Færslur: Appelsínugul viðvörun

Á annað hundrað útköll — mörg vegna bíla á sumardekkjum
Björgunarsveitir fóru í á annað hundrað verkefni í óveðrinu sem geisaði norðan- og vestanlands í gær. Mörg þeirra voru vegna fólks sem hafði fest bíla sína á sumardekkjum, þrátt fyrir að varað hefði verið við slæmu ferðaveðri. 
Óvissustigi lýst yfir vegna óveðurs
Vegna slæmrar veðurspár á morgun þriðjudaginn 28. september lýsir Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.
27.09.2021 - 17:46
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Foreldrar meta hvort börn þurfi fylgd úr skóla
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur beint því til foreldra og annarra forráðamanna barna að vera tilbúnir að sækja þau í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
21.09.2021 - 13:39
Sjónvarpsfrétt
Vonskuveður setur fótboltamót í uppnám
Appelsíngul viðvörun hefur verið í gildi í dag víða um land og verður að öllum líkindum fram eftir morgni. Á Norðurlandi vestra er veðrið einna verst og fer versnandi.
25.06.2021 - 21:14
Myndskeið
Búa sig undir óveður við erfiðar aðstæður á Seyðisfirði
Spáð er vonskuveðri á austurhelmingi landsins í kvöld og á morgun. Á Seyðisfirði var unnið að því í dag að ganga frá og festa niður þakplötur og aðra lausamuni áður en stormurinn skellur á. Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt.
Veðurviðvaranir um allt land
Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið í dag nema á Suðausturlandi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi til hádegis á morgun. Norðan stormi, norðan hvassviðri eða norðan hríðarveðri er spáð alls staðar á landinu í dag og á morgun og allt að 12 stiga frosti. Víða er takmarkað skyggni og slæm færð.
Myndskeið
Veður farið að versna við Breiðafjörð
Veður er farið að versna á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem gengur á með dimmum éljum í miklu hvassviðri. Fréttamaður RÚV tók meðfylgjandi myndskeið um klukkan 13.
26.11.2020 - 13:28
„Í dag er boðið upp á stormél“
Hálka er víða á fjallvegum landsins og viðbúið er að kóf og lélegt skyggni verði á Hellisheiði og Holtavörðuheiði í dag. Flughálka er á köflum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en enn sem komið er eru verkefnin innan við tíu talsins frá því í gærkvöldi.
26.11.2020 - 12:43
Auðskilið mál
Vont veður á mestöllu landinu í kvöld og á morgun
Veðrið fer að versna um mestallt landið í dag og í kvöld. Veðrið verður vont fram á miðnætti annað kvöld.
25.11.2020 - 12:02
Vindur hvass og hviðóttur fram eftir kvöldi
Á Siglufirði hefur úrkoman síðasta sólarhringinn mælst 117 mm og á Flateyri hefur hún mælst 91,7 mm. Veðurstofan gaf nú undir kvöld út gula viðvörun fyrir suðuausturland á morgun. Búast má við allhvassri vestanátt austan Öræfa. Þar getur vindur farið yfir 25 m/s í hviðum og er slíkt varasamt fyrir  ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Myndskeið
Eins og rigningarveggur
„Þetta er eins og rigningarveggur.“ Þetta segir Ísfirðingurinn Ragnar Aron Árnason, sem átti leið um tjaldsvæðið í Tunguskógi fyrr í kvöld. Þar hefur hellirignt í dag og í kvöld, appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum og hætta er á skriðuföllum vegna rigninganna.