Færslur: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin

Milljónir barna missa af mislingasprautu vegna COVID-19
Sameinuðu þjóðirnar greina frá áhyggjum sínum yfir því að heimsfaraldurinn hafi hægt á almennum bólusetningum barna á heimsvísu. Óttast samtökin að milljónir barna séu þar með berskjaldaðar gegn mislingum og öðrum hættulegum sjúkdómum.
Biðja ríku löndin að bíða með þriðju bólusetninguna
Á meðan skortur er á bóluefnum í fjölmörgum ríkjum heims og íbúar þeirra enn meira og minna óbólusettir gegn COVID-19 ættu önnur og betur sett ríki að láta það ógert að panta og kaupa bóluefni til að bólusetja fólk þriðja sinni. Þetta eru skilaboðin sem Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sendi umheiminum á fréttamannafundi í gær.
Dauðsföll af völdum COVID-19 orðin 4 milljónir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greindi frá því í dag að dauðsföll af völdum COVID-19 farsóttarinnar væru komin yfir fjórar milljónir. Varað er við að sóttvarnaráðstöfunum sé aflétt í Evrópu og víðar, þar sem veirusmitum fari fjölgandi um þessar mundir.
Kína lýst malaríulaust ríki
Sjö áratuga baráttu Kínverja við malaríu er formlega lokið samkvæmt yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í morgun. Á fimmta áratug síðustu aldar greindust um 30 milljónir á ári hverju með malaríu í Kína, en síðustu fjögur ár hefur enginn fengið sjúkdóminn innanlands. 
30.06.2021 - 06:21
Hörgull á bóluefnum í fátækari ríkjum heims
Bóluefnaáætlanir fjölda fátækari ríkja heims eru í uppnámi þar sem þau skortir bóluefni, um það bil 131 ríki heims hefur fengið 90 milljónir skammta fyrir tilstilli Covax áætlunarinnar en það dugar hvergi til.
UNICEF vill bóluefni fyrir alla
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir algjörleg óásættanlegt að innan við 1% af bóluefni gegn COVID-19 hafi skilað sér til efnaminni ríkja. Átakið Komum bóluefnum til skila hófst í dag. 
Dánartíðni vegna COVID-19 hvergi hærri en í Perú
Heilbrigðisyfirvöld í Perú gáfu í dag út endurskoðaða áætlun um fjölda dauðsfalla sem rekja má til COVID-19 þar í landi. Samkvæmt henni hafa ríflega tvöfalt fleiri dáið úr sjúkdómnum en áður var talið, eða 180.764 í stað 69.342. Því er dánartíðni vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar hvergi hærri en í Perú, þar sem 5.484 af hverjum milljón íbúum hafa dáið úr COVID-19 samkvæmt þessum nýju tölum.
Segja stjórnmálin farin að „eitra“ vísindarannsóknir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gagnrýnir afskipti stjórnmálamanna af vísindalegum rannsóknum á uppruna kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 og segir pólitíkina vera farna að spilla rannsóknum stofnunarinnar á þessu mikilvæga máli. Mikilvægt sé að halda stjórnmálunum utan við vísindin.
Vill að tíu prósent Jarðarbúa verði bólusett í haust
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill að minnst tíundi hluti Jarðarbúa verði bólusettur fyrir septemberlok. Þetta kom fram í máli Tedrosar Adhanoms Ghebreyesus, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, á fundi með fulltrúum aðildarríkja hennar í Genf á mánudag. Þessu hlutfalli hefur þegar verið náð í flestum eða öllum ríkustu löndum heims og gott betur, en í þeim fátækari vantar enn mikið uppá.
Leyfðum tungumálum á bólusetningarvottorði ekki fjölgað
Fullbólusettur Íslendingur, sem búsettur er á Spáni og ætlar að koma til Íslands 3. júní, kveðst ekki sáttur við þær tungumálareglur sem gilda um bólusetningarvottorð sem sýnd eru við komuna hingað til lands. Hann vill að bæta megi við fleiri tungumálum en embætti landlæknis segir ekki í bígerð að gera það.
Víða flaggað gegn fordómum í garð hinsegin fólks
Í dag, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks. Þann dag árið 1990 tók Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma.
Fleiri munu deyja úr COVID-19 í ár en í fyrra
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að mun fleiri muni deyja úr COVID-19 á þessu ári en í fyrra ef svo fer fram sem horfir. Tæplega 162 milljónir hafa greinst með COVID-19 frá upphafi faraldursins og 3,35 milljónir manna hafa dáið úr sjúkdómnum svo staðfest sé, en talið er næsta víst að fjöldinn sé stórlega vanmetinn í báðum tilfellum.
Ótímabært að bólusetja börn og unglinga
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælist til þess að ríkar þjóðir heims gefi umframbirgðir sínar af bóluefni gegn COVID-19 þeim þjóðum sem minna mega sín efnahagslega, í stað þess að bólusetja börn. 
Indverskt afbrigði COVID-19 hefur dreifst um allan heim
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, greinir frá því að það afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og talið er meginorsök neyðarástandsins á Indlandi um þessar mundir hafi greinst í tugum ríkja heims. Önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveiru hefur geisað á Indlandi um nokkurra vikna skeið og er sóttin skæðari þar þessa dagana en nokkurs staðar annars staðar.
Leðurblökur líklegasti valdur COVID-19
Mestar líkur eru á að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi borist úr leðurblökum yfir í annað dýr, og þaðan í menn. Þetta er niðurstaða skýrslu sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og starfssystkina þeirra í Kína. Nánast engar líkur eru á að veiran hafi orðið til á rannsóknarstofu.
30.03.2021 - 06:38
Þjóðarleiðtogar kalla eftir samstöðu gegn faröldrum
Leiðtogar 23 ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar ýttu af stað hugmynd um alþjóðasáttmála um betri samræmd viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar.
Rannsaka enn bóluefni AstraZeneca
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar rýna enn í öryggisgögn bóluefnis lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn COVID-19. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í dag. Þar segir enn fremur að mælt sé með því að fólk sé bólusett með efninu þar sem gagnsemi þess vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir.
Gervigreind verði beitt við lækningu á mænuskaða
Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands leggur til að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði í gervigreindarstefnu Íslands. Fjórar umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt stjórnvalda vegna spurninga nefndar um stefnuna. Umsagnarfrestur rennur út á morgun 15. mars.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkir Janssen bóluefnið
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fór í dag að dæmi Lyfjastofnunar Evrópu og gaf út markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn COVID-19 frá Johnson & Johnson og belgíska dótturfyrirtækinu Janssen. Hún hefur áður gefið grænt ljós á bóluefni frá Pfizer-BioNTech og AstraZeneca.
Um þriðjungur kvenna verið beittur ofbeldi
Um fjórðungur stúlkna og kvenna á heimsvísu hefur verið beittur ofbeldi af eiginmanni eða sambýlismanni samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar hingað til. Þegar ofbeldi af hálfu annarra er bætt við hefur um þriðjungur kvenna yfir fimmtán ára aldri í heimnum verið beitt einhvers konar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.
Ekki nóg til af bóluefni í heiminum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að ekki verði til nóg af bóluefni gegn kórónuveirunni næstu þrjá til sex mánuði til að koma í veg fyrir að smitum haldi áfram að fjölga. Mike Ryan, framkvæmdastjóri neyðaraðgerða hjá stofnuninni, skýrði frá þessu á fjarfundi í Genf í dag. Hann sagði að eina ráðið væri sem fyrr að virða fjarlægðartakmörk og aðrar sóttvarnarráðstafanir sem fyrirskipaðar hefðu verið.