Færslur: Andri Snær Magnason

Andri Snær hlýtur ítölsk verðlaun
Andri Snær Magnason hlýtur hin virtu ítölsku verðlaun Tiziano Terzani International Literary Prize, sem eru nú veitt í sautjánda skiptið, fyrir bók sína Um tímann og vatnið.
Gagnrýni
Að setja heiminn á bið
Ný íslensk heimildarmynd, Apausalypse eða Tídægra, eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason fjallar um það þegar heimurinn var settur á pásu í heimsfaraldrinum. „Hér hefði líklega mátt kafa dýpra eftir sögum, sögum úr hversdeginum, sögum úr kófinu. Eða finna meiri og dýpri heimspeki, hvort sem er,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Guðrún og Andri tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs
Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021.
Myndskeið
Bókin fylgist ekki með þér en hún fylgir þér út í lífið
Andri Snær Magnason hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 2020. Höfundurinn er hugsi yfir áhrifum tækninýjunga á bóklestur og samfélag.
Viðtal
Hefði ekki ráðlagt sjálfum sér að verða rithöfundur
Andri Snær Magnason, handhafi viðurkenningar Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins, segir að hæfileikinn til að hafa brennandi áhuga á því málefni sem hann tekst á við hverju sinni hafi teymt hann áfram í skrifunum.
Andri Snær fær viðurkenningu Rithöfundasjóðs RÚV
Menningarviðurkenningar RÚV eru afhentar í dag. Andri Snær Magnason hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs RÚV og tilkynnt var um styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins.
Kvikmynd um geðhvörf með fílum og söngvum
Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF síðar í mánuðinum.
Þriðji póllinn er opnunarmynd RIFF
RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst 24. september með sýningu á heimildarmyndinni Þriðja pólnum eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur.
LoveStar - Andri Snær Magnason
LoveStar eftir Andra Snæ Magnason er hrollvekja og vísindaskáldsaga um stórhugmyndasmiðinn LoveStar og skemmtigarð hans í Öxnadalnum. Bókin, sem kom fyrst út árið 2002, þykir hafa hitt ótrúlega naglann á höfuðið varðandi það sem koma skyldi á sviði tækni og samskipta framtíðarinnar.
18.06.2020 - 08:14
Tíu höfundar tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis
Andri Snær Magnason, Unnur Birna Karlsdóttir og Margrét Tryggvadóttir eru meðal þeirra sem eru tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis. Tilnefningarnar voru kynntar í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi fyrir stuttu.
Gagnrýni
Uppbyggingar og ánægjustundir í Borgarleikhúsi
María Kristjánsdóttir fjallar um bækur á sviði, sýningarnar Um tímann og vatnið og Skjáskot í Borgarleikhúsinu sem byggjast á bókum eftir Andra Snæ Magnason og Berg Ebba Benediktsson. „Þetta eru ólíkir menn þó báðir séu ættaðir úr Norður Þingeyjarsýslu, liggi mikið á hjarta og báðir gefi út bækur á þessu ári. Og ólíkt er hvernig þeir takast á við viðfangsefnið,“ segir María.
Gagnrýni
Hið röklega tengt við tilfinningastrengi
„Hér er um blöndu rannsóknarritgerðar, ævisögulegrar og sjálfsævisögulegrar frásagnar, skýrslu og viðtala að ræða og verður að segjast að höfundi tekst gríðarvel að vefa þessa þræði saman,“ segir bókarýnir Víðsjár um Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason.
Viðtal
Allsherjar breyting á öllu framundan
Nýútkomin bók Andra Snæs Magnasonar rithöfundar fjallar á sérstakan hátt um breytingar sem snerta allt líf á jörðinni. Hann segir að þörf sé á róttækum viðmiðaskiptum svo unnt sé að takast á við loftslagsvandann.
Myndskeið
„Þá deyja ekki nema 90% af kóralrifjunum!“
„Parísarsáttmálinn felur í sér falskar vonir, og fjallar eiginlega um að gera ekki neitt, eða að gera eitthvað seinna,“ segir Andri Snær Magnason í fyrsta þætti Hvað höfum við gert? sem var frumsýndur á RÚV í gær.
Ferðabók sem er heillandi og hræðileg í senn
Hvað getur ferðabók, sem var pöntuð af danska ríkinu um miðja 18. öld, sagt okkur um þá tíma sem við lifum nú? Andri Snær Magnason rithöfundur segir að Ferðabók Eggerts og Bjarna lýsi landi í upplausn en í bókinni megi finna vonarglætur á tímum loftslagsbreytinga.
13.11.2018 - 13:30
Blái hnötturinn í kvöld
Upptaka af uppsetningu Borgarleikhússins á Bláa Hnettinum verður á dagskrá RÚV í kvöld en sýningin er byggð á verðlaunabók Andra Snæs Magnússonar.
Alltaf langað til að takast á við veruleikann
Nýútkomið smásagnasafn Andra Snæs Magnasonar, Sofðu ást mín, er persónulegasta verk hans til þessa. Andri Snær segist fram að þessu hafa skapað þá heima sem birtast í verkum hans, en í þetta skiptið sé hann að skrifa um heiminn sem skapaði hann – og hans kynslóð.
Mun sterkari utan kjörfundar en á kjördag
Munurinn á Guðna Th. Jóhannessyni, næsta forseta Íslands, og Höllu Tómasdóttur var mun minni þegar litið er til atkvæða sem féllu á kjörfundi á laugardag heldur en þeirra sem greidd voru utan kjörfundar síðustu tæpu tvo mánuðina. Guðni hefði þó alltaf sigrað Höllu, hvort sem litið er til allra atkvæða, atkvæða þeirra sem kusu á laugardag eða þeirra sem kusu utan kjörfundar. Þetta kemur fram í tölum sem fréttastofa hefur undir höndum.
5,5 meðmælendur fyrir hvert atkvæði
Fjórir frambjóðendur fengu fleiri undirskriftir á meðmælendalista sína fyrir forsetaframboð en atkvæði í sjálfum kosningunum. Þrír þeirra fengu margfalt fleiri meðmælendur en atkvæði.
Guðni með 38,7 prósent atkvæða
Guðni Th. Jóhannesson er með 38,7 prósent atkvæða (55.174) þegar talin hafa verið rúmlega 146.343 þúsund atkvæði, eða sem nemur 59,7 prósentum þeirra sem eru á kjörskrá. Guðni hefur tíu prósentustiga forskot á Höllu Tómasdóttur sem er með 28,7 prósent (40.768 atkvæði). Andri Snær Magnason er með 14,1 prósent (21.135) og Davíð Oddsson 13,6 prósent (19.775).
Lokatölur úr Reykjavík norður
Yfirkjörstjórn í Reykjavík norður var sú fyrsta á landinu til að ljúka talningu atkvæða í forsetakosningunum 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut 36,0 prósent atkvæða í kjördæminu, (12.055 talsins). Andri Snær Magnason varð annar í kjördæminu með 23,8 prósent (7.964) og Halla Tómasdóttir þriðja með 22,0 prósent (7.363).
Mikill munur eftir kjördæmum
Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðendanna sem á ólíkustu gengi að fagna eftir landshlutum. Hann fékk fjórfalt hærra atkvæðahlutfall í því kjördæmi þar sem hann nýtur mest stuðnings en þar sem hann á erfiðast uppdráttar. Andri Snær fékk 6,2 prósent þeirra atkvæða sem búið er að telja í Norðvesturkjördæmi en 23,9 prósent í Reykjavík norður.
Andri Snær ávarpar stuðningsmenn
Andri Snær Magnason sagðist eftir á að hyggja hafa mátt fara tvær umferðir á þorrablótin út á land, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og velti vöngum yfir hvað skýrði lítið fylgi. „Ég mætti vera kona,“ sagði hann meðal annars. Eins hefðu nokkrar mínútur í sjónvarpi breytt einhverju fyrir frambjóðendur til að kynna sig betur.
26.06.2016 - 00:36
Andri með tæpan fjórðung í Reykjavík norður
Guðni Th. Jóhannesson hlaut um þriðjung atkvæða í fyrstu tölum í Reykjavíkurkjördæmi norður en litlu munar á Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Hún er með 24,7 prósent en hann með 24,0 prósent. Þetta er hæsta atkvæðahlutfall sem Andri Snær hefur hlotið það sem af er kvöldi.
Baráttan um Bessastaði: Andri Snær Magnason
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru kynntir til sögunnar. Viðtal við forsetaframbjóðandann Andra Snæ Magnason.