Færslur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

Hefja aftur rannsókn á uppruna COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætlar að hefja aftur rannsókn á uppruna COVID-19 og hefur skipað til þess hóp tuttugu og sex sérfræðinga. Michael Ryan, yfirmaður neyðardeildar stofnunarinnar, segir að sérfræðingar séu að falla á tíma til að finna upptök faraldursins. Einu og hálfu ári eftir að hann tók sig upp í Wuhanborg í Kína er enn óljóst hver kveikjan að því var.
„Okkar frumskylda að vernda líf og heilsu okkar“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það frumskyldu íslenskra stjórnvalda að vernda líf og heilsu borgara og að þau axli ábyrgð með því að bjóða upp á örvunarskammta af bóluefni við COVID-19. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fordæmdi á dögunum þær þjóðir sem nú þegar gefa örvunarskammta þrátt fyrir að milljónir bíði enn eftir fyrstu sprautunni.
Bandaríkin hunsa WHO og kaupa meira bóluefni
Bandarísk stjórnvöld hafa tryggt sér 200 milljónir skammta til viðbótar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Nota á þá til endurbólusetningar þeirra sem þegar hafa fengið bóluefni og til að bólusetja börn.
Óraunhæft markmið að útrýma COVID-19
Það er ekki raunhæft markmið að útrýma COVID-19 í heiminum, segir sérfræðingur á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Breska blaðið the Guardian hefur eftir David Nabarro, sérstökum ráðgjafa stofnunarinnar um COVID-19, að heimsbyggðin þurfi að læra að lifa með COVID-19 og koma í veg fyrir stórar hópsýkingar þegar ný afbrigði veirunnar koma fram.
Ódýrara fyrir samfélagið að draga úr ójöfnuði
Mikill munur er á heilsu og lifnaðarháttum milli þjóðfélagshópa hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum embættis Landlæknis. Menntun og fjárhagsleg afkoma hefur þar mikil áhrif en stofnunum samfélagsins ber að bregðast hratt við að mati skýrsluhöfunda.
Styrktarsjóður til eflingar nýsköpun í geðheilbrigði
Landsamtökin Geðhjálp leggja 100 milljónir króna til stofnunar Styrktarsjóðs geðheilbrigðis, og óska eftir því að ríkið verði með í stofnun sjóðsins og leggi til sömu fjárhæð. Einnig hefur verið leitað eftir stuðningi atvinnulífsins, að sögn Héðins Unnsteinssonar formanns samtakanna. 
WHO: Ekki tímabært að bólusettir láti grímuna falla
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að þau sem fengið hafi bóluefni við COVID-19 beri áfram grímu þar sem kórónuveirusmit eru útbreidd. Þetta tilkynnti stofnunin í dag, degi eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að bólusettir þyrftu ekki lengur að nota grímu.
Indverskt afbrigði COVID-19 hefur dreifst um allan heim
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, greinir frá því að það afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og talið er meginorsök neyðarástandsins á Indlandi um þessar mundir hafi greinst í tugum ríkja heims. Önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveiru hefur geisað á Indlandi um nokkurra vikna skeið og er sóttin skæðari þar þessa dagana en nokkurs staðar annars staðar.
WHO veitir bóluefninu Sinopharm neyðarleyfi
Alþjóðaheilbrigðissstofnunin veitti í dag neyðarleyfi til notkunar kínverska bóluefnisins Sinopharm. Bóluefnið er þegar notað víðsvegar um heim, en gefa þarf tvo skammta af því til að ná fullri virkni.
Mikill skortur á ljósmæðrum á heimsvísu
Líf milljóna kvenna og barna gætu verið í hættu ef ekki verður brugðist við miklum skorti á ljósmæðrum á heimsvísu, að því er Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við í dag.
Spegillinn
Græni covid-passinn jafnvel í næsta mánuði
Vonir standa til um að Ísland taki þátt í tilraunaverkefni með að nota samræmt covid-bólusetningarvottorð á Evrópska efnahagssvæðinu. Sviðsstjóri hjá Landlækni segir að ekki séu dæmi um að framvísað hafi verið fölsuðum vottorðum á landamærunum. Stefnt er að því að samræmdu vottorðin verði komin í almenna notkun í seinni hluta júní.
WHO gagnrýnir ESB fyrir hægagang í bólusetningu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gagnrýnir Evrópusambandið harðlega fyrir óásættanlegan hægagang í bólusetningu og lýsir yfir áhyggjum af alvarlegri stöðu faraldursins í Evrópu.
Vill afnema einkaleyfi fyrir bóluefni við COVID-19
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hvatti í dag til þess að einkaleyfi fyrir bóluefnum við COVID-19 yrðu afnumin til þess að tryggja að hægt væri að framleiða og selja ódýrar eftirgerðir af þeim.
Eigingirni ríkustu ríkja heims hryggir Ghebreyesus
Það er óraunhæft að áætla, að heimsbyggðin verði laus undan oki COVID-19 faraldursins í lok þessa árs, og ríkustu ríki heims sýna allt of mikla eigingirni þegar þau leggja meiri áherslu á að bólusetja ungt og heilbrigt fólk í sínum ranni en að tryggja bólusetningu framlínufólks og eldri borgara í fátækari ríkjum. Þetta kom fram í máli æðstu manna Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í gær.
Bandaríkin boða milljarðagreiðslur í sjóði WHO
Bandaríkjastjórn hyggst leggja um 200 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 26 milljarða króna, til reksturs Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, innan skamms. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta á fjarfundi með Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í nótt.
Nýjum smitum fækkar jafnt og þétt um nær allan heim
Staðfestum, nýjum COVID-19 tilfellum fer jafnt og þétt fækkandi í heiminum. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar greindust 2,7 milljónir manna með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 vikuna 8. - 14. febrúar; 16 prósentum færri en vikuna þar á undan. Á sama tíma dóu 81.000 manns af völdum sjúkdómsins svo vitað sé, eða tíu prósentum færri en í fyrstu viku febrúar.
Kórónuveiran jafnvel komin til sögunnar í október 2019
Sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem voru sendir til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins, telja að útbreiðsla farsóttarinnar kunni að hafa verið mun meiri í Wuhan í desember 2019 en áður var talið.
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.
Færeyingar vilja í Alþjóða heilbrigðismálastofnunina
Færeyingar hyggjast sækja um sjálfstæða aðild að Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO, og verður umsókn þar að lútandi lögð fram á aðalfundi stofnunarinnar 21. maí næstkomandi.
Sérfræðingar WHO skoðuðu Veirufræðistofnun Wuhan í dag
Sérfræðingahópur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins í Kína, heimsótti í dag Veirufræðistofnun Wuhan. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og háttsettir ráðamenn og embættismenn Trump-stjórnarinnar hafa haldið því statt og stöðugt fram, án rökstuðnings, að faraldurinn hafi átt upptök sín á rannsóknastofu innan stofnunarinnar.
Skoðuðu veirurannsóknarstofu í Wuhan
Sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem leita uppruna kórónuveirunnar, heimsóttu í morgun veirurannsóknarstofu í borginni Wuhan í Kína.
03.02.2021 - 08:35
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
myndskeið
Ár liðið frá fyrsta dauðsfallinu af völdum COVID-19
Eitt ár er í dag liðið síðan tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í heiminum. Búist er við að hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar komist til Wuhan í vikunni til að rannsaka uppruna veirunnar.  
11.01.2021 - 19:35
WHO heldur til Kína næstkomandi fimmtudag
Hópur vísindamanna á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heldur til Kína á fimmtudag til að rannsaka uppruna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Segjast tilbúnir að taka á móti sérfræðingum WHO
Heilbrigðisyfirvöld í Kína lýstu því yfir í morgun að undirbúningur fyrir komu fjölþjóðlegrar rannsóknarnefndar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, til Wuhan væri í fullum gangi. Nefndinni er ætlað að grennslast fyrir um uppruna COVID-19, sem greindist fyrst í þessari kínversku stórborg síðla árs 2019.