can. ÍNÓTT er fyrsta plata í fullri lengd eftir listamanninn Aron Can. Platan inniheldur 13 lög og er gefin út af Sticky Plötuútgáfu. Þykir hún sjálfstætt framhald frumraunar hans, Þekkir Stráginn, og ber þess mörg merki þó tónlistin hafi þroskast gífurlega mikið á því ári sem liðið er.
02.05.2017 - 10:41
Aron Can með Fulla vasa
Rapparinn Aron Can var að senda frá sér glænýtt lag og meðfylgjandi myndband: Fullir Vasar. Myndbandinu er leikstýrt af Elí sem einnig gerði myndbandið við slagarann Enginn Mórall.
13.03.2017 - 12:20
Emmsjé Gauti og Aron Can – Silfurskotta
Emmsjé Gauti og Aron Can flytja lagið Silfurskotta í Stúdíó A, þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í viku hverri.
21.02.2017 - 14:55
Einlæg og tilfinningahlaðin – frábær plata
Aron Can átti eina sterkustu hipp-hopp plötu ársins í fyrra, plata sem er einlæg og tilfinningahlaðin og sker sig að mörgu leyti frá öðru því sem er í gangi í senunni blómlegu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem er plata vikunnar á Rás 2.
Aron Can - Þekkir stráginn
Plata vikunnar á Rás 2 er „Þekkir stráginn“ með Aroni Can. Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna þegar hann gaf út sína fyrstu plötu, Þekkir Stráginn, í maí 2016 - þá 16 ára gamall. Platan hlaut mikið lof gagnrýnenda og var ein mest spilaða plata ársins 2016 á Spotify.
14.01.2017 - 11:30
Glimrandi Tónaflóð á Menningarnótt
Í Rokklandi vikunnar er boðið upp á brot af því besta sem var spilað og sungið á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt.