Færslur: Árný og Daði

Kynntust í söngleik á Selfossi
„Þetta var í Grease Horror þar sem hann lék Frank Einar Stein og ég var Marta,“ rifjar Árný Fjóla Ásmundsdóttir Gagnamagnsmeðlimur og mannfræðingur upp um kynni hennar og Daða Freys tónlistarmanns. Þau voru í Fjölbraut á Suðurlandi þegar ástir tókust með þeim og nú búa þau í Berlín með dóttur sinni.
09.09.2020 - 09:17
Kveðjustund í Kambódíu
Eins og kunnugt er hafa Árný og Daði varið síðustu mánuðum í Kampot í Kambódíu. Nú er komið að því að þau leggi land undir fót því til stendur að koma við á nokkrum stöðum áður en heim er haldið.
04.05.2018 - 12:42
Vefþáttur
Síðustu tónarnir í Kambódíu
Daði Freyr hefur leyft okkur að fylgjast með tónlistarsköpun sinni með reglulegu millibili á þeim tíma sem þau Árný hafa varið í Kambódíu. Í þætti dagsins fáum við að sjá og heyra lag sem hann bjó til úr hljóðum sem áhorfendur sendu honum.
24.04.2018 - 13:25
Vefþáttur
Þriðju áramótum ársins fagnað
Það er komið að þriðju áramótum Daða og Árnýjar í Kambódíu. Í Kambódíu fagna menn nýju ári að hætti vesturlandabúa, Kínverja og að lokum þeirra eigin kambódísku áramóta.
17.04.2018 - 12:05
Myndskeið
Venst pöddunum rosalega hratt
Árný og Daði hafa fengið dágóðan tíma til að fylgjast með dýralífinu í sveitinni þar sem þau búa í Kambódíu.
10.04.2018 - 11:45
Árný og Daði keppa í páskaeggjagerð
Daði og Árný finna engin páskaegg í Kambódíu, þau bregða því á það ráð að búa þau til sjálf. Til verksins þarf fullt af súkkulaði, nammi, skraut og hraðar hendur því súkkulaðið bráðnar jafnóðum í hitanum.
03.04.2018 - 12:12
Afmælisævintýri Árnýjar
Daði og Árný skelltu sér í borgina Sihanoukville til að halda upp á afmæli Árnýjar. Ferðalagið þangað gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig en eins og hjá sönnum Íslendingum þá reddaðist að sjálfsögðu allt á endanum.
27.03.2018 - 12:05
Árný og Daði heimsækja barnaþorp
Það eru misjafnar aðstæður sem fólk elst upp við eins og Árný og Daði fengu að sjá þegar þau heimsóttu barnaþorp á dögunum. Krakkarnir voru hressir og kátir en sátu gjörsamlega dolfallin þegar Daði fékk þau til að taka þátt í að búa til tónlist með sér.
20.03.2018 - 11:54
Árný kynnist kambódískum leigubílstjóra
Árný og Daði fara yfir umferðarmál í Kampot sem eru vægast sagt frábrugðin því sem við eigum að venjast hér á landi. Árný tekur viðtal við Pharith Yin, en hann er sjálfstætt starfandi leigubílstjóri og á stóra fjölskyldu.
Laumuðust til landsins fyrir Söngvakeppnina
Það er ekki beinlínis auðvelt fyrir Daða Frey að fara huldu höfði en eins og alþjóð veit lögðu þau skötuhjú land undir fót og laumuðust til landsins fyrir Söngvakeppnina. Ánægjan leyndi sér ekki þegar þau stigu á svið enda ætlaði allt um koll að keyra þegar leynigestirnir birtust áhorfendum og tóku lagið.
Árný og Daði breiða yfir úrslitalögin
Á morgun fer fram úrslitakvöldið í Söngvakeppninni 2018. Í tilefni þess ákváðu Árný og Daði að fara yfir tónlistarmenningu Kambódíu og bera hana saman við Eurovision stemninguna á Íslandi.
Árný og Daði skoða fiðrildabúgarð
Árný og Daði fara á fiðrildabúgarð sem er í Kep. Þangað er um klukkutíma keyrsla frá heimili þeirra í Kambódíu.
23.02.2018 - 11:17
Daði býr til lag úr innsendum hljóðum
Í síðustu viku óskaði Daði eftir því að fólk sendi inn hljóð og hann myndi búa til lag úr þeim. Það streymdu inn myndbönd með hljóðum frá fylgjendum Árnýjar og Daða og úr varð tónlistarþáttur dagsins.
Árný og Daði skoða friðaða fugla
Í þætti dagsins er ferðinni heitið til Anlung Pring sem er sveitasamfélag og verndarsvæði fyrir fugla. Verndarsvæðið er rúmir 200 hektarar að stærð, víðáttumikil og vot slétta. Þar hafast við yfir 90 tegundir af fuglum en merkastur þeirra er Sarus crane sem er hæsti fugl heims.
„Kann að meta ryksugur eftir að vera hérna“
Nú hafa Árný og Daði verið einn og hálfan mánuð í Kambódíu. Á þeim tíma hafa þau komið sér upp rútínu og í þessum þætti fylgjumst við með daglegu lífi þeirra.
13.02.2018 - 11:10
Árný og Daði smakka drykk úr fuglaslefi
Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu. Í þessum þætti smakka þau vægast sagt furðulega drykki.
Árný og Daði villast í frumskógi
Árný og Daði leggja í leiðangur til að finna leynivatnið eða the Secret Lake, sem heitir Tomnop Tek Krolar á khmer (kambódísku). Vatnið er manngert, gert af þrælum á tímum Pol Pot og rauðu khmerana.
Árný kynnir kambódíska matargerð
Árný og Daði fóru á matreiðslunámskeið til að læra khmer matargerð og helstu einkennisrétti Kambódíu.
Daði býr til lag úr umhverfishljóðum
Árný og Daði fara í leiðangur upp í Bokor fjall. Þar taka þau upp ýmis hljóð þar á meðal frá kambódískum hljóðfærunum Skor trommu og Kong Toch klukkuspil sem Árný fékk að meðhöndla.
Vegabréfsáritun í Víetnam
Nú hafa Árný og Daði verið í Kambódíu í mánuð og þá þarf að endurnýja vegabréfsáritun. Þau leggja því af stað til Víetnam og kanna aðstæður í leiðinni.
Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu
Í þessum þætti hætta þau Árný og Daði sér út í að smakka vel valið „sælgæti“ úr sjoppunni, þar má nefna harðfisk, bragðefna-hlaup og kjúklingalappir.
Kósíheit á Kanínueyju
Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.
Hver gerir flottasta sandkastalann?
Árný og Daði fara til Kep til að fara í bátsferð á nálægar eyjar. Það var uppbókað í bátinn svo þau ákveða að halda sandkastalakeppni á ströndinni í Kep.
Ekki einu Íslendingarnir í Kampot
Í þessum 6.þætti seríunnar um Árnýju og Daða í Kambódíu fræðir Árný okkur um Kampot og lífið og menninguna þar. Árný og Daði komust að því að þau væru ekki einu Íslendingarnir á staðnum þegar þau kynntust Helen Maríu Kjartansdóttur sem hefur búið í Kambódíu í tvö ár.
Árný og Daði fara í könnunarleiðangur
Ævintýri Árnýjar og Daða halda áfram en hér í fimmta þætti fara þau í könnunarleiðangur á nýja mótorhjólinu sínu. Þau uppgötvuðu náttúruperlur í nágrenninu en á heimleiðinni sprakk á hjólinu þeirra. Daginn eftir þegar hjólið var komið í gagnið aftur fóru þau á markaðinn og fundu hráefni í grillveislu.
09.01.2018 - 11:12