Færslur: Alþjóðamál

Segir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar vera aðför að ÖSE
Utanríkisráðherra segir það áhyggjuefni að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir forstjórar hjá ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, láti af störfum eftir að nokkur aðildarríki lögðust gegn því að þau fengju að starfa áfram.
13.07.2020 - 18:37
Fóru gegn Ingibjörgu Sólrúnu sem hættir hjá ÖSE
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki áfram forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Hún hefur gegnt starfinu í þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram.
13.07.2020 - 16:00
Ráðuneytið veitir 276 milljónum til þróunarríkja
Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19. Ráðuneytið er þannig að bregðast  við mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna. Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstunni.
06.05.2020 - 15:30
Svöruðu 400 erindum á dag eftir COVID en voru 550 á ári
Utanríkisráðuneytið gerði ráð fyrir því að sendiráð Íslands í Peking myndi gefa út tvöfalt fleiri vegabréfsáritanir hingað til lands í ár miðað við í fyrra áður en kórónuveirufaraldurinn lamaði flugsamgöngur í heiminum. Borgaraþjónusta ráðuneytisins hefur aðstoðað hátt í tólf þúsund Íslendinga erlendis frá því faraldurinn skall á.
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. 
Guðlaugur Þór harðorður í ræðustól mannréttindaráðsins
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hélt ræðu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þar gagnrýndi hann að Venesúela fái að sitja í ráðinu þrátt fyrir mannréttindabrot og sakaði ráðið um hlutdrægni í málefnum Ísraels.
25.02.2020 - 13:35
Guðlaugur Þór hrókerar þremur sendiherrum
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka gildi síðar á komandi sumri. Um er að ræða mannabreytingar í þremur sendiherrastöðum, sem fela ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur flutninga á milli sendiskrifstofa.
05.02.2020 - 15:38
Spegillinn
Vill að meirihlutinn fái að ráða í loftslagsmálum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir óásættanlegt að ríki heims geti ekki komist að niðurstöðu í jafn mikilvægum málum og loftslagsmálum. Hann er fylgjandi því að fyrirkomulagi viðræðna á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna verði breytt þannig að meirihluti ríkja geti tekið ákvarðanir, einstök ríki geti þá ekki staðið í vegi fyrir öðrum.
17.12.2019 - 17:40
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Spegillinn
[672 hornklofar] Sjötta greinin eitt aðalmálið í Madríd
Strangt til tekið gætum við Íslendingar haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem við höfum gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir.
Fréttaskýring
Guterres segir mannkynið standa á krossgötum
Á meðan kóalabirnir flýja skógarelda í Ástralíu af veikum mætti, traffíkin í Reykjavík silast áfram, þéttari en nokkru sinni fyrr, Kínverjar byggja kolaorkuver af miklum móð, afleiðingar öfga í veðurfari ógna milljónum í Austur-Afríku og stórsveitir á borð við Coldplay og Massive attack reyna að finna leiðir til þess að túra um heiminn án þess að ýta undir loftslagshamfarir stendur tuttugasta og fmmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Madríd, höfuðborg Spánar.
Viðtal
Samherjamálið hefur ekki skaðað viðskiptastarfsemi
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi í kjölfar Samherjamálsins. Pétur Þ. Óskarsson, forstjóri Íslandsstofu, segir að erfitt sé að meta hvaða áhrif málið hafi á orðspor íslensku þjóðarinnar að svo stöddu. Engin merki séu uppi um að Samherjamálið hafi haft áhrif á viðskiptastarfsemi eða viðskiptasambönd hér á landi við erlenda aðila á þessum tímapunkti.
22.11.2019 - 09:24
Viðtal
Vill halda fast í lýðræðið á tímum loftslagsbreytinga
Loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans og stærsta viðfangsefni stjórnmálanna, að mati forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðir í loftslagsmálum, ábyrgð stjórnvalda og mikilvægi loftslagsréttlætis í Loftslagsþerapíunni. Hún segir margar hindranir í veginum, efnahagskerfið byggi á hagvexti og neyslu og það sé meira en að segja það að breyta venjum sínum.
Kveikur
Aukinn hiti í baráttunni um pólinn
Aukinn hiti hefur færst í aðgerðir stórveldanna sem vilja seilast til áhrifa á norðurslóðum. Heimskautasilkileið Kínverja er dæmi um það. Í því felast tækifæri en líka ógnir fyrir okkur á Íslandi.
22.10.2019 - 20:42
Viðtal
Afneitararnir skilja umfang vandans
„Ef það er eitthvað sem þessi hópur skilur þá er það umfang vandans, ef þú skoðar til dæmis þær lausnir sem margir frjálslyndir vinstrisinnaðir einstaklingar leggja fram þá hrökkva þær afskaplega skammt. Umfangið er miklu stærra. Aðgerðirnar sem við þurfum að fara í eru miklu dýpri og ef við förum í þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar þá munu þær leiða til efnahagskreppu,“ þetta segir Guðni Elísson, bókmenntafræðiprófessor.
Kemur ekki til greina að semja við Kúrda
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í morgun að ekki kæmi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmsir leiðtogar væru að reyna að miðla málum, en það hefði aldrei gerst í sögu Tyrklands að ráðamenn settust að samningaborði með hryðjuverkamönnum.
Stjórnvöld komið formlegri gagnrýni á framfæri
Íslensk stjórnvöld gagnrýna harðlega hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og hafa komið þeirri afstöðu sinni á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
10.10.2019 - 11:43
Vill forðast flokkspólitísk átök vegna Tyrkja
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill forðast það að mál á borð við innrás Tyrkja í Sýrland í gær verði til þess að flokkspólitísk átök brjótist út hér á landi. Ekki megi hins vegar horfa upp á það átölulaust þegar lífum er fórnað í þúsundavís.
10.10.2019 - 11:11
Beint
Áherslan á konur á friðarráðstefnu í Veröld
Áhersla verður lögð á mikilvægt hlutverk kvenna, frumkvöðla og aðgerðarsinna í friðarumleitunum á alþjóðlegri friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs er haldin í Veröld – húsi Vigdísar í dag.
10.10.2019 - 08:52
Þingflokkur VG þrýstir á ríkisstjórnina
Þingflokkur Vinstri grænna hvatti í dag ríkisstjórnina til að beita sér gegn áframhaldandi stríðsátökum í Sýrlandi eftir að Tyrkir réðust inn í norðurhluta landsins í dag.
09.10.2019 - 19:23
Fréttaskýring
Greta Thunberg, popúlismi og reitt fólk
Umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg er á allra vörum þessa dagana. Þessa sextán ára sænsku stúlku þarf vart að kynna enda hafa umsvif hennar í baráttunni gegn loftslagsvánni varla farið fram hjá neinum. Svo virðist vera að eftir því sem áhrif hennar aukist ómi gagnrýnisraddir hærra og víðar. En hvað er það sem kallar fram gagnrýnina? Getur verið að pólitík hennar sé gagnrýniverð?
Myndband
Allsherjarloftslagsverkfall hafið hér á landi
Loftslagsverkfall og mótmælaaðgerðir standa nú yfir í Reykjavík. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju á fimmta tímanum og gekk niður á Austurvöll. Þar verða nú flutt tónlist og ávörp. Verkfallið er hluti af alþjóðlegri loftslagsviku sem hófst í dag. Yfir 150 lönd um heim allan taka þátt.
Óttast ringulreið verði Brexit án samnings
Ringulreið, umferðaröngþveiti, hærra verð á matvöru og eldsneyti eru meðal þess sem stjórnvöld óttast gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings. Stjórnvöldum í Bretlandi var gert að opinbera leynilega viðbragðsáætlun sem kölluð er Yellowhammer-áætlunin í dag. Áætlunin átti að fara í gang ef Brexit yrði án samnings.
11.09.2019 - 23:40
Myndband
Sömdu um ferða-, menningar- og sjávarútvegsmál
Ráðamenn frá Íslandi og Indlandi undirrituðu samkomulög milli ráðuneyta landanna á Bessastöðum í dag að Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Ram Nath Kovind, forseta Indlands viðstöddum. Tekið var á móti Indlandsforseta og Savitu Kovind forsetafrú á Bessastöðum. Forsetinn er í sinni fyrstu heimsókn til norræns ríkis. Samið var um undanþágu frá vegabréfsáritun fyrir embættismenn sem ferðast milli landanna og undirritaður menningarsamningur og samstarfsyfirlýsing um útvegs- og fiskeldismál.
10.09.2019 - 17:50
Myndskeið
Bauð Indlandsforseta velkominn til Indlands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú tóku á móti Shri Ram Nath Kovind, forseta Indlands, og Savitu Kovind forsetafrú á Bessastöðum í dag.
10.09.2019 - 13:11