Færslur: Árekstur

Harður árekstur á Siglufjarðarvegi
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.
Fimm á sjúkrahús eftir harða aftanákeyrslu
Fimm voru flutt á sjúkrahús um tvöleytið í dag eftir harða aftanákeyrslu á Vesturlandsvegi við Esjuberg. Fólkið hafði allt minniháttar áverka en réttast þótti þó að flytja það til skoðunar á sjúkrahús.
18.04.2021 - 16:05