Færslur: Appelsínugul viðvörun

Má búast við víðtækum vegalokunum vegna ofsaveðursins
Búast má við að margir vegir verði á óvissustigi, jafnvel lokaðir, vegna ofsaveðurs á morgun. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast sérstaklega vel með veðri.
13.03.2022 - 20:26
Appelsínugul viðvörun: ofsaveður varasamt vegfarendum
Spáð er suðaustan stormi um mest allt land á morgun með talsverðri úrkomu eða slyddu. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út um allt land. Veðrið gæti orðið varasamt vegfarendum.
13.03.2022 - 13:02
„Nokkur hundruð prósenta aukningu í útköllum“
Gular og appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og ofankomu setja mark sitt á þennan síðasta dag febrúarmánaðar. Mikil lausamjöll veldur því að lítinn vind þarf til að skafrenningur valdi ökumönnum vandræðum. Björgunarsveitir hafa haft nóg að gera síðustu vikur.
28.02.2022 - 14:11
Suðaustanstormur og slæmt ferðaveður
Suðaustanstormur gengur yfir landið í dag og honum fylgir talsverð úrkoma, ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðaranir og víða verður slæmt ferðaveður.
Appelsínugul viðvörun tekur gildi norðvestantil
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan átta á Vestfjörðum vegna norðaustan storms. Stormurinn gengur svo yfir norðanvert landið þegar líður á daginn, en verður að mestu gengið niður á miðnætti.
23.02.2022 - 07:29
Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð
Vegir eru víða lokaðir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gærkvöld. Enn eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi um mest allt landið og verða fram eftir degi.
22.02.2022 - 08:08
Lægð í foráttuvexti nálgast landið óðfluga
Mánudagurinn heilsar með kyrrlátu veðri en fyrri part dags spáir suðaustan kalda, stinningskalda eða allhvössum vindi og 8 til 15 metrum á sekúndu með skúrum eða éljum. Bjart verður fyrir norðan. Heldur syrtir í álinn síðdegis þegar snýst í suðaustan storm. Lægð í foráttu vexti nálgast nú landið úr suðvestri og gular og appelsínugular veðurviðvaranir gilda um land allt frá því síðdegis í dag, í alla nótt og fram eftir degi á morgun.
Appelsínugul veðurviðvörun fyrir landið allt
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs, sem tekur gildi klukkan sjö annað kvöld. Teitur Arason veðurfræðingur, segir það mögulegt að viðvörunin verði hækkuð upp í rautt fyrir Suðurland.
20.02.2022 - 15:22
Veðurviðvaranir í dag og enn verri spá á mánudag
Austanstormur gengur yfir landið sunnan- og vestanvert í dag með gulum og appelsínugulum viðvörunum. Önnur og stærri lægð er væntanleg á mánudag.
19.02.2022 - 13:02
Veðurviðvörun orðin appelsínugul
Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun fyrir Suðurland, í gær var hún gul en er nú orðin appelsínugul.
Getur farið úr blíðu í ofsaveður á skammri stund
Veðurstofan er búin að hækka viðvörunarstig sitt fyrir óveðrið sem gengur yfir landið aðfaranótt mánudags og eitthvað fram eftir degi. Gul viðvörun á landinu öllu hefur nú verið hækkuð upp í appelsínugula viðvörun alls staðar. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að djúp lægð komi hratt upp að landinu og blíða geti vikið fyrir ofsaveðri á örfáum klukkustundum.
05.02.2022 - 13:02
Samgöngur raskast vegna óveðursins
Töluverðar raskanir hafa orðið á samgöngum í morgun vegna krapprar lægðar sem gengur nú yfir landið. Öllu morgunflugi var aflýst frá Keflavíkurflugvelli og mest allt innanlandsflug hefur verið fellt niður. Strætó aflýsti ferðum um landsbyggðina vegna hvassviðris og slæmrar færðar. Ferðum með Herjólfi til Vestmannaeyja hefur einnig verið aflýst.
25.01.2022 - 09:25
Á annað hundrað útköll — mörg vegna bíla á sumardekkjum
Björgunarsveitir fóru í á annað hundrað verkefni í óveðrinu sem geisaði norðan- og vestanlands í gær. Mörg þeirra voru vegna fólks sem hafði fest bíla sína á sumardekkjum, þrátt fyrir að varað hefði verið við slæmu ferðaveðri. 
Óvissustigi lýst yfir vegna óveðurs
Vegna slæmrar veðurspár á morgun þriðjudaginn 28. september lýsir Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.
27.09.2021 - 17:46
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Foreldrar meta hvort börn þurfi fylgd úr skóla
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur beint því til foreldra og annarra forráðamanna barna að vera tilbúnir að sækja þau í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
21.09.2021 - 13:39
Sjónvarpsfrétt
Vonskuveður setur fótboltamót í uppnám
Appelsíngul viðvörun hefur verið í gildi í dag víða um land og verður að öllum líkindum fram eftir morgni. Á Norðurlandi vestra er veðrið einna verst og fer versnandi.
25.06.2021 - 21:14
Myndskeið
Búa sig undir óveður við erfiðar aðstæður á Seyðisfirði
Spáð er vonskuveðri á austurhelmingi landsins í kvöld og á morgun. Á Seyðisfirði var unnið að því í dag að ganga frá og festa niður þakplötur og aðra lausamuni áður en stormurinn skellur á. Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt.
Veðurviðvaranir um allt land
Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið í dag nema á Suðausturlandi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi til hádegis á morgun. Norðan stormi, norðan hvassviðri eða norðan hríðarveðri er spáð alls staðar á landinu í dag og á morgun og allt að 12 stiga frosti. Víða er takmarkað skyggni og slæm færð.
Myndskeið
Veður farið að versna við Breiðafjörð
Veður er farið að versna á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem gengur á með dimmum éljum í miklu hvassviðri. Fréttamaður RÚV tók meðfylgjandi myndskeið um klukkan 13.
26.11.2020 - 13:28
„Í dag er boðið upp á stormél“
Hálka er víða á fjallvegum landsins og viðbúið er að kóf og lélegt skyggni verði á Hellisheiði og Holtavörðuheiði í dag. Flughálka er á köflum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en enn sem komið er eru verkefnin innan við tíu talsins frá því í gærkvöldi.
26.11.2020 - 12:43
Auðskilið mál
Vont veður á mestöllu landinu í kvöld og á morgun
Veðrið fer að versna um mestallt landið í dag og í kvöld. Veðrið verður vont fram á miðnætti annað kvöld.
25.11.2020 - 12:02
Vindur hvass og hviðóttur fram eftir kvöldi
Á Siglufirði hefur úrkoman síðasta sólarhringinn mælst 117 mm og á Flateyri hefur hún mælst 91,7 mm. Veðurstofan gaf nú undir kvöld út gula viðvörun fyrir suðuausturland á morgun. Búast má við allhvassri vestanátt austan Öræfa. Þar getur vindur farið yfir 25 m/s í hviðum og er slíkt varasamt fyrir  ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Myndskeið
Eins og rigningarveggur
„Þetta er eins og rigningarveggur.“ Þetta segir Ísfirðingurinn Ragnar Aron Árnason, sem átti leið um tjaldsvæðið í Tunguskógi fyrr í kvöld. Þar hefur hellirignt í dag og í kvöld, appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum og hætta er á skriðuföllum vegna rigninganna.