Færslur: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin

Leðurblökur líklegasti valdur COVID-19
Mestar líkur eru á að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi borist úr leðurblökum yfir í annað dýr, og þaðan í menn. Þetta er niðurstaða skýrslu sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og starfssystkina þeirra í Kína. Nánast engar líkur eru á að veiran hafi orðið til á rannsóknarstofu.
30.03.2021 - 06:38
Þjóðarleiðtogar kalla eftir samstöðu gegn faröldrum
Leiðtogar 23 ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar ýttu af stað hugmynd um alþjóðasáttmála um betri samræmd viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar.
Rannsaka enn bóluefni AstraZeneca
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar rýna enn í öryggisgögn bóluefnis lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn COVID-19. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í dag. Þar segir enn fremur að mælt sé með því að fólk sé bólusett með efninu þar sem gagnsemi þess vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir.
Gervigreind verði beitt við lækningu á mænuskaða
Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands leggur til að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði í gervigreindarstefnu Íslands. Fjórar umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt stjórnvalda vegna spurninga nefndar um stefnuna. Umsagnarfrestur rennur út á morgun 15. mars.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkir Janssen bóluefnið
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fór í dag að dæmi Lyfjastofnunar Evrópu og gaf út markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn COVID-19 frá Johnson & Johnson og belgíska dótturfyrirtækinu Janssen. Hún hefur áður gefið grænt ljós á bóluefni frá Pfizer-BioNTech og AstraZeneca.
Um þriðjungur kvenna verið beittur ofbeldi
Um fjórðungur stúlkna og kvenna á heimsvísu hefur verið beittur ofbeldi af eiginmanni eða sambýlismanni samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar hingað til. Þegar ofbeldi af hálfu annarra er bætt við hefur um þriðjungur kvenna yfir fimmtán ára aldri í heimnum verið beitt einhvers konar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.
Ekki nóg til af bóluefni í heiminum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að ekki verði til nóg af bóluefni gegn kórónuveirunni næstu þrjá til sex mánuði til að koma í veg fyrir að smitum haldi áfram að fjölga. Mike Ryan, framkvæmdastjóri neyðaraðgerða hjá stofnuninni, skýrði frá þessu á fjarfundi í Genf í dag. Hann sagði að eina ráðið væri sem fyrr að virða fjarlægðartakmörk og aðrar sóttvarnarráðstafanir sem fyrirskipaðar hefðu verið.