Færslur: Alþýðufylkingin

Píratar stærstir rúmri viku fyrir kosningar
Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn 8,8 prósent, Samfylkingin mælist með 6,5 prósenta fylgi, hálfu prósentustigi meira en Björt framtíð.
Brjálað að gera hjá litlu framboðunum
Minni framboð sem bjóða fram til Alþingis neyðast til að hafna tilboðum um að kynna stefnumál sín sökum manneklu. Þetta segja formenn fjögurra minnstu framboðanna. Formaður Dögunar vill þó fá að gera meira og formaður Flokks fólksins segir að það sé dásamlega gaman í kosningabaráttu.
Skiptar skoðanir um hælisleitendur
Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu var til umræðu í kosningaþætti þar sem frambjóðendur fimm flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga tókust á í sjónvarpssal í kvöld. Stefna flokkana í Evrópumálum og málefni flóttamanna og hælisleitenda voru efst á baugi. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Guðmundur leiðir í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Magnússon leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara eftir rúmar tvær vikur. Sara Bjargardóttir skipar annað sætið og Ægir Björgvinsson það þriðja.
Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Guðmundur Sighvatsson, byggingarfræðingur, skipar efsta sæti lista Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar. Erna Lína Baldvinsdóttir, nemandi, er í öðru sæti og Sigurjón Sumarliði Guðmundsson, sömuleiðis nemandi, skipar það þriðja.
14.10.2016 - 01:43
Listi Alþýðufylkingar í Reykjavík suður
Alþýðufylkingin hefur birt framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Alþingiskosningar. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, skipar efsta sæti listans. Tamila Gámez Garcell, kennari, skipar annað sætið og Uldarico Jr. Castillo de Luna það þriðja.
07.10.2016 - 12:01
Alþýðufylkingin með RÚV-snappið í dag
Þessa dagana er RÚV-snappið í höndum fólks sem er í framboði í Alþingiskosningunum. Frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, verður með snappið í dag. Þar verður hægt að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur.
06.10.2016 - 09:31
Vésteinn efstur hjá Alþýðufylkingu í Rvík-N
Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, er í efsta sæti lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar.
Leiðir Alþýðufylkinguna í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Magnússon, leikari og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 29. október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþýðufylkingunni.
Efstur hjá Alþýðufylkingunni í NA-kjördæmi
Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum haustið 2016. Þorsteinn en fæddur 1964, bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og sjálfstætt starfandi þýðandi. Kona hans er Soffía Ingvarsdóttir framhaldsskólakennari.
  •