Færslur: Antonio Costa

Sagði af sér embætti eftir andlát ófrískrar konu
Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgals, sagði af sér embætti í gær. Afsögn ráðherrans var tilkynnt nokkrum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá andláti ófrískrar konu sem hafði verið vísað frá fæðingardeild vegna manneklu.
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
Portúgal
Sósíalistar tryggðu sér meirihluta í þingkosningum
Sósíalistaflokkur Antonios Costa, forsætisráðherra Portúgals, vann nokkuð óvæntan sigur í þingkosningum í dag. Flokkar sem teljast lengst til hægri á pólítíska litrófinu bættu við sig fylgi.
Forseti Portúgals leysti upp þingið og boðar kosningar
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, tilkynnti í dag að þing landsins skyldi leyst upp og því þarf að boða til kosninga. Tvö ár eru eftir af yfirstandandi kjörtímabili.
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.