Færslur: Alþjóðaflug

Tafir og ringulreið á flugvöllum
Miklar tafir og ringulreið eru á mörgum flugvöllum í Evrópu, einna mestar á Bretlandseyjum. Meira en 150 áætlaðar flugferðir frá breskum flugvöllum voru felldar niður í gær. Svo virðist sem flugfélög og flugvellir hafi á engan hátt verið nægilega vel búin undir fjölgun farþega. Margir farþegar hafa lent í miklum hremmingum og margar hryllingssögur hafa verið sagðar í fjölmiðlum af vandræðum ferðafólks sem kemst hvorki lönd né strönd,
Flugumferð um Keflavík nálgast það sem var 2019
Millilandaflug er óðum að færast í eðlilegt horf eftir covid-19 faraldurinn og er fjöldi brottfara að nálgast það sem var sumarið 2019.
Hjóla í flugfélag sem ítrekað aflýsti heimferð
Hópur kvenna í hjólaferð á Spáni hefur ekki komist heim þrátt fyrir að brottför hafi verið áætluð á mánudag með spænska flugfélaginu Vueling. Þórdís Rósa Sigurðardóttir, ein kvennanna, segist ósátt með biðina og skýringar flugfélagsins.
17.03.2022 - 19:14
Fjölda flugferða hefur verið aflýst
Þremur flugferðum frá Keflavíkurflugvelli og fjórum ferðum til vallarins hefur verið aflýst í kvöld.
21.02.2022 - 17:14
Deilt um hvort 5G bylgjur trufli flugvélar
Nokkur flugfélög hafa fellt niður ferðir til bandarískra borga vegna hættu á að 5G fjarskiptamöstur trufli hæðarmæla í ákveðnum flugvélum. Skiptar skoðanir eru um hversu stór vandinn er í raun og veru.
Enn er þúsundum flugferða aflýst
Minnst 3.600 flugferðum var aflýst víðs vegar um heim í dag vegna mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þar af áttu um 2.100 flugferðir að fara frá bandarískum flugvelli.
Búið að aflýsa um 6.300 flugferðum um jólin
Um eða yfir 6.300 flugferðum hefur verið aflýst um jólin, aðallega vegna manneklu sem rekja má til COVID-19. Í tilkynningum flugfélaga kemur fram að flugstjórar, flugfreyjur, flugþjónar og annað starfsfólk hafi boðað forföll í stórhópum vegna COVID-19 smita eða sóttkvíar vegna hættu á smiti. Í Bandaríkjunum, þar sem flestum ferðum var frestað, bætti óveður í Vesturríkjunum gráu ofan á svart og olli ekki einungis truflunum á flugumferð þessa miklu ferðahelgi heldur líka ófærð á vegum.
26.12.2021 - 06:28
Þúsundum flugferða aflýst um jólin vegna COVID-19
Þúsundum flugferða hefur verið aflýst í aðdraganda jóla vegna manneklu af völdum forfalla. Kemur þar hvort tveggja til COVID-19 smit meðal starfsfólks og einangrun og sóttkví starfsfólks sem útsett hefur verið fyrir smitum.
25.12.2021 - 05:34
Loftferðasamningur við Úkraínu undirritaður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu undirrituðu loftferðasamning milli ríkjanna í dag.
Play tryggir sér sex nýjar flugvélar
Flugfélagið Play hefur tryggt leigu á sex nýjum flugvélum sem koma inn í reksturinn á næstu tveimur árum og hyggst félagið bæta við sig allt að 200 starfsmönnum í vor. Félagið kynnti í morgun hálfs árs uppgjör.
01.09.2021 - 12:06
Engir afarkostir fyrir starfsfólk Play
Ekki er verið að setja starfsfólki flugfélagsins Play neina afarkosti segir Birgir Jónsson forstjóri félagsins.
24.08.2021 - 09:17
Play sækir um heimild til Bandaríkjaflugs
Flugfélagið Play skilaði fyrir helgi umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til að hefja farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir umsóknina flókið verkefni en stefnt sé að því að hefja sölu á miðum á þessu ári.
23.08.2021 - 14:54
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Flugumferðarstjórar með heimild til vinnustöðvunar
Kjarasamningar Flugumferðarstjóra hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður gengið hægt fyrir sig. Arnar Hjálmsson, formaður félags Íslenskra flugumferðarstjóra segir hægagang meðal annars stafa af því að viðræður hafi strandað á umræðum um vinnutíma og starfslokaaldur flugumferðarstjóra.
12.08.2021 - 14:56
Myndskeið
Skoða handahófskennda athugun á vottorðum í Leifsstöð
Til skoðunar er að taka upp handahófskennda athugun á bólusetningarvottorðum erlendra ferðamanna í Leifsstöð. Ferðamálaráðherra og forstjóri Icelandair segja ástandið í komusal Leifsstöðvar óboðlegt.
Farþegar í júlí jafnmargir og fyrstu sex mánuði ársins
Farþegar í flugi Icelandair í voru um 131.000 fleiri í júlí 2021 heldur en í sama mánuði í fyrra. Forstjóri Icelandair group segir að fjöldi farþega í júlí hafi verið jafn mikill og samanlagður fjöldi í fyrstu sex mánuðum ársins.
06.08.2021 - 11:13
Myndskeið
Dagarnir verða ekki stærri
Flugfélagið Play fór jómfrúarferð sína í dag. Um svipað leyti hófst hlutafjárútboð félagsins og segir forstjóri þess að Play sé komið til að vera. Fyrsti áfangastaðurinn voru Lundúnir og voru margir farþeganna að ferðast í fyrsta skipti frá því fyrir COVID-faraldur. Löngu tímabært, sögðu þeir.
Upphaf faraldursins ekki óviðráðanlegar aðstæður
Flugfélaginu Icelandair hefur verið gert að greiða farþegum 400 evrur í skaðabætur vegna flugs FI528 frá Keflavík til Berlínar 18. mars 2020. Kvartanir bárust frá farþegum eftir að fluginu var aflýst og för þeirra til heimalandsins seinkaði um tæplega 14 klukkustundir.
23.06.2021 - 16:17
Ferðaráðleggingar sóttvarnalæknis í endurskoðun
Unnið er að endurskoðun á ferðaráðum sóttvarnalæknis en sem stendur ræður hann íbúum Íslands frá ferðalögum til allra landa nema Grænlands. Þrátt fyrir að fullbólusettum landsmönnum standi til boða að fá samevrópskt bólusetningarvottorð mega þeir þó ekki fara til Bandaríkjanna og Kanada.
Stefna á hljóðfrátt farþegaflug fyrir 2030
Eftir þungar búsifjar undanfarna 18 mánuði vegna kórónuveirunnar eru batamerki á flugbransanum, alltént ef marka má stórhuga áform bandaríska flugfélagsins United Airlines. Þar á bæ hafa menn pantað 15 stykki af hljóðfráum farþegaþotum frá sprotafyrirtækinu Boom Supersonic í Denver og hyggjast bjóða upp á hljóðfrátt áætlunarflug áður en áratugurinn er úti. 
Losun vegna flugvéla hrynur annað árið í röð
Losun vegna flugsamgangna íslenskra flugfélaga dróst saman um 68 prósent á milli áranna 2019 og 2020. Það var annað árið í röð sem losun dróst saman, af ólíkum ástæðum þó.
02.06.2021 - 15:25
Vel yfir þúsund störf samhliða auknum umsvifum
Vel yfir þúsund störf hafa skapast samhliða auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir marga bíða eftir að komast í störfin sín á flugvellinum en ekki komist allir að í sumar.
171 land er nú hááhættusvæði
171 land er á nýjum lista heilbrigðisráðuneytisins yfir svæði og lönd sem talin eru hááhættusvæði vegna COVID-19. Löndunum á listanum hefur fjölgað um 33 frá síðasta lista. Allir sem koma frá þessum svæðum þurfa að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Þó er hægt að sækja um undanþágu frá því. 
Kom í dagsferð frá Bandaríkjunum til að sjá gosið
Fjölga á starfsmönnum í skimun og vottorðaskoðun á Keflavíkurflugvelli, en aukinn þungi er að færast í komu ferðamanna hingað til lands. Níu vélar eru væntanlegar hingað á morgun. Bandarískur ferðamaður sem kom hingað til lands í dagsferð til að sjá eldgosið í Geldingadölum fór fýluferð.
Myndskeið
Lifnar senn yfir Keflavíkurflugvelli
Það styttist í að líf færist yfir Keflavíkurflugvöll á ný. Amerísk flugfélög hefja áætlunarflug hingað í maí og fjöldi evrópskra flugfélaga hefur tryggt sér lendingapláss í sumar. Þá fjölgar senn í hópi starfsmanna á flugvellinum.