Færslur: Arion banki

14 milljarða hagnaður viðskiptabankanna
Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, nam rúmlega fjórtán milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi.
05.05.2022 - 18:24
Arion banki hagnaðist um nærri 6 milljarða
Arion banki hagnaðist um rúmlega 5,8 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en til samanburðar hagnaðist bankinn um rúmlega 6 milljarða króna á sama ársfjórðungi í fyrra.
04.05.2022 - 20:05
Tæpir 50 milljarðar í arð til hluthafa bankanna
Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, högnuðust samanlagt um rúman 81 milljarð króna í fyrra. Samkvæmt ársuppgjöri Íslandsbanka fyrir árið 2021 nam hagnaður fyrirtækisins 23,7 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 6,8 milljarða árið áður.
10.02.2022 - 17:05
Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra
Hagnaður Arion banka nam rúmum 28,6 milljörðum í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans fyrir fjórða ársfjórðung 2021. Á fjórða ársfjórðungi hagnaðist Arion banki um rúman sex og hálfan milljarð króna. Arðsemi eiginfjár á fjórða ársfjórðungi var 13,4 prósent, en á sama ársfjórðungi árið 2020 var arðsemin 11,8 prósent.
09.02.2022 - 17:59
Telja Arion banka hafa hunsað reglur fyrir Samherja
Svo virðist sem eitt félaga Samherja Holding hafi opnað bankareikning á Íslandi árið 2020, eftir að félagið var rekið úr viðskiptum við norska bankann DNB í kjölfar Namibíumálsins. Stundin greinir frá þessu, og segir að áreiðanleikakönnun vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka hafi ekki verið gerð við umsókn um kennitölu eins og lög gera ráð fyrir.
14.01.2022 - 16:52
7,6 milljarða króna hagnaður Íslandsbanka
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka var 7,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Það er mun betri afkoma en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá nam hagnaðurinn 3,4 milljörðum. Samanlagt högnuðust stóru viðskiptabankarnir þrír um 23,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi.
28.10.2021 - 16:05
Rúmlega átta milljarða króna hagnaður hjá Arion banka
Arion banki hagnaðist um rúmlega 8,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Um var að ræða besta fjórðung hvað hreinar þóknunartekjur varðar frá árinu 2016, samkvæmt tilkynningu bankans til Kauphallar.
27.10.2021 - 16:20
39 sagt upp hjá stóru viðskiptabönkunum þremur
Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, sögðu upp 39 starfsmönnum í liðnum mánuði.
Láti ekki undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta
Netárásir hafa verið gerðar á fjögur íslensk fjármálafyrirtæki og fleiri og stærri árásir kunna að vera í bígerð. Öryggissérfræðingur segir að fyrirtæki eigi alls ekki að láta undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta heldur efla varnirnar.
12.09.2021 - 19:21
Skorað á stóru bankana að minnka vaxtamun
VR skorar á stóru bankana þrjá, Lands­banka, Ari­on banka og Ís­lands­banka, að lækka útlánsvexti sína og draga þannig úr vaxtamun. Álagning bankanna sé einfaldlega allt of mikil.
10.09.2021 - 15:10
37 milljarða hagnaður á fyrri helmingi ársins
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 37 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Er það viðsnúningur frá fyrri helmingi síðasta árs þegar hálfs milljarðs tap var af rekstrinum.
28.07.2021 - 18:08
Vilja ekki bankaþjónustu í gegnum „einhvern sjálfsala“
Í fyrsta skipti í 130 ár er nú engin bankaþjónusta á Blönduósi, en í gær var síðasti opnunardagur útibús Arion banka á staðnum. Sveitarstjórinn segir að margir hyggist hætta viðskiptum við bankann, Blönduósbær þar á meðal.
06.05.2021 - 17:55
Rúmlega 24 milljarða viðsnúningur í rekstri bankanna
Hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins voru rúmir 17 milljarðar króna. Þetta er ljóst eftir að Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í morgun, þar sem greint var frá 7,6 milljarða króna hagnaði.
06.05.2021 - 14:33
Sex milljarða króna hagnaður Arion banka
Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins en það er mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn rúmum tveimur milljörðum.
05.05.2021 - 17:57
Tekist á um launahækkanir og kaupauka á aðalfundi
Aðalfundur Arion banka verður haldinn í dag. Þar verður meðal annars tekist á um tillögu stjórnar um að hækka laun stjórnarmanna.
Hugnast ekki óhóf innan Arion banka
Stjórnarformaður Gildis, sem er stærsti hluthafi í Arion banka, segir tillögur um launahækkanir til stjórnarmanna og útvíkkað kaupaukakerfi bera merki um óhóf innan bankans. Laun stjórnenda séu nú þegar í hæstu hæðum og ekki á þau bætandi.
Gildi samþykkir ekki háa bónusa og laun bankastjórnenda
Lífeyrissjóðurinn Gildi ætlar að greiða atkvæði gegn þremur veigamiklum tillögum stjórnar Arion banka sem snúa að bónusgreiðslum, launum stjórnenda, þóknunum stjórnarmanna og vali á fólki í tilnefningarnefnd. Gildi segir í bókun að fjárhæðirnar sem bankinn vill greiða starfsfólki séu mun hærri en gengur og gerist.
12.03.2021 - 15:28
Enginn banki á Blönduósi eftir að Arion lokar þar í maí
Arion banki ætlar að loka útibúi sínu á Blönduósi. Með því verða Blönduósbúar að fara á Sauðárkrók til að sækja sér þjónustu bankans.
19.02.2021 - 11:44
Mótmæla lokun Arion banka á Blönduósi
Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á útibúi Arion banka á Blönduósi. Sveitarstjórn ætlar að endurskoða viðskipti sín við bankann.
12.02.2021 - 10:19
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.
Fjögurra milljarða króna hagnaður hjá Arion banka
Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var rétt tæpir fjórir milljarðar króna, en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn tæpum 800 milljónum. Hagnaðurinn nemur rúmum 6,7 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins en var tæpir 3,9 milljarðar í fyrra.
28.10.2020 - 17:27
Breytingar á stærstu í Icelandair Group
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Jákvæður viðsnúningur í afkomu Arion banka
Jákvæður viðsnúningur er í afkomu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020. Afkoma af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna. Þetta er 76 prósenta aukning frá öðrum ársfjórðungi ársins 2019.
29.07.2020 - 17:23
Arion banki skýtur ákvörðun FME til dómstóla
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímalega. Arion banki hyggst höfða mál til ógildingar ákvörðunarinnar.
17.07.2020 - 16:42