Færslur: Alzheimer samtökin

Fagnar alzheimer-lyfi en varar við of mikilli bjartsýni
Framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna fagnar tilkomu lyfsins Aduhelm en varar þó við of mikilli bjartsýni enda fylgi lyfinu aukaverkanir, það sé dýrt og enn í þróun. Hafa þurfi í huga að það sé ekki ætlað til meðferðar við öðrum heilabilunarsjúkdómum.
Telja oftar brotið á alzheimer sjúklingum
Brot gegn alzheimer sjúklingum eru líklega algengari en þau sem koma upp á yfirborðið og rata til lögreglu eða í fjölmiðla. Þetta segja Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna og Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður. 
Auka skilning fólks á heilabilun
Akureyrarbær ætlar, fyrstur íslenskra sveitarfélaga, að verða styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Heilavinir hljóta fræðslu um sjúkdóminn og læra að bregðast rétt við ef einhver er í neyð.