Færslur: Arnar Þór Jónsson

Ekki brugðist við kröfu um að afturkalla markaðsleyfi
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru samtakanna Frelsi og ábyrgð þar sem þess var krafist að Lyfjastofnun afturkallði markaðsleyfi bóluefnis Pfizer fyrir börn í aldurshópnum 5-11 ára.
Varaþingmaður sendi „ósmekklegt“ bréf um bólusetningar
Arnar Þór Jónssson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, sendi bréf á dögunum, fyrir hönd Samtakanna frelsi og ábyrgðar, um bólusetningar barna til fjölda einstaklinga og stofnana. Bréfið má túlka sem einskonar viðvörun um að þau verði kölluð til ábyrgðar vegna bólusetninganna. Formaður skólastjórafélagsins segir þeim þykja bréfið „ósmekklegt“ og ekki hafi hvarflað að honum að undirrita mótttöku þess, líkt og krafist er í bréfinu.
Segjast munu bregðast við mismunun gegn óbólusettum
Samtökin Frelsi og ábyrgð kynnu að láta reyna á það fyrir dómstólum mismuni stjórnvöld óbólusettum með lagasetningu. Samtökin kveðast sömuleiðis fylgjast með fyrirtækjum og stofnunum sem skikki starfsfólk sitt til bólusetningar.
Ferðalög starfsmanna teljist vinnutími
Sá tími sem fer í ferðalög starfsmanna utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaða í vinnuferðalögum skal teljast sem vinnutími. Ekki er nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna fer fram meðan á ferðunum stendur.
Arnar Þór ætlar að þiggja fimmta sætið
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sóttist eftir 2.-3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti. Arnar Þór hyggst þiggja sætið en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum.