Færslur: Alþjóðamál

Sakar Evrópuríki um tvöfeldni í málefnum flóttafólks
Skjót viðbrögð, opin landamæri og hlýjar móttökur sem þær milljónir Úkraínumanna sem flúið hafa innrás Rússa og hernað í heimalandi þeirra eru fagnaðarefni, sem afhjúpa um leið tvískinnung Evrópusambandsríkja í málefnum flótta- og förufólks, segir forseti Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Munurinn á þessu og þeirri höfnun og útilokun sem mætir fólki sem þangað flýr undan ofbeldi og átökum í Afríku, Mið-Austurlöndum og annars staðar í heiminum sé sláandi.
Rússar skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Rússneski orkurisinn Gazprom tilkynnti í kvöld að það muni hætta útflutningi á gasi til Póllands og Búlgaríu frá og með morgundeginum. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu stjórnendum pólska ríkisorkufyrirtækisins PGNiG að skrúfað yrði fyrir Yamal-gasleiðsluna frá Rússlandi til Póllands. Búlgarska ríkisorkufyrirtækinu Bulgargaz barst sambærileg tilkynning í kvöld.
Ísland mun styðja umsókn Finna um aðild að NATO
Ísland mun styðja aðildarumsókn Finna, sæki þeir um aðild að Atlantshafsbandalaginu eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að af orðfæri Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta megi ráða „að honum væri það ekki að skapi ef Finnar tækju ákvörðun um að óska eftir aðild að bandalaginu.“
ESB boðar aðgerðir gegn stærsta banka Rússlands
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins boðar fleiri refsiaðgerðir gegn Rússum og rússneskum fyrirtækjum. Nýjustu aðgerðunum verður beint sérstaklega gegn rússneskum bönkum og olíuiðnaðinum, að sögn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Við höldum áfram að beita okkur gegn bankageiranum, sérstaklega Sberbank, sem er með 37 prósenta markaðshlutdeild í rússneska bankageiranum,“ sagði von der Leyen í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag, „og svo er það auðvitað orkugeirinn.“
Enn fjölgar fyrirtækjum sem hætta starfsemi í Rússlandi
Greiðslukortarisarnir Visa og Mastercard tilkynntu á laugardag að þau ætli að hætta allri starfsemi í Rússlandi. Þar með bætast þau í stóran og vaxandi hóp bandarískra og evrópskra fyrirtækja, sem hafa hætt starfsemi og viðskiptum í og við Rússland eða boðað slíka stöðvun vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Bandarískur olíurisi hættir allri starfsemi í Rússlandi
Bandaríski olíurisinn ExxonMobil tilkynnti á þriðjudag að fyrirtækið ætli að draga sig út úr samstarfi nokkurra stórfyrirtækja, meðal annars frá Rússlandi, Indlandi og Japan, um olíuvinnslu á stóru olíuvinnslusvæði í Rússlandi. Ástæðan er innrás Rússa í Úkraínu, segir í tilkynningu fyrirtækisins. Þar kemur fram að ExxonMobil sé byrjað að leggja drög að því að hætta þátttöku í rekstri Shakalin-1 olíuvinnslusvæðisins.
70 prósenta verðbólga á Kúbu
Verðbólga á Kúbu verður um 70 prósent á árinu sem er að líða, sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Alejandro Gil, ráðherra efnahagsmála í Kúbustjórn, greindi frá þessu í gær og sagði þetta með ráðum gert og lið í nýrri peningastefnu stjórnvalda. Kúbustjórn hækkaði almennt verðlag í landinu um 44 prósent í ársbyrjun og sagði það lið í áætlun stjórnvalda sem miðaði að því að hækka laun landsmanna um 450 prósent.
Spegillinn
Ísland geti upprætt ríkisfangsleysi fyrst Evrópulanda
Ísland gæti orðið fyrsta landið í Evrópu til þess að uppræta ríkisfangsleysi með öllu. Þetta er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér dvelja nú 52 manneskjur án ríkisfangs. Talskona stofnunarinnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum segir mikilvægt að tryggja betur réttindi ríkisfangslausra barna á Íslandi. 
Enn er kosið um sjálfstæði Nýju Kaledóníu
Kjósendur á Nýju Kaledóniu, eyjaklasa sem enn lýtur frönskum yfirráðum, greiða um það atkvæði í dag, hvort eyjarnar eigi að verða sjálfstætt ríki eða tilheyra Frakklandi áfram. Er þetta þriðja þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði eyjanna á fjórum árum. Er henni jafnframt ætlað að vera sú síðasta, að minnsta kosti um alllanga hríð, og skapa sátt og frið á eyjunum, þar sem hart hefur verið deilt um þetta mál áratugum saman.
12.12.2021 - 02:40
Bandaríkjastjórn
Vara Kínverja við að beita Taívan hótunum og þrýstingi
Bandaríkjastjórn varar stjórnvöld í Peking við því að beita Taívan frekari þrýstingi og hótunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta fund forseta stórveldanna tveggja, sem beðið er með talsverðri eftirvæntingu.
14.11.2021 - 04:27
Biden og Xi ræðast við á mánudagskvöld
Forsetar Bandaríkjanna og Kína, þeir Joe Biden og Xi Jinping, hafa mælt sér mót á fjarfundi á mánudag. Skrifstofa bandaríska forsetaembættisins í Hvíta húsinu staðfesti þetta í gærkvöld. Verða þetta fyrstu milliliðalausu viðræður leiðtoganna frá því að Biden tók við forsetaembættinu vestra í janúar.
13.11.2021 - 05:49
Fréttaskýring
Liggur styrkur Parísarsamkomulagsins í veikleikum þess?
Parísarsamningurinn er langtímasamningur sem viðurkennir að heimurinn er á byrjunarreit, þetta segir sérfræðingur í loftslagsrétti. Samningurinn hefur verið gagnrýndur fyrir veikar lagalegar skuldbindingar en reynslan sýnir að hjá ríkjum heims er lítil stemmning fyrir strangari kvöðum. Burt séð frá öllu bla, bla, bla-i kann að vera að helsti styrkur samningsins liggi í hversu lítið það bindur hendur aðildarríkja.
Fréttaskýring
Segir grænþvott þróunaraðstoðar ekki vandamál hér
Utanríkisráðherra segir Ísland standa vel þegar kemur að framlögum til loftslagsaðgerða og aðlögunar í þróunarríkjum.  Þróunarsamvinnunefnd OECD, telji Ísland standa sig betur en flest önnur ríki á þessu sviði. Hlutfall loftslagstengdra verkefna af heildarþróunarsamvinnu hefur hækkað en ráðherra segir grænþvott þróunaraðstoðar ekki vandamál hér. Þá sé gagnrýni sjálfstæðra rannsóknastofnana á framlag Íslands hvatning til að gera betur.
Fréttaskýring
Telja fjárstuðning Íslands ekki í takt við ríkidæmið
Síðastliðin fjögur ár hefur Ísland varið samtals 133 milljónum króna til Græna loftslagssjóðsins. Tvær sjálfstæðar rannsóknarstofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsstuðningur Íslands við fátækari ríki sé langt frá því að teljast sanngjarn í ljósi ríkidæmis landsins og ábyrgðar. 
Spegillinn
COP26: Óreiða, togstreita og öll dýrin í skóginum
Loftslagsráðstefnan í Glasgow er formlega farin af stað. Óreiða einkenndi ráðstefnuvettvanginn í morgun en eftir hádegi fóru ráðamenn að viðra stefnumálin. Spegillinn ræddi við Tinnu Hallgrímsdóttur, formann Ungra umhverfissinna um upplifun hennar af fyrsta ráðstefnudeginum og velti því upp hvort hin margslungna COP26 ætti hugsanlega eitthvað skylt við þekkt barnaleikrit.
Vill að stjórnvöld setji atvinnugeirum skýr losunarmörk
Framkvæmdastjóri Landverndar segir ríkisstjórnina ekki hafa gripið til alvöru loftslagsaðgerða sem taki beint á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland sé langt frá því að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.  Þrenn umhverfisverndarsamtök skora á stjórnvöld, í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Glasgow,að setja sér markmið um 70% samdrátt í losun fyrir árið 2030. 
Fréttaskýring
Þarf tífalt meiri samdrátt en COVID olli
Nýjar landsáætlanir þjóða heims í loftslagsmálum duga ekki til, eigi markmið Parísarsamkomulagsins að nást. Sé núverandi markmiðum fylgt má gera ráð fyrir að losun minnki um tæp 8% fyrir árið 2030, en hún þarf að minnka um að minnsta kosti þriðjung og helst helming til að ná 1,5 gráðu markmiðinu. Það kostar tífalt meiri samdrátt en kórónuveirufaraldurinn olli árið 2020.
Óttast að Glasgow-borgar bíði alþjóðleg niðurlæging
Nokkrar efasemdir virðast uppi um að Glasgow, stærsta borg Skotlands, ráði fyllilega við það verkefni að halda 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í lok mánaðarins. Ónógt gistipláss, rottuplága og boðað verkfall lestarstarfsmanna er meðal þess sem kann að setja strik í reikninginn.
Nýja skýrslan frá IPCC skýrasta viðvörunin til þessa
Forseti Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, Alok Sharma, segir nýja stöðuskýrslu sem væntanleg er frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag, alvarlegustu viðvörun sem alþjóðasamfélagið hefur fengið til þessa um þær hættur sem felist í æ hraðari breytingum á loftslaginu . Skýrslan bendi til þess að heimurinn rambi á barmi hörmunga og metin falli um víða veröld. 
Ánægð með uppfærð markmið, en ósátt við slóðana
Hundrað og tíu ríki hafa sent skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna uppfærð landsmarkmið, í aðdraganda 26. Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í desember. Fjögur af hverjum tíu ríkjum sem eiga aðild að samningnum trössuðu það hins vegar. „Betur má ef duga skal,“ segir Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Loftslagsskrifstofunnar.
Umsvif Kínverja í forgrunni á NATO-fundi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræddi við fréttamenn þegar hann mætti á fundinn í morgun. Stoltenberg varð tíðrætt um aukin áhrif Kína á alþjóðavettvangi og hvernig bandalagið þurfi að bregðast við.
14.06.2021 - 08:53
Framtíðarstefna arfleifð formennsku Íslands
Utanríkisráðherra er hæstánægður með nýafstaðinn ráðherrafund Norðurskautsráðsins og trúir því að fundur utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna sé fyrsta skrefið að bættum samskiptum ríkjanna. 
Fréttavaktin
Mikil eftirvænting vegna fundar Lavrovs og Blinkens
Fundur Norðurskautsráðsins í Hörpu á fimmtudag markar lok tveggja ára formennsku Íslendinga í ráðinu en Rússar taka við formennskunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, lagði línurnar fyrir fundinn í gær þegar hann varaði vestræn ríki við að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að funda með Lavrov í Hörpu á morgun en mikil eftirvænting er vegna fundar Lavrovs og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Hörpu í kvöld.
Þurfum fleiri sprautur til að verjast nýjum afbrigðum
Prófessor í ónæmisfræðum segir ekki ólíklegt að sprauta þurfi fólk oftar en tvisvar til að verja það fyrir nýjum veiruafbrigðum. Nýr samningur Evrópusambandsins um kaup á 1,8 milljörðum skammta frá Pfizer hefur það einmitt að markmiði að tryggja Evrópubúum slíka viðbótarskammta næstu þrjú árin. Af þeim fær Ísland 1,4 milljónir skammta. Þeir eiga að koma til landsins á næsta ári og því þarnæsta.
09.05.2021 - 18:18
Lavrov kemur til Reykjavíkur og tekur við af Íslandi
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ætlar að mæta á ráðherrafund Norðurskautsráðsins í eigin persónu í maí. Rússar taka þá við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Frá þessu greindi Maria Zakharóva, upplýsingafulltrúi Lavrov, á vikulegum blaðamannafundi rússneska utanríkisráðuneytisins í dag.
15.04.2021 - 15:58