Færslur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
Græni covid-passinn jafnvel í næsta mánuði
Vonir standa til um að Ísland taki þátt í tilraunaverkefni með að nota samræmt covid-bólusetningarvottorð á Evrópska efnahagssvæðinu. Sviðsstjóri hjá Landlækni segir að ekki séu dæmi um að framvísað hafi verið fölsuðum vottorðum á landamærunum. Stefnt er að því að samræmdu vottorðin verði komin í almenna notkun í seinni hluta júní.
14.04.2021 - 17:05
WHO gagnrýnir ESB fyrir hægagang í bólusetningu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gagnrýnir Evrópusambandið harðlega fyrir óásættanlegan hægagang í bólusetningu og lýsir yfir áhyggjum af alvarlegri stöðu faraldursins í Evrópu.
01.04.2021 - 12:03
Vill afnema einkaleyfi fyrir bóluefni við COVID-19
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hvatti í dag til þess að einkaleyfi fyrir bóluefnum við COVID-19 yrðu afnumin til þess að tryggja að hægt væri að framleiða og selja ódýrar eftirgerðir af þeim.
05.03.2021 - 15:16
Eigingirni ríkustu ríkja heims hryggir Ghebreyesus
Það er óraunhæft að áætla, að heimsbyggðin verði laus undan oki COVID-19 faraldursins í lok þessa árs, og ríkustu ríki heims sýna allt of mikla eigingirni þegar þau leggja meiri áherslu á að bólusetja ungt og heilbrigt fólk í sínum ranni en að tryggja bólusetningu framlínufólks og eldri borgara í fátækari ríkjum. Þetta kom fram í máli æðstu manna Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í gær.
02.03.2021 - 02:21
Bandaríkin boða milljarðagreiðslur í sjóði WHO
Bandaríkjastjórn hyggst leggja um 200 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 26 milljarða króna, til reksturs Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, innan skamms. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta á fjarfundi með Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í nótt.
18.02.2021 - 05:40
Nýjum smitum fækkar jafnt og þétt um nær allan heim
Staðfestum, nýjum COVID-19 tilfellum fer jafnt og þétt fækkandi í heiminum. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar greindust 2,7 milljónir manna með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 vikuna 8. - 14. febrúar; 16 prósentum færri en vikuna þar á undan. Á sama tíma dóu 81.000 manns af völdum sjúkdómsins svo vitað sé, eða tíu prósentum færri en í fyrstu viku febrúar.
17.02.2021 - 04:03
Kórónuveiran jafnvel komin til sögunnar í október 2019
Sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem voru sendir til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins, telja að útbreiðsla farsóttarinnar kunni að hafa verið mun meiri í Wuhan í desember 2019 en áður var talið.
14.02.2021 - 16:07
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.
12.02.2021 - 07:27
Færeyingar vilja í Alþjóða heilbrigðismálastofnunina
Færeyingar hyggjast sækja um sjálfstæða aðild að Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO, og verður umsókn þar að lútandi lögð fram á aðalfundi stofnunarinnar 21. maí næstkomandi.
04.02.2021 - 00:43
Sérfræðingar WHO skoðuðu Veirufræðistofnun Wuhan í dag
Sérfræðingahópur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins í Kína, heimsótti í dag Veirufræðistofnun Wuhan. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og háttsettir ráðamenn og embættismenn Trump-stjórnarinnar hafa haldið því statt og stöðugt fram, án rökstuðnings, að faraldurinn hafi átt upptök sín á rannsóknastofu innan stofnunarinnar.
04.02.2021 - 00:06
Skoðuðu veirurannsóknarstofu í Wuhan
Sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem leita uppruna kórónuveirunnar, heimsóttu í morgun veirurannsóknarstofu í borginni Wuhan í Kína.
03.02.2021 - 08:35
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
31.01.2021 - 15:08
Ár liðið frá fyrsta dauðsfallinu af völdum COVID-19
Eitt ár er í dag liðið síðan tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í heiminum. Búist er við að hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar komist til Wuhan í vikunni til að rannsaka uppruna veirunnar.
11.01.2021 - 19:35
WHO heldur til Kína næstkomandi fimmtudag
Hópur vísindamanna á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heldur til Kína á fimmtudag til að rannsaka uppruna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
11.01.2021 - 07:06
Segjast tilbúnir að taka á móti sérfræðingum WHO
Heilbrigðisyfirvöld í Kína lýstu því yfir í morgun að undirbúningur fyrir komu fjölþjóðlegrar rannsóknarnefndar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, til Wuhan væri í fullum gangi. Nefndinni er ætlað að grennslast fyrir um uppruna COVID-19, sem greindist fyrst í þessari kínversku stórborg síðla árs 2019.
09.01.2021 - 06:18
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
08.01.2021 - 05:50
WHO kallar eftir auknum viðbúnaði vegna COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur kallað eftir auknum viðbúnaði í Evrópu vegna hraðrar útbreiðslu þess afbrigðis kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi. Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að staðan í Evrópu væri mjög alvarleg.
07.01.2021 - 11:07
Kínversk yfirvöld hindra för fulltrúa WHO
Kínversk yfirvöld hindruðu í gær komu fulltrúa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar inn í landið. Rökin eru þau að beiðni fulltrúanna um vegabréfsáritun hafi ekki verið afgreidd enn.
06.01.2021 - 04:15
Hægagangur í bólusetningu veldur víða gremju
Hávær gagnrýni á hve langan tíma tekur að útdeila bóluefni gegn Covid 19 hefur heyrst víða um lönd. Í Þýskalandi kvarta læknar undan því að heilbrigðisstarfsfólk sé látið bíða eftir bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
02.01.2021 - 02:19
Bandaríkjamenn fylgjast grannt með nýju afbrigði
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast grannt með framvindu mála varðandi hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem kom upp á Bretlandseyjum fyrir skömmu. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um að banna ferðalög þangað eða þaðan.
21.12.2020 - 01:19
Hvetja Evrópubúa til að fagna jólum úti og með grímur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur Evrópubúa til að bera grímur ef þeir hittast um jólin, og biðlar til fólks að hittast utandyra. Í nýjum ráðleggingum sem stofnunin birti á heimasíðunni í dag segir að fólk hafi sennilega meiri þörf til að hitta sína nánustu um jólin en nokkru sinni fyrr, en að samkomur í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar skapi mikla smithættu.
17.12.2020 - 15:53
Senda sérfræðingahóp til að rannsaka uppruna COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendir tíu manna sérfræðingahóp til borgarinnar Wuhan í Kína í janúar til að rannsaka uppruna COVID-19. Stofnunin hefur staðið í margra mánaða samningaviðræðum við kínversk yfirvöld til að fá leyfi til að senda alþjóðlegan sérfræðingahóp til borgarinnar.
16.12.2020 - 23:24
Skráð COVID-19 tilfelli komin yfir 60 milljónir
Yfir 60 milljón kórónuveirutilfelli hafa greinst á heimsvísu samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar.
25.11.2020 - 21:13
WHO varar við lyfi sem Trump fékk við COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, gaf í morgun út tilkynningu um að stofnunin mæli gegn því að lyfið remdesivir sé gefið þeim sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús. Það er breiðvirkandi lyf sem notað hefur verið gegn veirusýkingum. Í tilkynningu WHO segir að engu skipti hversu veikir sjúklingarnir séu því ekki séu nein gögn sem bendi til þess að lyfið auki lífslíkur þeirra sem veikist af COVID-19. Lyfið var meðal annars gefið Bandaríkjaforseta þegar hann smitaðist af kórónuveirunni.
20.11.2020 - 09:27
Evrópu bíða sex erfiðir mánuðir
Næstu sex mánuðir verða erfiðir fyrir lömd Evrópu. Þetta er mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Samkvæmt skrám stofnunarinnar létust meira en 29.000 Evrópubúar úr COVID-19 í síðustu viku, eða einn á 17 sekúndna fresti.
19.11.2020 - 22:20