Færslur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

Apabólan fær nýtt nafn
Apabóla, eða Monkeypox á ensku, heitir núna Mpox eftir nafnabreytingu hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunininni (WHO).
Sakar Rússa um glæpi gegn mannkyni
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakaði Rússa um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gegnum fjarfundabúnað í gærkvöld. Hann lagði hart að ráðinu að gera allt sem í þess valdi stæði til að stöðva grimmilegar loftárásir Rússa á grundvallarinnviði Úkraínu.
Milljónir mannslífa í hættu í Úkraínu í vetur
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, segir lífshættulegar aðstæður vofa yfir Úkraínumönnum í vetur vegna árása Rússa á raforkukerfi landsins. Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar WHO, segir komandi vetur snúast um að lifa hann af.
Sjónvarpsfrétt
Endalok covid líklega í sjónmáli
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur líklegt að endalok covid-faraldursins séu í sjónmáli. Þó sé enn brýnt sé að fólk þiggi bólusetningu. Svæðisstjóri stofnunarinnar í Evrópu hrósar íslenskum stjórnvöldum fyrir bólusetningarherferð. 
Pakistan
Varar við bylgju mannskæðra farsótta í kjölfar flóða
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir mikla hættu á að banvænar farsóttir gjósi upp í Pakistan í kjölfar mannskæðra flóða sem þar hafa geisað síðustu vikur. Flóðin eru tekin að sjatna en milljónir Pakistana sem neyddust til að flýja heimili sín vegna þeirra búa enn í tjöldum og neyðarbúðum þar sem hreinlætisaðstaða er ýmist afar bágborin eða alls ekki fyrir hendi og lítill eða enginn aðgangur að hreinu drykkjarvatni.
Endalok kórónuveirufaraldursins í sjónmáli
„Við höfum aldrei verið nær því að binda enda á farsóttina,“ segir Tedros Ghebreyesus, framkvæmdarstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Kórónuveirutilfellum hefur farið fækkandi undanfarið, og hafa þau ekki verið færri síðan í mars 2020.
Fjórða sprautan gefin í september
Fjórða bólusetningin við Covid 19 verður gefin í næsta mánuði og stendur öllum til boða sem vilja. Hátt í 25 þúsund hafa nú þegar fengið fjórðu sprautuna hérlendis. Guðrún Aspelund staðgengill sóttvarnalæknis, segir að búast megi við við nýrri bylgju faraldursins í haust.
Hungur vofir yfir 22 milljónum manna á Horni Afríku
Sameinuðu þjóðirnar áætla að hungur vofi yfir 22 milljónum manna á Horni Afríku í lok þessa mánaðar, níu milljónum fleiri en áætlað var í byrjun þessa árs. Rigningatímabilið hefur ekki látið á sér kræla á Horni Afríku fjögur ár í röð og það hefur valdið verstu þurrkum sem þar hafa orðið í 40 ár. Vegna þessa er mikill hluti íbúa Sómalíu, Eþíópíu og Kenía nú á barmi hungursneyðar, segja sérfræðingar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.
Þetta helst
Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu á heimsvísu. Sjúkdómurinn hefur greinst í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum hans. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV-faraldursins. Þetta helst skoðar betur þennan miður skemmtilega sjúkdóm.
Alþjóðlegt neyðarástand vegna faraldurs apabólu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir alþjóðlegu neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna faraldurs apabólu. Þetta er hæsta stig yfirlýsingar sem stofnunin getur gefið út.
Apabólan kallar ekki (enn) á alþjóðlegt neyðarástand
Apabóla, veirusótt sem geisað hefur víða í Afríku um áratugaskeið og skaut nýverið upp kollinum í Evrópu og Norður-Ameríku, flokkast ekki sem heimsfaraldur eða neyðarástand á alþjóðavísu, enn sem komið er. Þetta kom fram á fréttafundi stjórnenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf á laugardag.
Skoða að lýsa yfir neyðarástandi vegna apabólu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ákvður í næstu viku hvort alþjóðlegu neyðarástandi verður lýst yfir vegna faraldurs apabólu. Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sagði við fréttamenn að faraldurinn væri afar óvenjulegur og stofnunin hefði áhyggjur af þróuninni.
Yfir 1.000 tilfelli apabólu hafa greinst utan Afríku
Yfir 1.000 tilfelli apabólu hafa verið staðfest í 29 ríkjum utan Afríku á síðustu vikum. Þetta kom fram á fréttafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á miðvikudag. Yfirmenn stofnunarinnar segja það umhugsunar- og áhyggjuefni að apabólan skuli ekki hafa vakið meiri athygli umheimsins fyrr en hún byrjaði að herja á Evrópubúa, því hún hafi lengi verið verið vandamál í Afríku.
Apabólusmit þrefalt fleiri en fyrir viku
780 tilfelli apabólu hafa verið staðfest í 27 ríkjum, á svæðum þar sem vírusinn hefur ekki náð útbreiðslu áður, samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Smitin þrefölduðust milli vikna, en í síðustu viku var greint frá 257 staðfestum apabólusmitum.
Apabóla smitast manna á milli í Bretlandi
Apabóluveiran virðist nú smitast manna á milli í Bretlandi, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi.
Hafa áhyggjur af því að veiran fái að dreifast óheft
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kveðst hafa afar takmarkaðann aðgang að gögnum um Covid-19 faraldurinn í Norður-Kóreu. Áhyggjuefni sé að veiran stökkbreytist og framleiði ný og hugsanlega hættulegri afbrigði fái hún að dreifast óheft.
80 tilfelli apabólu staðfest í 12 löndum
Yfir 80 tilfelli af apabólu hafa verið staðfest í að minnsta kosti 12 löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að verið sé að rannsaka 50 önnur tilvik, þar sem grunur leikur á að um apabólu sé að ræða.
Óttast að mislingafaraldur brjótist út í Úkraínu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að stríðið í Úkraínu geti leitt til þess að mislingafaraldur brjótist þar út að nýju. Bólusetningarhlutfall gegn mislingum er ekki mjög hátt í Úkraínu. Stofnunin telur líkur á að það muni lækka enn vegna stríðsins, þar sem það muni óhjákvæmilega leiða til þess að færri ungbörn verði bólusett. Á sama tíma neyðist fólk á flótta frá stríðinu til að hópast saman á litlum svæðum, sem eykur smithættu.
Tegnell fékk ekki starfið hjá WHO
Anders Tegnell, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar, er ekki á leið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf.
20.04.2022 - 14:58
Ghebreyesus: Líf svartra minna metin en hvítra
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir ljóst að heimsbyggðin gefi hörmungum og neyðarástandi mismikinn gaum og vægi eftir húðlit þeirra sem það bitnar á. Einungis brotabrot af þeirri gríðarmiklu neyðaraðstoð sem nú renni til Úkraínu sé veitt til hamfara- og stríðssvæða annars staðar í heiminum, þar sem neyð sé þó óumdeilanlega feikimikil.
Enn mikill munur á aðgengi að bóluefnum
Víða um heim eru birgðir bóluefna gegn COVID-19 mun meiri en þörf er fyrir. Ennþá er þó mikill munur á hlutfalli bólusettra í auðugustu og fátækustu ríkjum heims.
Nýtt starf Tegnells ekki til
Fyrir rúmum tveimur vikum bárust fréttir frá Svíþjóð um að Anders Tegnell, sóttvarnalæknir, hefði sagt starfi sínu lausu og tæki við stjórnunarstarfi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Genf. 
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Innviðir heilbrigðiskerfis Úkraínu í molum
Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft gríðarleg áhrif á heilbrigðiskerfi landsins. Innviðir kerfisins eru í molum, illa gengur að útvega lyf og lækningavörur sem veldur því að lífi milljóna er ógnað vegna ástandsins. Árásir hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnanir og milljónir eru á flótta.
Sóttvarnalæknir Svíþjóðar lætur af störfum
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt starfi sínu lausu.

Mest lesið