Færslur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

Segir enn óljóst hvort bóluefni finnist gegn Covid-19
Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við því að morgun að treysta um of á að bóluefni myndi leysa allan vanda vegna Covid-19. Það gæti farið svo að ekkert bóluefni vinni gegn veirunni og sjúkdómnum. Kórónuveirusmitum fjölgar nú hratt í ríkjum sem í síðustu viku virtust hafa náð stjórn á faraldrinum.
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Alvarlegt ástand í Suður Afríku
Yfir hálf milljón kórónuveirusmita hefur verið skráð í Suður Afríku. Jafnframt álíta sérfræðingar að raunverulegur fjöldi þeirra sem látist hafi þar í landi sé töluvert vanmetinn.
Unga fólkið má ekki sofna á verðinum
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), ítrekaði á blaðamannafundi í dag að ungt fólk þyrfti að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirufaraldrinum.
Mesti fjöldi látinna síðan í lok apríl
Síðasta sólarhring létust 9.753 af völdum COVID-19 í heiminum, flestir í Perú þar sem 3.876 létust af völdum sjúkdómsins. Brasilía er það land þar sem næstflestir létust, 1.284 og síðan koma Bandaríkin þar sem 1.074 létust úr COVID-19. Þetta er mesti fjöldi dauðsfalla vegna sjúkdómsins síðan 30. apríl. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring.
24.07.2020 - 22:36
Yfir 15 milljónir hafa sýkst af COVID-19
Yfir 15 milljón kórónuveirusmit hafa nú greinst á heimsvísu samkvæmt Reuters fréttaveitunni, sem segir smithraða halda áfram að færast í vöxt á sama tíma og ríki heims séu klofin í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að bregðast við faraldrinum.
Börn síður bólusett í faraldrinum
Milljónir barna á heimsvísu fengu ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar á árinu. Ástæðan er rakin til COVID-nítján faraldursins. Í 68 löndum, hið minnsta, höfðu takmarkanir tengdar faraldrinum þær afleiðingar að ekki var farið með ungabörn í bólusetningu við sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, stífkrampa og kíghósta.
Langt þar til lífið færist í eðlilegt horf
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir að ástandið vegna COVID-19 farsóttarinnar eigi eftir að versna enn frekar grípi ríkisstjórnir vissra landa ekki til afgerandi ráðstafana til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.
Aldrei fleiri ný smit á einum sólarhring
COVID-19 smitum fjölgaði um 228.102 á heimsvísu síðasta sólarhringinn. Smitum hefur aldrei fjölgað jafnmikið á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Segir Bandaríkin formlega að hætta í WHO
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur formlega dregið Bandaríkin úr Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO. Þar með hefur hann látið verða af hótunum um slíkt. Forsetinn hefur lýst yfir óánægju með viðbrögð stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Öldungadeildarþingmaður Demókrata, Robert Menendez, greinir frá því því í færslu á Twitter að þingið hafi fengið tilkynningu þess efnis. 
WHO stöðvar lyfjaprófanir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur stöðvað lyfjaprófanir á malaríulyfinu hýdroxíklórókín og HIV-lyfinu lopinavir/ritonavir í baráttunni við COVID-19 faraldurinn.
04.07.2020 - 22:21
Telur að styttist í lyf gegn kórónuveirunni
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í Genf vonast til þess að hægt verði að framleiða nokkrar milljónir skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þeir sem eru sérlega berskjaldaðir gegn sjúkdómnum eigi að fá lyfið á undan öðrum.
Fréttaskýring
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin dregst inn í pólitísk átök
Ef Bandaríkin slíta sambandi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina bitnar það á baráttunni gegn lömunarveiki og þróun lyfja því framlag þeirra er eyrnamerkt þessum málaflokkum, segir Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Héðinn Unnsteinsson, fyrrverandi starfsmaður stofnunarinnar, segir að hún hafi dregist inn í pólitísk átök Bandaríkjanna og Kína.
Alþjóðaheilbrigðisstofnuninn mælir með andlitsgrímum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur breytt stefnu sinni varðandi andlitsgrímur og mælir nú með að þær séu notaðar á almannafæri.
Bandaríkin slíta á tengsl við WHO
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að slíta öll tengsl við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina vegna þess hvernig hún hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi dauðsfalla af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu hefur rokið upp að nýju.
WHO: Ungmenni ginnt til reykinga
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur fram að tóbaksframleiðendur beiti banvænum brögðum til að ginna börn og unglinga til reykinga. Það væri engin tilviljun að mikill meirihluti reykingafólks kveikti í fyrstu sígarettunni fyrir átján ára aldur.
29.05.2020 - 06:26
Myndskeið
WHO ræður frá notkun á malaríulyfi gegn COVID-19
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ræður fólki frá því að nota malaríulyfið hydroxychloroquine gegn COVID-19. Ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi lyfsins í meðferð sjúkdómsins eða til að fyrirbyggja smit.
Trump hótar að hætta fjárveitingum til WHO endanlega
Donald Trump Bandaríkjaforseti, hótar því að stöðva endanlegar allar greiðslur ríkisins til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar, WHO. Í bréfi hans til forstjóra stofnunarinnar fer hann fram á þó nokkrar breytingar, ella hætti fjárveitingar.
Rannsaka tengsl COVID-19 og sjúkdóms sem herjar á börn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, skoðar nú hvort tengsl séu á milli kórónuveirunnar og bólguvaldandi sjúkdóms sem börn hafa veikst og látist af bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa mörg lönd tilkynnt tilvik sjúkdómsins í börnum, en einkenni hans svipa til Kawasaki-veikinnar.
Fréttaskýring
Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.
Fleiri en 200 þúsund látin vegna kórónuveirunnar
Í fimm löndum í heiminum hafa nú fleiri en 20 þúsund látist vegna kórónuveirunnar. Fleiri en 200 þúsund dauðsföll vegna eru nú staðfest í heiminum vegna veirunnar.
WHO: COVID-19 er heimsfaraldur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst COVID-19 sem heimsfaraldri. Með því er átt við veiran hefur dreifst mjög víða, jafnvel um allan heim. Þá eru fleiri sjúkdómstilfelli en búast má við í mörgum löndum/heiminum öllum á tilteknu tímabili.
Verða að loka 50 sjúkrahúsum í Sýrlandi
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsir áhyggjum sínum af ástandinu í Idlib héraði í Sýrlandi. Í janúar urðu stofnunin og samstarfsmenn hennar að loka yfir 50 læknis- og hjúkrunaraðstöðum sökum óöryggis, mögulegra árása, eða einfaldlega vegna þess að stór svæði voru orðin mannlaus eftir að almennir borgarar leituðu skjóls undan stöðugum átökum og loftárásum.
Viðtal
„Það á eftir að koma í ljós hversu skæð sýkingin er“
Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að ný veira, sem nýlega greindist í landinu, getur borist manna á milli. Á annað hundrað hafa sýkst af veirunni og þrír látist. Upptök sýkingarinnar eru rakin til fiskmarkaðar í borginni Wuhan í suðurhluta Kína og hafa flest tilfellanna greinst þar í borg. Kínverska nýárið er handan við hornið og margir á faraldsfæti en stjórnvöld segjast hafa stjórn á aðstæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki tilefni til að grípa til sérstakra aðgerða hér.