Færslur: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin

Sextíu og sex börn dáin í Gambíu vegna hóstameðala
Talið er að 66 börn hafi látist í Gambíu vegna hóstameðala sem framleitt er af indverska lyfjafyrirtækinu Maiden Phermaceuticals. Alþjóðaheilbrigðisstofnuin (WHO) hefur hafið rannsókn á málinu og varar við notkun meðalanna.
Vilja bindandi samning um minnkun jarðefnaeldsneytis
Um 200 heilbrigðisstofnanir og yfir 1.400 sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa undirritað áskorun á ríki heims um að gera bindandi samkomulag um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis. Þeir segja eldsneytið alvarlega og vaxandi ógn gegn heilsu mannkyns.
Einkenni apabólu í Bretlandi ólík faröldrum í Afríku
Þeir Bretar sem smitast hafa af apabólu sýna einkenni ólík þeim sem fylgt hafa sjúkdómnum hingað til. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru heyrinkunnar í gær, föstudag.
Tedros fékk yfirburðakosningu
Eþíópíumaðurinn Tedros Ad-hanom Ghebryesus var í dag endurkjörinn í embætti æðsta yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar næstu fimm árin. Mikill meirihluti aðildarríkja stofnunarinnar greiddi honum atkvæði.  
24.05.2022 - 17:36
Varar við útbreiðslu apabólu í Evrópu
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu varar við að tilfellum apabólu kunni að fjölga mjög í álfunni næstu mánuði. Vitað er að sjúkdómurinn hefur skotið sér niður í átta ríkjum.
21.05.2022 - 01:15
Um það bil 1,7 milljón Norður-Kóreumanna með COVID-19
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu kennir leti og vanrækslu embættismanna um sífellt aukna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nú eru skráð tilfelli COVID-19 komin í 1,7 milljónir.
Kirkjuklukkum hringt til að minnast látinna
Bjöllur dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Washington höfuðborg Bandaríkjanna gullu þúsund sinnum í gær. Hver sláttur táknaði þúsund andlát af völdum COVID-19 í landinu. Nærri milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum.
WHO telur 15 milljónir hafa látist af völdum COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að rekja megi andlát fimmtán milljóna manna til smita af völdum kórónuveirunnar. Það er þrisvar meira en opinberar tölur gefa til kynna en stofnunin telur að þrettán prósent fleiri hafi látist undanfarin tvö ár en í meðalárum.
08.05.2022 - 06:25
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með notkun Paxlovid
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælir eindregið að þeim sem fá væg covid-einkenni en eiga sjúkrahúsvist á hættu verði gefið lyfið Paxlovid. Lyfið, sem Pfizer og BioNTech hafa þróað, er gefið í töflum og því er ætlað að draga úr líkum á að fólk í áhættuhópi þurfi að leggjast inn á sjúkrahús eða deyi af völdum COVID-19.
Segir mörg ríki hafa aflétt takmörkunum of skarpt
Mörg Evrópuríki afléttu takmörkunum vegna Covid-faraldursins of skarpt, og súpa nú seyðið af því, segir Hans Kluge, umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Kluge segist þó bjartsýnn um að endalok faraldursins séu í nánd, en hann sé samt enn á varðbergi.
22.03.2022 - 16:22
Hálf milljón dauðsfalla af völdum COVID frá í nóvember
Yfir 130 milljónir nýrra kórónuveirutilfella hafa greinst um heim allan frá því að omíkron-afbrigðið skaut upp kollinum í nóvember. Um hálf milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins síðan þá.
Baráttan við faraldurinn skilur eftir sig óhemju úrgang
Úrgangur sem hlotist hefur af baráttunni við COVID-19 á heimsvísu er orðinn það mikill að hann ógnar heilsu manna og umhverfisins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Sprautur, notuð sýnatökusett og tómar flöskur af bóluefnum hafa hrúgast upp. Samkvæmt skýrslu stofnunarinnar er stór hluti þeirra 87 þúsund tonna af sóttvararbúnaði sem pantað var í gegnum Sameinuðu þjóðirnar hafi orðið að úrgangi.
Metfjöldi smita en hægjast virðist á útbreiðslu omíkron
Omíkron er nú orðið ráðandi um víða veröld og því metur Alþjóðheilbrigðisstofnunin (WHO) áhættuna af því enn mikla en svo virðist sem hægt hafi á útbreiðslunni. Enn meira smitandi gerð omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hefur orðið vart í meira en 40 löndum.
Kína: Allar erlendar póstsendingar skulu sótthreinsaðar
Póstþjónustan í Kína skipar starfsmönnum að sótthreinsa allar sendingar sem berast frá útlöndum og hvetur almenning til að draga úr vörupöntunum erlendis frá.
Covax afhendir milljarðasta bóluefnaskammtinn
Milljarðasti skammturinn af bóluefni var afhentur í gegnum Covax-samstarfið í dag. Markmið þess er að tryggja að öll lönd fái bóluefni og var komið á laggirnar þegar árið 2020.
WHO heimilar tvær nýjar meðferðir við COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur heimilað tvær meðferðir við COVID-19. Með þeim á að draga verulega úr hættu á alvarlegum veikindum eða andlátum af völdum sjúkdómsins.
Tedros bjartsýnn á sigur í baráttunni við veiruna
Tedros Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar kveðst bjartsýnn á að mannkynið hafi betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn á þessu ári. Til að það takist þurfa ríki heims að vinna saman að því markmiði.
Tvöföldunartími omíkron er tveir til þrír dagar
Hættan af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er enn metin mjög mikil að því er fram kemur í vikulegu faraldsfræðilegu yfirliti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
Sjónvarpsfrétt
Hvetja ríki heims til stillingar vegna omicron
Suðurafrískur farsóttafræðingur segir engar staðfestar niðurstöður, enn sem komið er, um að omíkron sé skæðara en önnur afbrigði COVID-19. Grikkir, sem orðnir eru sextíu ára og eldri, verða skikkaðir í bólusetningu og gert að greiða sekt svíkist þeir undan.
Sjónvarpsfrétt
Ferðabönn ekki til góða
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, telur að ferðabönn, líkt og mörg ríki hafa gripið til í kjölfar frétta af omicron afbrigði COVID-19 letji ríki frá því að greina frá nýjum afbrigðum veirunnar. Þá sagði hann að ástandið vegna afbrigðisins sýna að heimurinn standi frammi fyrir mestu heilsu krísu aldarinnar.
Bretar boða neyðarfund vegna faraldurs
Bretar kalla eftir neyðarfundi meðal G7 ríkjanna vegna ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Bretar fara nú með forsæti G7 hópsins. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna eru kallaðir til fundar á morgun til þess að ræða áhrif nýja afbrigðisins.
28.11.2021 - 21:05
WHO afar uggandi yfir stöðu faraldursins í Evrópu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsir miklum áhyggjum af stöðu kórónuveirufaraldursins í Evrópu en ný bylgja smita gengur nú af fullum þunga yfir álfuna. Umdæmisstjóri stofnunarinnar hvetur til aukinnar bólusetningar.
Nýja Delí á Indlandi umvafin eitruðu mistri
Þykkt mistur eitraðs lofts liggur yfir Nýju Delí höfuðborg Indlands eftir næturlanga flugeldaskothríð í tilefni af Diwali ljósahátíð hindúa. Þó lagði hæstiréttur landsins bann við sölu flugelda í borginni og yfirvöld hvöttu íbúa til að fagna hátíðinni án þeirra.
05.11.2021 - 07:06
Yfir 5 milljón látin úr COVID-19
Fimm milljónir hafa nú látist úr COVID-19 svo vitað sé. Smitum fer fjölgandi á ný á heimsvísu og aftur er Evrópa orðin þungamiðja faraldursins.