Færslur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

myndskeið
Ár liðið frá fyrsta dauðsfallinu af völdum COVID-19
Eitt ár er í dag liðið síðan tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í heiminum. Búist er við að hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar komist til Wuhan í vikunni til að rannsaka uppruna veirunnar.  
11.01.2021 - 19:35
WHO heldur til Kína næstkomandi fimmtudag
Hópur vísindamanna á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heldur til Kína á fimmtudag til að rannsaka uppruna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Segjast tilbúnir að taka á móti sérfræðingum WHO
Heilbrigðisyfirvöld í Kína lýstu því yfir í morgun að undirbúningur fyrir komu fjölþjóðlegrar rannsóknarnefndar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, til Wuhan væri í fullum gangi. Nefndinni er ætlað að grennslast fyrir um uppruna COVID-19, sem greindist fyrst í þessari kínversku stórborg síðla árs 2019.
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
WHO kallar eftir auknum viðbúnaði vegna COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur kallað eftir auknum viðbúnaði í Evrópu vegna hraðrar útbreiðslu þess afbrigðis kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi. Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að staðan í Evrópu væri mjög alvarleg.
Kínversk yfirvöld hindra för fulltrúa WHO
Kínversk yfirvöld hindruðu í gær komu fulltrúa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar inn í landið. Rökin eru þau að beiðni fulltrúanna um vegabréfsáritun hafi ekki verið afgreidd enn.
Hægagangur í bólusetningu veldur víða gremju
Hávær gagnrýni á hve langan tíma tekur að útdeila bóluefni gegn Covid 19 hefur heyrst víða um lönd. Í Þýskalandi kvarta læknar undan því að heilbrigðisstarfsfólk sé látið bíða eftir bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
Bandaríkjamenn fylgjast grannt með nýju afbrigði
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast grannt með framvindu mála varðandi hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem kom upp á Bretlandseyjum fyrir skömmu. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um að banna ferðalög þangað eða þaðan.
Hvetja Evrópubúa til að fagna jólum úti og með grímur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur Evrópubúa til að bera grímur ef þeir hittast um jólin, og biðlar til fólks að hittast utandyra. Í nýjum ráðleggingum sem stofnunin birti á heimasíðunni í dag segir að fólk hafi sennilega meiri þörf til að hitta sína nánustu um jólin en nokkru sinni fyrr, en að samkomur í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar skapi mikla smithættu.
Senda sérfræðingahóp til að rannsaka uppruna COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendir tíu manna sérfræðingahóp til borgarinnar Wuhan í Kína í janúar til að rannsaka uppruna COVID-19. Stofnunin hefur staðið í margra mánaða samningaviðræðum við kínversk yfirvöld til að fá leyfi til að senda alþjóðlegan sérfræðingahóp til borgarinnar.
Skráð COVID-19 tilfelli komin yfir 60 milljónir
Yfir 60 milljón kórónuveirutilfelli hafa greinst á heimsvísu samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar.
WHO varar við lyfi sem Trump fékk við COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, gaf í morgun út tilkynningu um að stofnunin mæli gegn því að lyfið remdesivir sé gefið þeim sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús. Það er breiðvirkandi lyf sem notað hefur verið gegn veirusýkingum. Í tilkynningu WHO segir að engu skipti hversu veikir sjúklingarnir séu því ekki séu nein gögn sem bendi til þess að lyfið auki lífslíkur þeirra sem veikist af COVID-19. Lyfið var meðal annars gefið Bandaríkjaforseta þegar hann smitaðist af kórónuveirunni.
20.11.2020 - 09:27
Evrópu bíða sex erfiðir mánuðir
Næstu sex mánuðir verða erfiðir fyrir lömd Evrópu. Þetta er mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Samkvæmt skrám stofnunarinnar létust meira en 29.000 Evrópubúar úr COVID-19 í síðustu viku, eða einn á 17 sekúndna fresti.
Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í áratugi
Ekki hafa fleiri látist af völdum mislinga í 23 ár samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og bandaríska sóttvarnareftirlitsins. Aukninguna má meðal annars rekja til COVID-19 faraldursins sem og lækkandi tíðni bólusetninga gegn sjúkdómnum.
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
Hressingarhæli nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar
Hressingarhælið í Kópavogi verður nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar. Kópavogsbær tilkynnti þessi áform í dag 10. október í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, hefur alla tíð tengst heilbrigðismálum í Kópavogi.
WHO áætlar að allt að 10 prósent mannkyns hafi smitast
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur líklegt að hundruð milljóna manna hafi þegar smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19, margfalt fleiri en þær rúmlega 35 milljónir sem smitast hafa, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Mike Ryan, framkvæmdastjóri neyðaraðgerða hjá stofnuninni, greindi frá þessu á fundi framkvæmdastjórnar WHO í Genf í gær.
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Óttast að tvær milljónir láti lífið af völdum veirunnar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur líklegt að tvær milljónir láti lífið af völdum COVID-19, taki þjóðir heimsins ekki höndum saman til að sigrast á faraldrinum. Fjöldi dauðsfalla á heimsvísu nálgast óðum eina milljón.
Gera ekki ráð fyrir bóluefni fyrr en um mitt næsta ár
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki ráð fyrir að bólusetningar gegn COVID-19 hefjist að einhverju ráði fyrr en um mitt næsta ár. Tedros Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar, varaði einnig í dag við kapphlaupi á milli þjóða um vera fyrstar með að hefja bólusetningar. Slík samkeppni stytti ekki faraldurinn heldur lengdi.
Bandaríkin taka ekki þátt í átaki um bóluefni
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær að þau tækju ekki þátt í COVAX-samstarfinu, alþjóðlegu átaki til að þróa, framleiða og dreifa bóluefni gegn kórónuveirunni. Ástæðan er ekki síst sú að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kemur að átakinu.
Börn frá 12 ára aldri noti grímur eins og fullorðnir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með því að börn frá 12 ára aldri noti grímur við sömu aðstæður og fullorðnir. Hér á landi er ekki gerð krafa um að börn fædd árið 2005 og síðar beri grímur undir nokkrum kringumstæðum.
22.08.2020 - 19:12
Bjartsýnn að Covid-19 fari hraðar hjá en Spænska veikin
Mannkynið ætti að ná taumhaldi á kórónuveirufaraldrinum á skemmri tíma en þeim tveimur árum sem tók að ráða niðurlögum Spænsku veikinnar.
Hvetur ríki heims til að taka þátt í COVAX
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skrifaði til allra ríkja heims í dag og hvatti stjórnvöld sérhvers lands til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um að tryggja bóluefni gegn COVID-19 sem kallast COVAX. Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir áhuga á að vera með í samstarfinu.
18.08.2020 - 14:41
Heilbrigðisráðherra Líbanons krefst útgöngubanns
Sjúkrahús í Beirút eiga sífellt erfiðara með að taka á móti sjúklingum með Covid-19. Þetta kom fram í máli Hamads Hassan heilbrigðisráðherra Líbanons á blaðamannafundi. Tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu, svo að í óefni stefnir.