Færslur: andóf

Banna kanadískum vélhjólamönnum mótmæli við þinghúsið
Kanadískum vélhjólamönnum í mótmælahug verður bannað að safnast saman við þinghúsið í höfuðborginni Ottawa. Flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir langvinnum mótmælum fyrr á árinu og stjórnvöld óttast að sagan endurtaki sig.
Lokað fyrir samfélagsmiðla á Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka lokuðu í nótt fyrir aðgang landsmanna að samfélagsmiðlum eftir að boðað var til helgarlangs útgöngubanns vegna harðvítugra mótmæla. Forseti landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu á föstudag.
03.04.2022 - 06:50
Hótar að ganga milli bols og höfuðs á öllum andófshópum
Min Aung Hlaing leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar heitir því að hverjum þeim sem gerir tilraun til uppreisnar verði gereytt. Yfir 1.700 hafa fallið í mótmælum gegn stjórninni sem hrifsaði til sín völdin í febrúar á síðasta ári.
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Zelensky biður allan heiminn um að mótmæla innrásinni
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti biðlar til veraldarinnar allrar að sameinast um að mótmæla innrás Rússa á morgun fimmtudag. Þá er réttur mánuður frá því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði hersveitum sínum að ráðast inn í landið.
Kanadastjórn grípur til neyðarúrræða vegna mótmæla
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ákvað í dag að grípa til aðgerða sem aðeins er heimilt að beita í neyð. Með því er ætlunin að binda enda á mótmæli flutningabílstjóra og fleiri gegn skyldubólusetningu og sóttvarnareglum í landinu.
Ambassador-brúin opnuð eftir að mótmæli voru leyst upp
Borgarstjóri Windsor í Kanada segir að opnað verði að nýju fyrir ferðir yfir Ambassador-brúna sem tengir borgina við Detroit í Bandaríkjunum um leið og það telst fullkomlega öruggt.
Mótmælendum vísað brott af Ambassador-brúnni
Lögregla hefur í dag verið í óða önn að koma flutningabílstjórum og öðrum mótmælendum í brott frá Ambassador-brúnni einni helstu flutningsleiðinni milli Kanada og Bandaríkjanna.
Mótmælendur flykktust í átt til Parísar
Þúsundir Frakka flykktust í dag í átt til höfuðborgarinnar Parísar til að mótmæla sóttvarnar- og bólusetningareglum stjórnvalda. Aðgerðirnar eru í anda þeirra sem staðið hafa um hálfs mánaðar skeið í Kanada.
Mótmælendur loka fleiri birgðaleiðum
Mótmælendur í Kanada hafa nú lokað þriðju birgðaleiðinni sem tengir landið við Bandaríkin. Svipuð mótmæli eru hafin í Evrópu en stjórnvöld í Washington hvetja nágranna sína í norðri til að stöðva mótmælin.
Ætla að koma í veg fyrir að mótmælendur loki vegum
Lögregluyfirvöld í Frakklandi segjast munu koma í veg fyrir að svokallaðar Frelsislestir ökumanna loki leiðum að höfuðborginni París. Andstæðingar sóttvarnareglna og -takmarkana ætla að koma saman í borginni á morgun.
Bjóða hárgreiðslu og hreyfingu á hollenskum söfnum
Nýlunda var tekin upp á söfnum og tónleikasölum víðsvegar um Holland í dag þegar almenningi var boðið að þiggja þar klippingu eða stunda líkamsrækt. Yifrvöld skipuðu stöðunum umsvifalaust að láta af athæfi sínu.
Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.
Fjöldi látinna eftir mótmæli í Kasakstan sagður 225
Um það bil 225 féllu í mótmælum í Mið-Asíuríkinu Kasakstan í upphafi ársins. Það er enn hærri tala en áður hefur verið gefin upp. Eignatjón varð mikið og fjöldi fólks særðist, sumt nokkuð alvarlega.
16.01.2022 - 08:18
Búlgörsk eftirlitslög í bága við mannréttindasáttmála
Búlgörsk lög sem heimila leynilegt eftirlit með borgurunum stenst ekki ákvæði sáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hefur um málið allt frá árinu 2012.
Saknæmt að hvetja til minningarathafnar um Tiananmen
Dómstóll í Hong Kong felldi í gær dóm yfir lýðræðissinnaum Chow Hang-tung fyrir að hvetja til að haldin yrði minningarathöfn um mótmælin sem voru brotin á bak aftur á Tiananmen, Torgi hins himneska friðar, í Peking í Kína árið 1989.
04.01.2022 - 06:21
Þingmenn í Hong Kong sóru hollustueiða í morgun
Nýkjörnir fulltrúar héraðsþings Hong Kong sóru í morgun hollustueiða við hátíðlega athöfn. Ný ákvæði kosningalaga leyfa aðeins „föðurlandsvinum“ að gefa kost á sér og því sitja nánast engir stjórnarandstæðingar á þinginu.
03.01.2022 - 06:26
Forsætisráðherra Súdans hættir eftir hávær mótmæli
Abdalla Hamdok hefur sagt af sér forsætisráðherraembætti Afríkuríkisins Súdan. Hamdok hefur setið í embætti um rúmlega mánaðar skeið. Honum var vikið úr embætti í lok október þegar herinn, með yfirhershöfðingjann Abdel Fattah al-Burhan, í broddi fylkingar tók öll völd í landinu. Tæpum mánuði síðar færði herstjórnin Hamdok stjórnartaumana að nýju.
02.01.2022 - 22:45
Tvær úr Pussy Riot skráðar sem útsendarar erlendra afla
Rússnesk stjórnvöld skilgreina nú tvo meðlimi rússnesku rokk- og gjörningasveitarinnar Pussy Riot sem útsendara erlendra afla. Það á einnig við um blaðamenn og fleiri nafntogaða einstaklinga í landinu.
Blinken fordæmir atlögu að fjölmiðlum í Hong Kong
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir atlögu Kínastjórnar að frelsi fjölmiðla í Hong Kong. Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News ákváðu í dag að loka honum eftir að öryggislögregla handtók sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans.
Starfsmenn fréttablaðs handteknir í Hong Kong
Öryggislögregla í Hong Kong handtók sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn fréttaritsins Stand News nú í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var gerð húsleit í aðalstöðvum blaðsins í Kwun Tong hverfinu.
29.12.2021 - 02:44
Listamenn í Hong Kong æfir vegna niðurrifs minnismerkis
Listamenn úr hópi andófsmanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun Hong Kong-háskóla að fjarlægja minnismerki um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
23.12.2021 - 12:45
Hvítrússneskir stjórnleysingjar í langa fangavist
Dómstóll í Hvíta Rússlandi hefur dæmt hóp stjórnleysingja í allt að tveggja áratuga fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir hryðjuverk og ólöglega vopnaeign. Þarlend mannréttindasamtök fullyrða að hátt í þúsund pólítískir fangar og stjórnarndstæðingar sitji í fangelsi.
Herinn í Mjanmar sakaður um fjöldamorð í hefndarskyni
Herinn í Mjanmar myrti óbreytta borgara með skipulögðum hætti í júlí síðastliðnum. Talið er að hið minnsta fjörutíu karlmenn hafi verið pyntaðir og myrtir í fernum atlögum hersins á svæði þar sem andstaða er mikil við herstjórnina í landinu.
20.12.2021 - 03:41
Á annað hundrað særðist í mótmælum í Súdan
Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Khartoum höfuðborg Súdans í dag. Öryggissveitir skutu táragasi að mannfjöldanum sem safnaðist saman í miðborginni og talið er að 123 hafi særst meðan á mótmælunum stóð.