Færslur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

Myndskeið
WHO ræður frá notkun á malaríulyfi gegn COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ræður fólki frá því að nota malaríulyfið hydroxychloroquine gegn COVID-19. Ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi lyfsins í meðferð sjúkdómsins eða til að fyrirbyggja smit.
Trump hótar að hætta fjárveitingum til WHO endanlega
Donald Trump Bandaríkjaforseti, hótar því að stöðva endanlegar allar greiðslur ríkisins til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar, WHO. Í bréfi hans til forstjóra stofnunarinnar fer hann fram á þó nokkrar breytingar, ella hætti fjárveitingar.
Rannsaka tengsl COVID-19 og sjúkdóms sem herjar á börn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, skoðar nú hvort tengsl séu á milli kórónuveirunnar og bólguvaldandi sjúkdóms sem börn hafa veikst og látist af bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa mörg lönd tilkynnt tilvik sjúkdómsins í börnum, en einkenni hans svipa til Kawasaki-veikinnar.
Fréttaskýring
Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.
Fleiri en 200 þúsund látin vegna kórónuveirunnar
Í fimm löndum í heiminum hafa nú fleiri en 20 þúsund látist vegna kórónuveirunnar. Fleiri en 200 þúsund dauðsföll vegna eru nú staðfest í heiminum vegna veirunnar.
WHO: COVID-19 er heimsfaraldur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst COVID-19 sem heimsfaraldri. Með því er átt við veiran hefur dreifst mjög víða, jafnvel um allan heim. Þá eru fleiri sjúkdómstilfelli en búast má við í mörgum löndum/heiminum öllum á tilteknu tímabili.
Verða að loka 50 sjúkrahúsum í Sýrlandi
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsir áhyggjum sínum af ástandinu í Idlib héraði í Sýrlandi. Í janúar urðu stofnunin og samstarfsmenn hennar að loka yfir 50 læknis- og hjúkrunaraðstöðum sökum óöryggis, mögulegra árása, eða einfaldlega vegna þess að stór svæði voru orðin mannlaus eftir að almennir borgarar leituðu skjóls undan stöðugum átökum og loftárásum.
Viðtal
„Það á eftir að koma í ljós hversu skæð sýkingin er“
Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að ný veira, sem nýlega greindist í landinu, getur borist manna á milli. Á annað hundrað hafa sýkst af veirunni og þrír látist. Upptök sýkingarinnar eru rakin til fiskmarkaðar í borginni Wuhan í suðurhluta Kína og hafa flest tilfellanna greinst þar í borg. Kínverska nýárið er handan við hornið og margir á faraldsfæti en stjórnvöld segjast hafa stjórn á aðstæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki tilefni til að grípa til sérstakra aðgerða hér.