Færslur: Antony Blinken

Blinken hyggst reyna að milda bræði Frakka
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með frönskum kollega sínum Jean-Yves Le Drian á morgun. Ferðin var ákveðin áður en deilur ríkjanna vegna riftunar Ástrala á kaupum kafbáta hófust.
Blinken hvetur Írani til viðræðna um kjarnorkusamning
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áréttaði í gær mikilvægi þess að Íranir sneru aftur að samningaborðinu svo endurvekja megi þátt Bandaríkjanna í kjarnorkusamningi frá árinu 2015.
Blinken heimsækir Afgani í Katar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á leið til Katar þar sem hann ætlar að hitta Afgani sem flúið hafa heimaland sitt og sendiráðsfólk sem áður hafði aðsetur í Kabúl.
Forgangsverkefni að fá Spavor og Kovrig látna lausa
Bandaríkjastjórn fordæmir fangelsisdóm þann sem kínverskur dómstóll felldi yfir kanadíska kaupsýslumanninum Michael Spavor í morgun. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Spavor verði umsvifalaust látinn laus.
Fleiri Afgönum boðið hæli í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn kveðst reiðubúin að fjölga í hópi þeirra Afgana sem fái hæli vestra. Harðir bardagar geisa um þrjár lykilborgir í Afganistan og Bandaríkjamenn óttast að þeim Afgönum sem liðsinntu þeim undanfarna tvo áratugi verði refsað grimmilega
Evrópusambandið beinir spjótum að valdamönnum í Líbanon
Evrópusambandið lýsti því yfir í dag að það væri tilbúið að beita ráðandi stétt í Líbanon refsiaðgerðum vegna stjórnmála- og fjármálakreppunnar í landinu sem stefnir afkomu íbúa þess í vonarvöl. Spjótum yrði beint að þeim sem standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar í landinu.
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Blinken lentur í Tel Aviv
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti í Tel Aviv í morgun. Hann ætlar á fund Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmu Abbas, forseta Palestínu. Að sögn AFP fréttastofunnar er markmið ferðarinnar að reyna að tryggja viðvarandi vopnahlé.
Viðtal
„Mikilvægt að geta sett sig í spor annarra“
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var gestur í Viðtalinu í gær. Þar voru málefni Norðurslóða, áherslur nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum, samskipti við Rússa og óöld fyrir botni Miðjarðarhafs meðal annars til umræðu. Þá var Blinken einnig spurður um uppvöxt sinn í Frakklandi, sem hann vonar að nýtist honum í starfi utanríkisráðherra, og tónlistarferilinn, sem hann hefur lítinn tíma til að sinna í nýju annasömu starfi.
20.05.2021 - 10:09
Myndskeið
Fundi Lavrovs og Blinkens lokið
Fundi Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lauk um klukkan ellefu í kvöld. Hvorugur þeirra svaraði spurningum að fundi loknum. Þeir gengu beint að bílum sem fluttu þá á brott, fyrst Blinken og nokkrum mínútum síðar Lavrov. Rússneskir fjölmiðlar höfðu þó eftir Lavrov, fljótlega eftir fundinn, að honum hefði virst sem viðræðurnar hefðu verið uppbyggilegar.
Myndskeið
Segja mikilvægt að tala saman og vonast eftir árangri
Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, lýstu von um að viðræður þeirra í Reykjavík í kvöld gætu skilað árangri í að ná saman um deilumál ríkjanna. Utanríkisráðherrarnir ávörpuðu hvor annan fyrir framan fjölmiðla við upphaf fundar þeirra í Hörpu í kvöld. Þeir voru sammála um mikilvægi þess að þjóðirnar ræddu saman um þau mál sem þær greinir á um.
19.05.2021 - 21:48
Viðtal
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Bidens og Pútíns
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hlakkar til fundar, sem hann á við Sergei Lavrov síðar í kvöld. Hann sé undirbúningur fyrir mögulegan leiðtogafund Joe Bidens og Vladimir Pútíns. Blinken segist geta mælt með Íslandi sem fundarstað.
Viðtal
Vonast eftir árangursríkum fundi Norðurskautsráðs
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Guðni segist hafa tjáð vonir sínar um árangursríkan fund Norðurskautsráðsins og lýst vonum Íslendinga allra um að hægt yrði að koma á vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttafundur Guðlaugs Þórs og Blinken í Hörpu
Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkis- og þróunarráðherra, og Antony Blinken, bandarískur kollegi hans, halda sameiginlega blaðamannafund í Hörpu klukkan 11:20 í dag. Guðlaugur Þór og Blinken funda saman í Björtuloftum Hörpu áður en blaðamannafundurinn hefst.
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum í dag
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta í dag.
Viðbúnaður er Blinken lendir í kvöld
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í kvöld. Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna komu hans og annarra utanríkisráðherra sem sækja ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni.