Færslur: Arion banki

39 sagt upp hjá stóru viðskiptabönkunum þremur
Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, sögðu upp 39 starfsmönnum í liðnum mánuði.
Láti ekki undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta
Netárásir hafa verið gerðar á fjögur íslensk fjármálafyrirtæki og fleiri og stærri árásir kunna að vera í bígerð. Öryggissérfræðingur segir að fyrirtæki eigi alls ekki að láta undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta heldur efla varnirnar.
12.09.2021 - 19:21
Skorað á stóru bankana að minnka vaxtamun
VR skorar á stóru bankana þrjá, Lands­banka, Ari­on banka og Ís­lands­banka, að lækka útlánsvexti sína og draga þannig úr vaxtamun. Álagning bankanna sé einfaldlega allt of mikil.
10.09.2021 - 15:10
37 milljarða hagnaður á fyrri helmingi ársins
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 37 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Er það viðsnúningur frá fyrri helmingi síðasta árs þegar hálfs milljarðs tap var af rekstrinum.
28.07.2021 - 18:08
Vilja ekki bankaþjónustu í gegnum „einhvern sjálfsala“
Í fyrsta skipti í 130 ár er nú engin bankaþjónusta á Blönduósi, en í gær var síðasti opnunardagur útibús Arion banka á staðnum. Sveitarstjórinn segir að margir hyggist hætta viðskiptum við bankann, Blönduósbær þar á meðal.
06.05.2021 - 17:55
Rúmlega 24 milljarða viðsnúningur í rekstri bankanna
Hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins voru rúmir 17 milljarðar króna. Þetta er ljóst eftir að Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í morgun, þar sem greint var frá 7,6 milljarða króna hagnaði.
06.05.2021 - 14:33
Sex milljarða króna hagnaður Arion banka
Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins en það er mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn rúmum tveimur milljörðum.
05.05.2021 - 17:57
Tekist á um launahækkanir og kaupauka á aðalfundi
Aðalfundur Arion banka verður haldinn í dag. Þar verður meðal annars tekist á um tillögu stjórnar um að hækka laun stjórnarmanna.
Hugnast ekki óhóf innan Arion banka
Stjórnarformaður Gildis, sem er stærsti hluthafi í Arion banka, segir tillögur um launahækkanir til stjórnarmanna og útvíkkað kaupaukakerfi bera merki um óhóf innan bankans. Laun stjórnenda séu nú þegar í hæstu hæðum og ekki á þau bætandi.
Gildi samþykkir ekki háa bónusa og laun bankastjórnenda
Lífeyrissjóðurinn Gildi ætlar að greiða atkvæði gegn þremur veigamiklum tillögum stjórnar Arion banka sem snúa að bónusgreiðslum, launum stjórnenda, þóknunum stjórnarmanna og vali á fólki í tilnefningarnefnd. Gildi segir í bókun að fjárhæðirnar sem bankinn vill greiða starfsfólki séu mun hærri en gengur og gerist.
12.03.2021 - 15:28
Enginn banki á Blönduósi eftir að Arion lokar þar í maí
Arion banki ætlar að loka útibúi sínu á Blönduósi. Með því verða Blönduósbúar að fara á Sauðárkrók til að sækja sér þjónustu bankans.
19.02.2021 - 11:44
Mótmæla lokun Arion banka á Blönduósi
Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á útibúi Arion banka á Blönduósi. Sveitarstjórn ætlar að endurskoða viðskipti sín við bankann.
12.02.2021 - 10:19
Fjögurra milljarða króna hagnaður hjá Arion banka
Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var rétt tæpir fjórir milljarðar króna, en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn tæpum 800 milljónum. Hagnaðurinn nemur rúmum 6,7 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins en var tæpir 3,9 milljarðar í fyrra.
28.10.2020 - 17:27
Breytingar á stærstu í Icelandair Group
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Jákvæður viðsnúningur í afkomu Arion banka
Jákvæður viðsnúningur er í afkomu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020. Afkoma af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna. Þetta er 76 prósenta aukning frá öðrum ársfjórðungi ársins 2019.
29.07.2020 - 17:23
Arion banki skýtur ákvörðun FME til dómstóla
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímalega. Arion banki hyggst höfða mál til ógildingar ákvörðunarinnar.
17.07.2020 - 16:42
Takmarkaður áhugi fyrirtækja á brúarlánum
Fyrirtæki hafa takmarkaðan áhuga á brúarlánum, sem er eitt af efnahagslegum úrræðum sem ríkisstjórnin kynnti í lok mars. Arion banki hefur opnað fyrir umsóknir en Íslandsbanki og Landsbankinn eru enn að vinna að útfærslu lánanna, níu vikum eftir að þau voru kynnt.
Áætla að lagfæringar kosti 4,5 til 5 milljarða
Framkvæmdir við lagfæringar á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ eiga eftir að kosta fjóran og hálfan til fimm milljarða króna, að því er fram kemur í fraummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af endurbótum á verksmiðjunni, sem birt var á vef Skipulagsstofnunar fyrir helgi. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að þær taki um 14 mánuði.
11.05.2020 - 23:40
Arion banki tapaði 2,2 milljörðum
Arion banki tapaði tæpum 2,2 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var afkoman jákvæð um sem nemur rúmum milljarði króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft veruleg áhrif á bankann í mars.
06.05.2020 - 17:44
Stjórn Arion banka hættir við áform um arðgreiðslur
Stjórn Arion banka mun leggja til við hluthafa á framhaldsaðalfundi bankans þann 14. maí næstkomandi að enginn arður verði greiddur út í ár og að hagnaður síðasta árs leggist við eigið fé bankans. Þetta kemur fram í dagskrá aukaaðalfundarins, sem birt var í Kauphöllinni í morgun. Fyrri áform stjórnar bankans gerðu ráð fyrir að 10 milljarðar yrðu greiddir út í arð. Að beiðni hluthafa bankans var tekin ákvörðun um það í mars að fresta þeirri ákvörðun um tvo mánuði. 
17.04.2020 - 10:51
Útlán hafa aukist hjá bönkunum segja stjórnendurnir
Stjórnendur Íslandsbanka og Arion banka segja útlán hafa aukist hjá bönkunum. Hagnaður Arionbanka var 1,1 milljarður en stjórnin ætlar að greiða 10 milljarða í arð. Ástæðan er sú að bankinn vill lækka eigið fé, segir fjármálastjórinn. 
13.02.2020 - 20:15
Arion banka var frjálst að reka forstöðumann
Arion banki var í gær sýknaður af 16 milljóna kröfu fyrrverandi forstöðumanns hjá útibúi bankans á Siglufirði sem var sagt upp fyrirvaralaust störfum. Uppsögnin var talin réttmæt þar sem framkvæmdastjórinn var í rekstri samhliða störfum sínum fyrir bankann.
31.10.2019 - 08:33
Viðtal
Hafa undirbúið sig með milljarðafjárfestingum
Harðari samkeppni, meðal annars frá litlum fjártæknifyrirtækjum var meðal þess sem knúði Arion banka til að segja upp hundrað starfsmönnum í síðustu viku. Bankinn hefur fjárfest í fjártækni og stafrænni fjármálaþjónustu fyrir tvo milljarða, svo sem þjónustu í Arion appinu, á vef og í netbanka, til að búa sig undir nýja tíma og enn harðari samkeppni.
01.10.2019 - 16:13
 · Fjártækni · efnahagsmál · Bankar · Fjármál · Innlent · Arion banki · Hópuppsagnir · PSD2
Hægt að gera trúnaðarmenn innherja tímabundið
Ströng ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti er varða upplýsingar skráðra fyrirtækja á verðbréfamarkaði koma ekki í veg fyrir að farið sé að lögum um hópuppsagnir og greina þar með trúnaðarmönnum frá áformunum. Fyrirtækin þurfa aðeins að skrá viðkomandi sem tímabundna innherja. Stéttarfélag bankamanna og Arion banka greinir á um hvort farið hafi verið að lögunum við hópuppsagnirnar í vikunni.