Færslur: Andrés Ingi Jónsson

Myndskeið
Kalla eftir viðveru Lilju „bankamálaráðherra“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan fjarveru Lilju Alfreðsdóttur í umræðum á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandbanka, síðdegis. Reyndar greindi þau, sem tóku til máls, á um hvort Lilja væri ráðherra bankamála eða ekki.
Segir allt of auðvelt að falsa nafnskírteini
Uppfæra þarf nafnskríteini svo erfiðara sé að falsa þau, segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. RÚV greindi frá því í gær að Lyfjastofnun hafi gefið út leiðbeiningar til apóteka til þess að stemma stigu við skjalafalsi. Borið hefur á því að fólk noti fölsuð nafnskírteini til að leysa út ávana- og fíknilyf. 
11.08.2022 - 17:40
Tillaga um vistmorð send til ríkisstjórnarinnar
Þingsályktunartillaga um að vistmorð verði viðurkennt sem alþjóðaglæpur var vísað til ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Þingmenn voru sammála um að mikilvægt væri að geta dregið fólk til ábyrgðar fyrir meiriháttar umhverfisspjöll.  
Gefin róandi lyf við handtöku fyrir brottvísun úr landi
Upp hafa komið tilfelli þar sem einstaklingum sem vísa á úr landi eru gefin róandi lyf við handtöku.
Segir brottvísunina þá ógeðfelldustu í Íslandssögunni
Hart var tekist á um flóttamannamál í upphafi þingfundar í dag. Þrír þingmenn spurðu þrjá ráðherra um brottvísun tæplega 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi og senda til Grikklands.
Hæstvirtur forsætisráðherra, hvað eru mörg kyn?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur beint fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem spurt er hve mörg kyn mannfólks eru, að mati ráðuneytisins.
Lækkun hámarkshraða í 30 í takt við vilja borgarinnar
Reykjavíkurborg tekur undir meginrök breytingatillögu þingmannanna Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur við umferðalög þess efnis að hraðamörk í þéttbýli verði 30 kílómetrar á klukkustund.
Sjónvarpsfrétt
Dómsmál ráðherra rammpólitísk og vond ákvörðun
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja málaferli íslenska ríkisins til að láta ógilda úrskurð um að menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög, rammpólitísk. Þingmaður Viðreisnar segir málið einungis þjóna persónulegum hagsmunum ráðherra og þá er áfrýjun dómsins, sem ríkið tapaði á föstudag, harðlega gagnrýnd. Þingmaður Samfylkingar segir ábyrgðina liggja hjá ríkisstjórninni í heild og þingmaður Pírata segir málsmeðferð ráðherra ólíðandi og að hún eigi að biðjast afsökunar.
Telur ráðherra hafa verið röngu megin línunnar
Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að efni símtala dómsmálaráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi falið í sér óeðlileg afskipti. Þetta byggir hann á vitnisburði lögreglustjórans á nefndarfundi í morgun.
Ekkert sem bendir til óeðlilegra samskipta
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vissi, þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins, að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði verið í salnum. Þingmaður Pírata segir ekkert benda til þess að samskiptin hafi verið óeðlileg. 
Andrés Ingi vill á lista í Reykjavík
Andrés Ingi Jónsson, sem í dag gekk til liðs við þingflokk Pírata,  hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata, sem haldið verður í næsta mánuði, á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.
Síðdegisútvarpið
„Ekki eðlilegt að fattarinn sé svona langur“
Lækkun kosningaaldurs úr 18 ára í 16 myndi bæta samfélagið. Málefni ungs fólks eiga sjaldan greiða leið inn á Alþingi og Ísland er eitt þeirra landa þar sem enginn þingmaður er undir þrítugu. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur lagt fram frumvarp um lækkun kosningaaldurs úr 18 í 16 ár ásamt nokkrum þingmönnum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar.
05.02.2021 - 15:34
Andrés Ingi liggur undir feldi
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann muni bjóða sig fram til áframhaldandi þingsetu og fyrir hvaða flokk. Hann segir stöðu sína flókna.
04.02.2021 - 17:18
Breyting ætluð á trúfélagalögum í samræmi við áhættumat
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða ákvæði laga um skráð trú- og lífskoðunarfélög með hliðsjón af ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra um skýrslugjöf og upplýsingar um fjárhag og ráðstöfun fjármuna slíkra félaga.
Vill svör frá ráðherrum vegna mögulegra njósna
Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, hefur lagt fyrirspurnir til forsætis-, utanríkis- og samgönguráðherra varðandi athugun á og viðbrögð við mögulegum njósnum Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara.

Mest lesið