Færslur: Arizona

Derek Chauvin fluttur í annað fangelsi
Derek Chauvin, bandaríski lögreglumaðurinn sem sakfelldur var fyrir að hafa myrt George Floyd við handtöku árið 2020, hefur verið fluttur í fangelsi með minni öryggisgæslu.
Önnur aftakan í Arizona eftir átta ára hlé
Frank Atwood, 66 ára karlmaður sem sakfelldur var árið 1987 fyrir morð á átta ára gamalli stúlku þremur árum fyrr, var tekinn af lífi í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Lögmenn hans gerðu hvað þeir gátu til að afstýra aftökunni allt fram á síðustu stundu, en höfðu ekki árangur sem erfiði. Atwood er annar maðurinn sem líflátinn er í Arizona frá því að yfirvöld þar hófu aftökur að nýju í maí síðastliðnum, eftir átta ára hlé.
Stuðningsmenn Trumps á útifundi í Arizona
Þúsundir stuðningsmanna Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta hafa safnast saman skammt frá borginni Phoenix í Arizona. Trump lýsti því yfir á föstudaginn að fjöldi mála yrði tekinn fyrir á þessum fyrsta útifundi hans síðan í október.
Lögregla skaut mann sem ók niður hóp hjólreiðamanna
Lögregla í Arizona skaut og særði mann sem ók pallbíl sínum á hóp hjólreiðamanna í borginni Show Low í gær. Fjórir slösuðust mjög alvarlega, tveir eitthvað minna en samkvæmt upplýsingum lögreglu gátu nokkrir úr hópnum leitað sjálfir á slysadeild.
Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.
18.06.2021 - 00:43
Raddir haustins þagna: Dularfullur fugladauði vestra
Söngfuglar hafa fundist dauðir í stórum stíl í Nýju Mexíkó undanfarna daga.
17.09.2020 - 03:27