Færslur: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin

Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
Sjónvarpsfrétt
Hvetja ríki heims til stillingar vegna omicron
Suðurafrískur farsóttafræðingur segir engar staðfestar niðurstöður, enn sem komið er, um að omíkron sé skæðara en önnur afbrigði COVID-19. Grikkir, sem orðnir eru sextíu ára og eldri, verða skikkaðir í bólusetningu og gert að greiða sekt svíkist þeir undan.
Sjónvarpsfrétt
Ferðabönn ekki til góða
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, telur að ferðabönn, líkt og mörg ríki hafa gripið til í kjölfar frétta af omicron afbrigði COVID-19 letji ríki frá því að greina frá nýjum afbrigðum veirunnar. Þá sagði hann að ástandið vegna afbrigðisins sýna að heimurinn standi frammi fyrir mestu heilsu krísu aldarinnar.
Bretar boða neyðarfund vegna faraldurs
Bretar kalla eftir neyðarfundi meðal G7 ríkjanna vegna ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Bretar fara nú með forsæti G7 hópsins. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna eru kallaðir til fundar á morgun til þess að ræða áhrif nýja afbrigðisins.
28.11.2021 - 21:05
WHO afar uggandi yfir stöðu faraldursins í Evrópu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsir miklum áhyggjum af stöðu kórónuveirufaraldursins í Evrópu en ný bylgja smita gengur nú af fullum þunga yfir álfuna. Umdæmisstjóri stofnunarinnar hvetur til aukinnar bólusetningar.
Nýja Delí á Indlandi umvafin eitruðu mistri
Þykkt mistur eitraðs lofts liggur yfir Nýju Delí höfuðborg Indlands eftir næturlanga flugeldaskothríð í tilefni af Diwali ljósahátíð hindúa. Þó lagði hæstiréttur landsins bann við sölu flugelda í borginni og yfirvöld hvöttu íbúa til að fagna hátíðinni án þeirra.
05.11.2021 - 07:06
Yfir 5 milljón látin úr COVID-19
Fimm milljónir hafa nú látist úr COVID-19 svo vitað sé. Smitum fer fjölgandi á ný á heimsvísu og aftur er Evrópa orðin þungamiðja faraldursins.
Hvetja auðugari ríki til að gefa þeim fátækari bóluefni
„Það væri siðlaust að sóa bóluefni meðan þúsundir íbúa fátækari landa falla í valinn af völdum COVID-19 á hverjum degi.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi 160 fyrrverandi þjóðarleiðtoga og heimsfrægs fólks til gestgjafa G20 ráðstefnu leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims.
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Stefnubreyting í baráttunni við faraldurinn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, viðurkenndi í morgun að nýrrar stefnu væri þörf í baráttu við kórónuveirufaraldurinn. Fjölgun bólusettra auðveldi stefnubreytinguna en Delta-afbrigðið breytti sviðsmyndinni mjög. Smám saman verður slakað á takmörkunum í Auckland, stærstu borg landsins.
WHO heitir fórnarlömbum kynferðisofbeldis stuðningi
Hjálparstarfsmenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó misnotuðu konur og stúlkur í landinu meðan barátta við Ebóla-faraldur stóð sem hæst á árunum 2018 til 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heitir stuðningi við fórnarlömb og að hinir brotlegu þurfi að sæta afleiðingum gjörða sinna.
Nýr leiðarvísir um loftgæði nauðsynlegur
Loftmengun veldur sjö milljónum dauðsfalla í heiminum á hverju ári að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Stofnunin segir loftmengun nú eina helstu umhverfisógn mannkyns. Í ljósi þessarra gagna ætlar stofnunin að leggja til strangari viðmið um loftgæði, þar sem ljóst er að aðgerða er tafarlaust þörf.
Segja ekki þörf á þriðja bóluefnisskammtinum
Vísindamenn á heilbrigðissviði fullyrða í grein í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet að þau bóluefni sem í boði eru gegn kórónuveirunni dugi til þess að koma í veg fyrir alvarleg veikindi af hennar völdum. Því sé ekki þörf á þriðja skammtinum sem byrjað er að gefa fólki í nokkrum löndum.
Stökkbreytt afbrigði draga úr vonum um hjarðónæmi
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu er efins um að viðnám bóluefna dugi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný stökkbreyttt afbrigði veirunnar draga úr vonum um að hjarðónæmi náist.
WHO fylgist grannt með nýlegu afbrigði kórónuveirunnar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist nú grannt með stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst varð vart í Suður-Ameríkulandinu Kólumbíu í janúar síðastliðnum. Afbrigðið er skráð sem my eða emm í gríska stafrófinu og óttast er að það hafi nokkra mótstöðu gegn bóluefnum.
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
Milljónir barna missa af mislingasprautu vegna COVID-19
Sameinuðu þjóðirnar greina frá áhyggjum sínum yfir því að heimsfaraldurinn hafi hægt á almennum bólusetningum barna á heimsvísu. Óttast samtökin að milljónir barna séu þar með berskjaldaðar gegn mislingum og öðrum hættulegum sjúkdómum.
Biðja ríku löndin að bíða með þriðju bólusetninguna
Á meðan skortur er á bóluefnum í fjölmörgum ríkjum heims og íbúar þeirra enn meira og minna óbólusettir gegn COVID-19 ættu önnur og betur sett ríki að láta það ógert að panta og kaupa bóluefni til að bólusetja fólk þriðja sinni. Þetta eru skilaboðin sem Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sendi umheiminum á fréttamannafundi í gær.
Dauðsföll af völdum COVID-19 orðin 4 milljónir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greindi frá því í dag að dauðsföll af völdum COVID-19 farsóttarinnar væru komin yfir fjórar milljónir. Varað er við að sóttvarnaráðstöfunum sé aflétt í Evrópu og víðar, þar sem veirusmitum fari fjölgandi um þessar mundir.
Kína lýst malaríulaust ríki
Sjö áratuga baráttu Kínverja við malaríu er formlega lokið samkvæmt yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í morgun. Á fimmta áratug síðustu aldar greindust um 30 milljónir á ári hverju með malaríu í Kína, en síðustu fjögur ár hefur enginn fengið sjúkdóminn innanlands. 
30.06.2021 - 06:21
Hörgull á bóluefnum í fátækari ríkjum heims
Bóluefnaáætlanir fjölda fátækari ríkja heims eru í uppnámi þar sem þau skortir bóluefni, um það bil 131 ríki heims hefur fengið 90 milljónir skammta fyrir tilstilli Covax áætlunarinnar en það dugar hvergi til.
UNICEF vill bóluefni fyrir alla
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir algjörleg óásættanlegt að innan við 1% af bóluefni gegn COVID-19 hafi skilað sér til efnaminni ríkja. Átakið Komum bóluefnum til skila hófst í dag. 
Dánartíðni vegna COVID-19 hvergi hærri en í Perú
Heilbrigðisyfirvöld í Perú gáfu í dag út endurskoðaða áætlun um fjölda dauðsfalla sem rekja má til COVID-19 þar í landi. Samkvæmt henni hafa ríflega tvöfalt fleiri dáið úr sjúkdómnum en áður var talið, eða 180.764 í stað 69.342. Því er dánartíðni vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar hvergi hærri en í Perú, þar sem 5.484 af hverjum milljón íbúum hafa dáið úr COVID-19 samkvæmt þessum nýju tölum.
Segja stjórnmálin farin að „eitra“ vísindarannsóknir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gagnrýnir afskipti stjórnmálamanna af vísindalegum rannsóknum á uppruna kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 og segir pólitíkina vera farna að spilla rannsóknum stofnunarinnar á þessu mikilvæga máli. Mikilvægt sé að halda stjórnmálunum utan við vísindin.
Vill að tíu prósent Jarðarbúa verði bólusett í haust
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill að minnst tíundi hluti Jarðarbúa verði bólusettur fyrir septemberlok. Þetta kom fram í máli Tedrosar Adhanoms Ghebreyesus, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, á fundi með fulltrúum aðildarríkja hennar í Genf á mánudag. Þessu hlutfalli hefur þegar verið náð í flestum eða öllum ríkustu löndum heims og gott betur, en í þeim fátækari vantar enn mikið uppá.