Færslur: Árborg

Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin. 
Fasteignaverð í Árborg hækkar mest milli ára
Fasteignaverð hefur hækkað nokkuð umfram spár á milli ára og eftirspurn eftir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er þar einn helsti drifkrafturinn. Þó verðið á sérbýli sé hæst á höfuðborgarsvæðinu eru verðhækkanir frá árinu 2020 til 2021 mestar í Árborg.
17.08.2021 - 09:52
Fannst látinn á Selfossi
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á Selfossi fyrr í vikunni. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá líkfundinum á Facebook-síðu sinni.
Ráðuneyti ógilti flutning barna milli skóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um flutning barna úr Sunnulækjarskóla á Selfossi í Stekkjarskóla.
24.07.2021 - 07:16
Myndskeið
Mikil fjölgun íbúa á Selfossi: Byggja 1.300 íbúðir
Um 1.300 íbúðir verða byggðar á Selfossi á næstu þremur árum til að mæta mikilli fjölgun íbúa. Bæjarstjórinn telur að skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu skýri þessa þróun að hluta.
27.04.2021 - 09:46
Skólabörn á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví
Öll börn í fyrsta til sjötta bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eiga að fara í sóttkví frá og með sunnudeginum 25. apríl til og með 27. apríl eftir að nemandi við skólann greindist með COVID-19.
26.04.2021 - 00:10
Myndskeið
Nýr miðbær rís: „Selfoss verður breyttur bær á eftir“
Nýr miðbær á Selfossi verður formlega tekinn í notkun innan skamms. Þar gefur að líta fjölda húsa sem eiga sér fyrirmyndir í löngu horfnum íslenskum byggingum.
16.04.2021 - 19:34
Árborg að rjúfa 10 þúsund íbúa múrinn
Íbúar Árborgar verða orðnir 10 þúsund í næstu viku. Um 300 íbúðir voru í byggingu á Selfossi í upphafi árs en þrátt fyrir það er eftirspurnin umtalsvert meiri en framboðið.
Kynntu undirbúning alþjóðaflugvallar í Árborg
Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Árborg voru fyrsta mál á dagskrá fundar bæjarráðs Árborgar í síðustu viku. Fulltrúar nýstofnaðs Þróunarfélags um alþjóðaflugvöll í Árborg ehf. mættu á fundinn og kynntu undirbúningsvinnu þeirra.
23.09.2019 - 11:25
Leit hefur engan árangur borið
Á annað hundrað manns hafa í dag tekið þátt í leit að Páli Mar Guðjónssyni sem talið er að hafi ekið út í Ölfusá í gærkvöld. Leitin hefur engan árangur borið. Hlé var gert á leitinni upp úr klukkan þrjú í nótt. Þá hafði mannsins verið leitað á bátum, með þyrlu Landhelgisgæslunnar, drónum og hitamyndavélum.
26.02.2019 - 19:36
Kjósa um framtíð miðbæjarins á Selfossi
Íbúar í sveitarfélaginu Árborg greiða atkvæði um nýjan miðbæ á morgun. Flestir sem fréttastofa náði tali af í dag eru sammála um að aðgerða sé þörf á reitnum.
17.08.2018 - 19:03
Hvetur Árborgarbúa til þátttöku á laugardag
Greidd verða atkvæði á laugardaginn um hvort breytingar sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss taki gildi.
16.08.2018 - 14:22
Tæp 20 prósenta fjölgun íbúa í Reykjanesbæ
Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 19,3 prósent á fjögurra ára tímabili frá árinu 2015 til 2018. Það er mesta fjölgun íbúa meðal tólf stærstu sveitarfélaganna hér á landi. Næst mesta íbúafjölgunin var í Mosfellsbæ, 13,5 prósent. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögunum, Betur má ef duga skal.
09.05.2018 - 20:22
Halldór leiðir lista VG í Árborg
Halldór Pétur Þorsteinsson leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Anna Jóna Gunnarsdóttir skipar annað sæti og Sigurður Torfi Sigurðsson það þriðja. Framboðslistinn var samþykktur á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg í kvöld.
Tómas leiðir lista Miðflokksins í Árborg
Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, leiðir lista Miðflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Mikill viðbúnaður vegna vopnaðra manna
Sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðaði á níunda tímanum í kvöld lögregluna á Suðurlandi við að handtaka þrjá menn í gömlu sumarhúsi í Árborg. Vitað var að mennirnir hefðu fyrr í dag verið á ferð vopnaðir haglabyssu, en þó er ekki talið að þeir hafi ógnað neinum með henni. Þeir eru taldir hafa verið í mikilli óreglu að undanförnu og eru grunaðir um að tengjast óupplýstum sakamálum, meðal annars innbroti þar sem skotvopnum var stolið.
29.10.2017 - 20:53
Fréttaskýring
„Öruggt húsnæði er grunnurinn að heilbrigði“
Fjölskylda, sem leitaði að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, brá á það ráð að fjárfesta í parhúsi á Eyrarbakka. Afborganir af fasteignaláninu eru undir 60.000 krónum á mánuði. Íbúum í Árborg og Hveragerði hefur fjölgað um átta prósent síðan árið 2012 og telur bæjarstjóri að fasteignaverð hafi töluverð áhrif á þá þróun.
17.07.2017 - 10:59
Fréttaskýring
Einbýli fyrir sama verð og íbúð
Töluverðir fólksflutningar hafa verið í sveitarfélögin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins undanfarin ár og telja viðmælendur fréttastofu að hagstætt fasteignaverð hafi þessi áhrif. Íbúum í Reykjanesbæ hefur til að mynda fjölgað um 13,5 prósent frá árinu 2012 til 2016. Þar er fólksfjölgunin mest á landsvísu, sé miðað við stærri sveitarfélög. Á aðeins einu ári, frá maí í fyrra og þar til í maí á þessu ári, fjölgaði íbúum í Reykjanesbæ um 6,4 prósent. 
11.07.2017 - 10:21
Ný Ölfusárbrú undirbúin
Rannsóknarborunum á Efri-Laugardælaeyju á Ölfusá er lokið. Byggja á nýja brú yfir ána. Nýja brúin verður ofan við Selfoss og með henni liggur Hringvegurinn fram hjá bænum. Gamli vegurinn og brúin standa áfram og þjóna þeim sem á þurfa að halda.