Færslur: Árneshreppur

Vegurinn í Árneshrepp mokaður tvisvar í viku í vetur
Ákveðið hefur verið að auka snjómokstursþjónustu við Strandaveg í Árneshreppi í vetur. Mokað verður tvisvar í viku frá 5. janúar til 20. mars. Oddviti Árneshrepps segir tíðindin stórkostleg.
13.11.2021 - 16:09
Myndskeið
Minnst 50 dauðir grindhvalir í fjöru í Árneshreppi
Íbúar á Melum í Árneshreppi á Ströndum urðu í morgun varir við að minnsta kosti fimmtíu grindhvali að drepast í fjöru skammt frá bænum. Björn G. Torfason á Melum segir að sér hafi verið brugðið í morgun.
02.10.2021 - 12:39
Kjúklingur skóganna kominn í Árneshrepp
Áhugi landsmanna á sveppum og sveppatínslu virðist fara vaxandi og sveppategundum í náttúru Íslands fjölgar. Sveppafræðingur fylgist vel með myndum sem meðlimir í sveppahópnum Funga Íslands birta, stundum finnur fólk nefnilega sveppi sem aldrei hafa sést á Íslandi áður. Appelsínuguli sveppurinn Brennisteinsbarði, er einn þeirra, en glöggur vegfarandi fann hann í byrjun ágústmánaðar og gerði sér mat úr. 
08.08.2021 - 16:31
Framlag til að tryggja farsímasamband í Árneshreppi
Árneshreppur á Ströndum hefur fengið 500 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að tryggja áframhaldandi farsímasamband á stórum hluta vega í hreppnum.
Lokun Vesturverks ekki óvænt í ljósi COVID
Forstjóri Landsnets segir það ekki koma á óvart að Vesturverk hafi lokað skrifstofu sinni á Ísafirði og frestað framkvæmdum við Hvalárvirkjun, þar sem raforkunotkun hefur minnkað töluvert í faraldrinum. Sveitarstjóri Árneshrepps segir miður hversu margir hrósi happi yfir seinaganginum við virkjunina.
08.05.2020 - 17:59
Frestun Hvalárvirkjunar mikil vonbrigði, en skiljanleg
Oddviti Árneshrepps segir frestun framkvæmda við Hvalárvirkjun mikil vonbrigði. Vesturverk lokaði skrifstofu sinni á Ísafirði og sagði upp tveimur starfsmönnum þar, sem þýðir að framkvæmdum við virkjunina verður frestað um óákveðinn tíma. Landvernd fagnar frestuninni og formaðurinn segir nú tækifæri til að skoða friðlýsingu á svæðinu enn frekar.
08.05.2020 - 12:10
Endurheimta rafmagn eftir 34 klukkustunda rafmagnsleysi
Rafmagn komst á í Árneshreppi á ný nú á ellefta tímanum í kvöld, en rafmagnslaust hafði verið norðan við Djúpavík frá því um klukkan eitt eftir hádegi í gær eða í 34 klukkustundir.
16.01.2020 - 23:22
Víðtækt rafmagnsleysi í Árneshreppi
Rafmagn fór af í Árneshreppi eftir hádegi í dag og óvíst hvenær hægt verður að ráðast í bilanaleit. Það verður gert við fyrsta tækifæri samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.
15.01.2020 - 21:36
30 landeigendur mótmæla virkjunum
Hópur þrjátíu landeigenda af átta jörðum í Árneshreppi, bæði sunnan og norðan við fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem röskun Drangajökulsvíðerna með þremur vatnsaflvirkjunum er andmælt.
12.07.2019 - 13:15
Verslun í Árneshreppi opnaði í dag
Ný verslun opnaði í Árneshreppi í dag. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem opnaði hana. Síðasta haust hættu fyrri eigendur rekstri verslunarinnar.
24.06.2019 - 18:42
Styrkja verslun í Norðurfirði um 7,2 milljónir
Byggðastofnun ætlar að styrkja verslunarverkefni á sex strjálbýlum svæðum. Alls eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021.
28.02.2019 - 06:58
Hraðsmalað í Árneshreppi vegna Útsvars
Bændur og búalið í Árneshreppi höfðu hröð handtök í Kjósarrétt í dag við að draga fé í dilka. Allt kapp er lagt á að ljúka réttum fyrir kvöldið því keppnislið Árneshrepps keppir í fyrsta sinn í Útsvari í kvöld.
Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín
Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur sem geta ekki hugsað sér að bregða búi. Þetta eru nokkur dæmi um vandamál sem plaga þær sveitir landsins sem standa höllum fæti. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarmálastofu Matvælastofnunar er meðalaldur kúabænda á landsvísu 53 ár en sauðfjárbænda 56 ár.