Færslur: Anthony Fauci

Omíkron er mildara en þó ekki venjulegt kvef
Nánast hvarvetna hefur kórónuveirusmitum fjölgað mjög eftir tilkomu omíkron-afbrigðisins. Niðurstöður rannsókna sýna að því fylgi minni veikindi en fyrri afbrigðum. Þó hefur víða verið gripið til samkomutakmarkana til að hefta útbreiðsluna.
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
Fauci varar við nöprum Omíkron-vetri
Anthony Fauci, sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar varar við því að framundan geti verið erfiðar vikur og mánuðir vegna útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar um heimsbyggðina.
Telur unnt að komast hjá hörðum samkomutakmörkunum
Ekki er búist við að grípa þurfi til harðra samkomutakmarkana í Bandaríkjunum þrátt fyrir talsverða fjölgun kórónuveirusmita af Delta-afbrigðinu.
Fauci segir Bandaríkin á rangri leið í faraldrinum
Bandaríkin glíma við óþarfa vandamál vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið að sögn Anthony Fauci sóttvarnasérfræðings Bandaríkjastjórnar. Hann segir að fjölgunina megi rekja til bráðsmitandi Delta-afbrigðisins og óbólusettra Bandaríkjamanna.
26.07.2021 - 08:06
Fauci telur unnt að bólusetja 100 milljónir á 100 dögum
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segir það markmið Joe Bidens viðtakandi forseta Bandaríkjanna raunhæft að bólusetja 100 milljónir á fyrstu 100 dögum valdatíðar sinnar.
Daglega eru slegin met í kórónuveirusmitum vestra
Alls greindust 277 þúsund ný kórónuveirusmit í Bandaríkjunum á laugardag. Enn einu sinni er slegið met, en aldrei hafa fleiri greinst með COVID-19 þar í landi á einum degi.
Joe Biden ætlar að láta bólusetja sig opinberlega
Joe Biden, tilvonandi Bandaríkjaforseti, hefur farið þess á leit við Anthony Fauci forstjóra ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna að halda stöðu sinni.
Elton John heiðrar Fauci á alþjóða Alnæmisdeginum
Breski tónlistarmaðurinn Sir Elton John segir afar fáa hafa beitt sér jafn einarðlega í baráttunni gegn alnæmi og Anthony Fauci, sérfræðingur í smitsjúkdómum.
02.12.2020 - 06:19
Fauci segir bóluefnin traust
Anthony Fauci helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna segir óháðar prófanir sýna að tvö ný bóluefni gegn kórónuveirunni séu traust. Hann tilkynnti þetta fyrr í dag.
Fauci segir harða tíma framundan án harðra viðbragða
Anthony Fauci yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna setur harðlega ofan í við ríkisstjórn Donalds Trump vegna viðbragða hennar við útbreiðslu kórónuveirunnar.
Fauci ósáttur við auglýsingu Repúblikana
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er ósáttur við sjónvarpsauglýsingu Repúblikanaflokksins þar sem hann segir orð sín tekin úr samhengi. Hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa séð auglýsinguna, þar sem hann segist aldrei hafa veitt frambjóðanda opinberlega stuðning fyrir kosningar í þau tæpu fimmtíu ár sem hann hefur unnið hjá hinu opinbera. 
Trump býst við bóluefni innan mánaðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bóluefni gegn Covid-19 kunni að verða tilbúið innan mánaðar. „Það gætu verið þrjár til fjórar vikur í að bóluefni verði tilbúið sagði forsetinn í svörum til gesta í sal á ABC sjónvarpsstöðinni.
Bóluefni gegn kórónuveirunni eitt kosningamála vestra
Nú stefnir í að bóluefni gegn kórónuveirunni verði eitt af helstu baráttumálunum í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs 3. nóvember næstkomandi.
Tekist á um notkun andlitsgríma vestra
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað Bandaríkjamönnum að þeim verði ekki fyrirskipað að nota andlitsgrímur til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar.
18.07.2020 - 02:16
Enn fjölgar smituðum vestra
Á hverjum degi greinast nú fimm þúsund ný kórónuveirusmit í Texas. Þar til nýlega var meðaltalið um tvö þúsund á dag.
29.06.2020 - 03:13