Færslur: Angóla

Isabel dos Santos ákærð
Auðkýfingurinn Isabel dos Santos, dóttir Jose Eduardo dos Santos, fyrrverandi forseta Angóla, hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti, skjalafals og óvandaða stjórnsýsluhætti á þeim tíma sem hún stýrði angólska ríkisolíufélaginu Sonangol.
23.01.2020 - 08:00
Varð ríkasta kona Afríku með arðráni og spillingu
Auður Isabel dos Santos, sem er talin ríkasta kona Afríku, er sagður vera byggður á arðráni og spillingu í heimalandi hennar Angóla. Þetta sýna meira en 700 þúsund skjöl sem ICIJ, alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, birtu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um lekann enda hefur dos Santos gert Bretland að heimili sínu og á þar mikið af verðmætum fasteignum.
19.01.2020 - 21:02
Frysta bankareikninga fyrrum ráðherra í Angóla
Bankareikningar Victória de Barros Neto, fyrrum sjávarútvegsráðherra Angóla, og fjölskyldu hennar hafa verið frystir, vegna gruns um aðild hennar að Samherjamálinu. 
10.12.2019 - 22:16
Fleiri eldar í Angóla en Brasilíu
Skógareldar hafa logað á fleiri stöðum í Angóla og Austur-Kongó en í Brasilíu undanfarna tvo til þrjá sólarhringa.
27.08.2019 - 12:03
Kærður fyrir 50 milljarða fjárdrátt
Sonur fyrrverandi forseta Angóla hefur verið kærður fyrir fjársvik í tengslum við millifærslu hálfs milljarðs Bandaríkjadala, um fimmtíu milljarða króna, úr seðlabanka Angóla til banka í Bretlandi. José Filomeno dos Santos, sonur José Eduardo dos Santos, var úrskurðaður í farbann um leið og honum var birt kæran. Hann er mesti áhrifamaðurinn sem hefur verið formlega ásakaður í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir arftaka föður hans á forsetastóli gegn spillingu í landinu.
27.03.2018 - 04:05