Færslur: Antony Blinken

Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Lavrov kveður hættu á heimsstyrjöld yfirvofandi
Utanríkisráðherra Úkraínu segir orð rússnesks kollega hans, um að þriðja heimsstyrjöldin geti verið yfirvofandi, til marks um að Rússum finnist stefna í ósigur. Orð utanríkissráðherra Rússlands féllu eftir að bandarískir ráðherrar hétu Úkraínu og fleiri ríkjum auknum fjárhags- og hernaðarstuðningi.
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
Zelensky fundar með bandarískum ráðherrum
Líklegt þykir að Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti biðli til Bandaríkjanna um afhendingu öflugra árásarvopna. Hann ræddi við Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin í kvöld. Aðstoðarmaður forsetans staðfestir fundinn.
24.04.2022 - 23:55
Zelensky krefst enn fundar með Pútín
Úkraínuforseti kallar enn eftir fundi með Rússlandsforseta. Hann gagnrýnir ennig þá fyrirætlan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að heimsækja Moskvu á þriðjudag áður en hann heldur til Kyiv.
Heimsókn bandarískra ráðherra til Úkraínu óstaðfest enn
Bandarísk yfirvöld hafa ekki staðfest þau orð Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna væri væntanlegur til Kyiv.
Óttast ofsóknir á Bandaríkjamönnum í Moskvu
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað bandaríska ríkisborgara í Rússlandi við því að þeir gætu átt á hættu að vera handteknir.
Segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Kreml með þeim orðum sem hann lét í gærkvöld lét falla á fundi í Varsjá. Embættismenn í Hvíta húsinu þvertóku umsvifalaust fyrir að sú hafi verið ætlun forsetans og áhrifafólk í bandarískum stjórnmálum hefur í dag reynt að lágmarka skaðann eftir fremsta megni.
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Leiðtogar G7 hóta Rússum frekari refsingum
Leiðtogar helstu iðnríkja heims G7 ríkjanna hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum og þvingunum láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna í kvöld.
Zelensky vill funda með Pútín
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, vill gjarnan funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta um stöðu mála í austurhéruðum Úkraínu, þar sem fjöldi vopnahlésbrota hefur verið framinn síðustu daga og við landamærin, þar sem hátt á annað hundrað þúsunda rússneskra hermanna er við æfingar.
Úkraínudeilan
Úkraínuforseti: „Óttinn er versti óvinurinn“
Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu hvetur landsmenn til að halda ró sinni. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að engum ætti að koma á óvart þótt Rússar sviðsettu atburðarás til þess að réttlæta innrás í Úkraínu. Blinken ræddi við rússneskan kollega sinn Sergei Lavrov í gær, laugardag.
Blinken heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna heitir Úkraínumönnum fullum og kröftugum stuðningi láti Rússar verða af innrás í landið. Rússneskar hersveitir eru allt umhverfis landið.
Beinar viðræður Bandaríkjanna og Íran brýnar
Háttsettur bandarískur embættismaður segir að samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra sé að renna út í sandinn. Hann hvetur írönsk stjórnvöld að efna til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn svo hægt verði að komast að samkomulagi.
Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.
Ekkert mannfall en allnokkrar skemmdir á Tonga
Allnokkrar skemmdir hafa orðið í hluta Nuku'alofa höfuðborgar Kyrrahafsríkins Tonga í kjölfar öflugs neðansjávareldgoss. Engin tíðindi hafa þó borist af mannfalli eða slysum. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið afturkölluð.
16.01.2022 - 03:49
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Havana-heilkennið herjar enn á sendifulltrúa
Fjórir bandarískir sendifulltrúar í Genf og París hafa veikst af Havana-heilkenninu svokallaða. Það eru veikindi sem fyrst varð vart 2016 en um 200 tilkynningar um þau hafa borist bandarískum yfirvöldum.
Blinken fordæmir atlögu að fjölmiðlum í Hong Kong
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir atlögu Kínastjórnar að frelsi fjölmiðla í Hong Kong. Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News ákváðu í dag að loka honum eftir að öryggislögregla handtók sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans.
Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn
Rússar virðast vera að skipuleggja innrás í Úkraínu á fjórum vígstöðvum í einu. Allt að 175 þúsund vel vopnum og tækjum búnir rússneskir hermenn í 100 herfylkjum hafa komið sér fyrir við landamæri ríkjanna.