Færslur: Alþjóðleg vernd

Kastljós
Segir brottvísun hafa tafist vegna útrunnina vegabréfa
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að hægt hefði verið að flytja egypska fjölskyldu úr landi í ársbyrjun, fyrir kórónuveirufaraldur. Til þess hefðu foreldrarnir þó þurft að sækja um framlengingu vegabréfa tveggja barnanna en ekki verið viljugir til þess. Þess vegna hefðu yfirvöld þurft að óska eftir nýjum vegabréfum frá egypskum yfirvöldum og það ferli hefði tekið marga mánuði.
15.09.2020 - 20:31
Kærunefnd hafnar frestun á brottvísun Egyptanna
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag frestun á brottvísun sex manna egypskrar fjölskyldu. Enn er því stefnt að því að vísa henni úr landi í fyrramálið. „Staða málsins er sú að kærunefnd útlendingamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa. Nefndin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekki afgreiða tvær beiðnir sem eru á hennar borði um endurupptöku áður en til brottvísunar kemur,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar.
Þingnefnd ræðir mál egypsku fjölskyldunnar
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fær fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og Útlendingastofnunar á sinn fund í dag til að ræða mál egypskrar fjölskyldu sem flytja á úr landi eftir að henni var synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umræðan um málefni fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.
15.09.2020 - 06:55
Viðtal
Segir ráðherra varpa frá sér ábyrgð með ódýrum hætti
„Ég tel það ansi ódýrt af hálfu dómsmálaráðherra að varpa frá sér ábyrgð með þessum hætti,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður sex manna egypskrar sem flytja á úr landi í næstu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að reglum verði ekki breytt fyrir eina fjölskyldu. Magnús segir að ekki þurfi sértæka breytingu fyrir fjölskyldu. Ráðherra geti hins vegar breytt reglugerð þannig að það gagnist mörgum og hafi þegar gert það einu sinni á þessu ári.
10.09.2020 - 20:39
Viðtal
Segir að leggja eigi áherslu á hagsmuni barna
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur Rauða krossins, og teymisstjóri umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að leggja þurfi aukna áherslu á réttindi barna og þeirra hagsmuni. Gæði málsmeðferðar sé mikilvægari en stytting hennar.
16.02.2020 - 14:41
Kennarar skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun
Fimm kennarar í Hlíðaskóla, í teymi sem lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetja stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun um að senda Maní, 17 ára íranskan trans strák, og foreldra hans úr landi í hættulegar aðstæður.
15.02.2020 - 20:56
Upptaka
Þúsundir mótmæla brottvísun fjölskyldu til Pakistans
Þúsundir hafa mótmælt því að foreldrar og barn þeirra verði send til Pakistan eftir helgi. Foreldrarnir óskuðu alþjóðlegrar verndar hérlendis því þeir óttuðustu um líf sitt eftir að hafa gengið í hjónaband gegn vilja fjölskyldu konunnar.
01.02.2020 - 12:13
Nær tvöfalt fleiri sækjast eftir vernd
Tæplega tvisvar sinnum fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. Alls sóttu 626 um alþjóðlega vernd fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við 317 í fyrra.
17.08.2017 - 10:17
Hlutfall albanskra hælisleitenda hvergi hærra
Hvergi á EES-svæðinu er hlutfall albanskra hælisleitenda jafnhátt og hér. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs kom stærstur hluti þeirra sem leitaði verndar í Evrópu frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Þetta sýna tölur frá Evrópsku Hagstofunni, Eurostat. Þessi ríki eru líka helstu upprunalönd hælisleitenda í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Á Íslandi er staðan önnur.
15.09.2016 - 18:33