Færslur: Árekstur

Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Reykjavík
Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir umferðaróhapp í Reykjavík nú skömmu fyrir klukkan sjö. Þá skullu saman tveir fólksbílar nærri gatnamótum Suðurgötu og Hjarðarhaga.
Sluppu án teljandi meiðsla úr hörðum árekstri
Sex manns sluppu án teljandi meiðsla þegar húsbíll og fólksbíll skullu saman á þriðja tímanum í dag. Slysið varð á þjóðvegi eitt á Hrútafjarðarhálsi við gatnamótin að Heggstaðanesi.
Harður árekstur á Siglufjarðarvegi
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.
Fimm á sjúkrahús eftir harða aftanákeyrslu
Fimm voru flutt á sjúkrahús um tvöleytið í dag eftir harða aftanákeyrslu á Vesturlandsvegi við Esjuberg. Fólkið hafði allt minniháttar áverka en réttast þótti þó að flytja það til skoðunar á sjúkrahús.
18.04.2021 - 16:05