Færslur: Alþjóðleg vernd

Sjónvarpsfrétt
Ekki neyðarástand þrátt fyrir fjöldahjálparstöð
Ekki er komið upp neyðarástand í málefnum flóttafólks á Íslandi þrátt fyrir að hér hafi verið opnuð fjöldahjálparstöð. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Hins vegar er flóttafólk að koma úr neyðarástandi. Það eru vopnuð átök, ofsóknir og alls kyns erfiðleikar sem það er að flýja. Það er að koma til Íslands sem er friðsælt og burðugt samfélag. Það væri gott og raunverulega þörf á því að það kæmu fleiri sveitarfélög að verkefninu,“ segir Atli.
Viðtal
Beiðni um fjöldahjálparstöð kom í gærkvöldi og í morgun
Viðbúið er að flestir flóttamenn sem munu gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Borgartúni komi frá Úkraínu. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, segir að beiðni hafi komið frá stjórnvöldum í gærkvöldi og í morgun um að opnuð verði fjöldahjálparstöð. Unnt verður að taka á móti fyrsta fólkinu í kvöld.
Opna fjöldahjálparstöð í skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík verður notað sem fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttamenn sem sækja um alþjóðlega vernd hérlendis. Rauði krossinn opnar miðstöðina að beiðni íslenskra stjórnvalda vegna fjölgunar flóttamanna sem hingað koma. Fólkið dvelur í herbergjum í skrifstofuhúsnæðinu en stefnt er að því að þar verði fólkið aðeins í takmarkaðan tíma áður en það kemst í betra húsnæði.
Ábendingar um úkraínsku systurnar skiluðu sér ekki
Úkraínskar systur, sem hafa verið á hrakhólum í þá viku sem þær hafa dvalið hér á landi, voru fyrir mistök settar í herbergi með karlmanni þeim ótengdum. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar stendur að ábendingar um málið hafi ekki skilað sér „með þeim hætti að mistökin uppgötvuðust.“
Taka við viðkvæmum hópum flóttamanna
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka við fleiri flóttamönnum frá Úkraínu vegna stríðsins þar í landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að ákveðið hefði verið að taka á móti viðkvæmum hópum.
22.04.2022 - 17:01
761 Úkraínumaður hefur sótt um alþjóðlega vernd
Alls hefur 761 Úkraínumaður sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.
124 Úkraínumenn sótt um alþjóðlega vernd á einni viku
865 manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári. Langflestir eru með tengsl við Úkraínu eða 509 manns. Þetta kemur fram í elleftu stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra vegna stríðsátaka í Úkraínu.
30.03.2022 - 13:44
Segir úkraínska flóttamenn fá minni rétt en ella
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnarliða á Alþingi í dag fyrir hvernig hátta á móttöku flóttafólks frá Úkraínu hingað til lands. Hún sagði að stjórnvöld hefðu ákveðið að fara leið sem veitir flóttamönnum minni vernd og réttindi heldur en þeim standi til boða að óbreyttum reglum.
08.03.2022 - 14:30
Segja upp samningum við lögfræðinga Rauða krossins
Rauði krossinn hefur sagt upp samningum við 15 lögfræðinga í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd vegna þess að dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að framlengja samning um réttaraðstoð. Fari verkefnið annað telur félagið nánast ómögulegt að tryggja órofna þjónustu við þennan hóp. Hátt í 500 eru nú með opið mál hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðuneytið á eftir að ákveða hvort farið verði í nýtt útboð á þjónustunni.
Máttu vísa georgísku pari og syni þess úr landi
Georgískt par tapaði í gær dómsmáli gegn íslenska ríkinu sem það höfðaði vegna brottvísunar sinnar og sonar síns úr landi. Fólkið kom hingað til lands í tvígang 2017 og 2018 og óskaði eftir alþjóðlegri vernd. Þeim var vísað úr landi í bæði skiptin, í seinna skiptið með ungan son sinn sem fæddist hér á landi.
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.
Spyr hvort Ísland fari leið Dana í málum hælisleitenda
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í dag hvort til greina kæmi að taka þátt í því með Dönum að senda hælisleitendur til ríkis utan Evrópu. Tilefnið er lagasetning danska þingsins sem á að koma í veg fyrir að fólk komi til landsins og sæki um alþjóðlega vernd. Áslaug sagði að ná þyrfti breiðari samstöðu um hvaða leið skuli farin í Evrópu þegar kemur að alþjóðlegri vernd, svo það skilaði betri árangri.
03.06.2021 - 13:51
Myndskeið
Báðu stjórnvöld að senda fólk ekki til Grikklands
Flóttamenn efndu til mótmæla á Austurvelli, fyrir framan Alþingi, í dag til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands. Í fréttum RÚV á föstudag kom fram að Útlendingastofnun hefur vísað níu flóttamönnum til Grikklands það sem af er ári. Til stendur að vísa 25 til viðbótar til Grikklands á næstu mánuðum.
Viðtal
Úr nokkur hundruð milljónum í 4 milljarða
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að fjármagn til Útlendingastofnunar hafi verið aukið verulega til þess að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna. 
Umsækjendum fækkaði en fleiri fengu vernd
Útlendingastofnun bárust fjórðungi færri umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra en árið áður, en þó hafa aldrei fleiri fengið vernd. Forstjóri Útlendingastofnunar segir líklegt að umsóknum fjölgi um leið og samgöngur milli landa verði greiðari.
31% umsækjenda hefur hlotið vernd undanfarin ár
Ísland er næst á eftir Svíþjóð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd á árunum 2015 til 2019, miðað við höfðatölu.
04.11.2020 - 07:24
Kastljós
Segir brottvísun hafa tafist vegna útrunnina vegabréfa
Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að hægt hefði verið að flytja egypska fjölskyldu úr landi í ársbyrjun, fyrir kórónuveirufaraldur. Til þess hefðu foreldrarnir þó þurft að sækja um framlengingu vegabréfa tveggja barnanna en ekki verið viljugir til þess. Þess vegna hefðu yfirvöld þurft að óska eftir nýjum vegabréfum frá egypskum yfirvöldum og það ferli hefði tekið marga mánuði.
15.09.2020 - 20:31
Kærunefnd hafnar frestun á brottvísun Egyptanna
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag frestun á brottvísun sex manna egypskrar fjölskyldu. Enn er því stefnt að því að vísa henni úr landi í fyrramálið. „Staða málsins er sú að kærunefnd útlendingamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa. Nefndin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekki afgreiða tvær beiðnir sem eru á hennar borði um endurupptöku áður en til brottvísunar kemur,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar.
Þingnefnd ræðir mál egypsku fjölskyldunnar
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fær fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og Útlendingastofnunar á sinn fund í dag til að ræða mál egypskrar fjölskyldu sem flytja á úr landi eftir að henni var synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umræðan um málefni fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.
15.09.2020 - 06:55
Viðtal
Segir ráðherra varpa frá sér ábyrgð með ódýrum hætti
„Ég tel það ansi ódýrt af hálfu dómsmálaráðherra að varpa frá sér ábyrgð með þessum hætti,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður sex manna egypskrar sem flytja á úr landi í næstu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að reglum verði ekki breytt fyrir eina fjölskyldu. Magnús segir að ekki þurfi sértæka breytingu fyrir fjölskyldu. Ráðherra geti hins vegar breytt reglugerð þannig að það gagnist mörgum og hafi þegar gert það einu sinni á þessu ári.
10.09.2020 - 20:39
Viðtal
Segir að leggja eigi áherslu á hagsmuni barna
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur Rauða krossins, og teymisstjóri umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að leggja þurfi aukna áherslu á réttindi barna og þeirra hagsmuni. Gæði málsmeðferðar sé mikilvægari en stytting hennar.
16.02.2020 - 14:41
Kennarar skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun
Fimm kennarar í Hlíðaskóla, í teymi sem lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetja stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun um að senda Maní, 17 ára íranskan trans strák, og foreldra hans úr landi í hættulegar aðstæður.
15.02.2020 - 20:56
Upptaka
Þúsundir mótmæla brottvísun fjölskyldu til Pakistans
Þúsundir hafa mótmælt því að foreldrar og barn þeirra verði send til Pakistan eftir helgi. Foreldrarnir óskuðu alþjóðlegrar verndar hérlendis því þeir óttuðustu um líf sitt eftir að hafa gengið í hjónaband gegn vilja fjölskyldu konunnar.
01.02.2020 - 12:13
Nær tvöfalt fleiri sækjast eftir vernd
Tæplega tvisvar sinnum fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. Alls sóttu 626 um alþjóðlega vernd fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við 317 í fyrra.
17.08.2017 - 10:17
Hlutfall albanskra hælisleitenda hvergi hærra
Hvergi á EES-svæðinu er hlutfall albanskra hælisleitenda jafnhátt og hér. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs kom stærstur hluti þeirra sem leitaði verndar í Evrópu frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Þetta sýna tölur frá Evrópsku Hagstofunni, Eurostat. Þessi ríki eru líka helstu upprunalönd hælisleitenda í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Á Íslandi er staðan önnur.
15.09.2016 - 18:33