Færslur: Alþingiskosningar 2021

Lengsta bið eftir þingsetningu síðan 1987
Síðast þegar leið jafn langur tími og nú milli kosninga og þingsetningar var Vigdís Finnbogadóttir forseti, Davíð Oddsson borgarstjóri og Þorsteinn Pálsson tók við taumunum í forsætisráðuneytinu af Steingrími Hermannssyni.
22.11.2021 - 11:28
Myndskeið
Guðbrandur ætlar að greiða atkvæði með endurtalningunni
Ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós um næstu helgi, segir formaður Framsóknarflokksins, en það fari eftir afgreiðslu Alþingis á kjörbréfum. Fjórir fimmmenninganna sem greiða atkvæði um eigin þingmennsku eru tregir að gefa upp afstöðu sína en Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, ætlar að greiða atkvæði með endurtalningunni.
21.11.2021 - 19:35
Silfrið
Fordæmalausar launahækkanir og ekki á það bætandi
Launahækkanir á Íslandi á liðnum árum eru án fordæma á Vesturlöndum. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fer til MDE ef seinni talningin verður látin gilda
Frambjóðandi sem kærði framkvæmd alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi segir útilokað að sætta sig við að seinni talning í kjördæminu fái að standa. Málinu verði vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu ef Alþingi staðfestir þessa niðurstöðu.
Leggur til uppkosningu eða að seinni talningin gildi
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa leggur til tvo kosti varðandi niðurstöðuna í Norðvesturkjördæmi. Annað hvort fari fram uppkosning í kjördæminu eða að seinni talningin verði látin gilda. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki tjá sig um gögn sem væru í vinnslu innan nefndarinnar.
Úrslit kosninga ráðast á fimmtudag
Næstkomandi fimmtudag ræðst hvort ráðist verður í uppkosningu vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi eða hvort niðurstöður endurtalningarinnar fái að standa. Þann dag kýs Alþingi um niðurstöður kjörbréfanefndar sem kosin verður strax eftir þingsetningu á þriðjudaginn kemur.
Telur ríkisstjórnina nýta sér kosningaklúðrið sem skjól
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust á fundi nú fyrir hádegi til að ræða stöðuna sem upp sé komin þar sem ekki stendur til að ræða fjárlagafrumvarpið fyrr en í byrjun desember. Þau segja ríkisstjórnina hafa nýtt sér ástandið í Norðvesturkjördæmi sem skjól.
18.11.2021 - 12:32
Lýsa málsatvikum á sautján blaðsíðum
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa birti í gær drög að ítarlegri málsatvikalýsingu á framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. Þar er farið yfir það á sautján blaðsíðum hvernig staðið var að talningu og endurtalningu atkvæða og hvaða upplýsingar hafa komið fram í störfum nefndarinnar.
18.11.2021 - 10:36
Stjórnarandstaðan fundar um stöðu þingsins
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi ætla að hittast núna fyrir hádegi til að ræða stöðu þingsins.
18.11.2021 - 10:00
Sjónvarpsfrétt
Þrif, skýrslulestur og rölt um tómlega ganga Alþingis
Það er óskaplega skrítið og dálítið tómlegt að sitja og bíða eftir að Alþingi komi saman. Þetta segja þingmenn. Þeir drepa tímann með þrifum, lesa gamlar skýrslur og undirbúa frumvörp.
17.11.2021 - 19:42
Alþingi sett á þriðjudaginn í næstu viku
Alþingi verður sett á þriðjudaginn, 23.  nóvember, við hátíðlega athöfn. Á þeim fundi verður kosin kjörbréfanefnd og undirbúningskjörbréfanefnd leggur fram niðurstöður sínar. Framhaldsfundur verður á fimmtudag þar sem tekin verður til umræðu niðurstaða undirbúningskjörbréfanefndar og greidd atkvæði um hana.
17.11.2021 - 16:54
Kastljós
Hallast að því að seinni talningin í Norðvestur gildi
Inga Sæland, sem á sæti í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni núna en að seinni talningin í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt frekar á þessu stigi málsins en reiknaði ekki með að það yrðu miklar breytingar á þeim dögum sem nefndin ætlaði að nota til að ljúka störfum.
16.11.2021 - 21:38
Segja viðræður ganga vel og hlakka til þingstarfa
Formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks segja stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formennirnir eru óþreyjufullir að hefja þingstörf eftir meira en fjögurra mánaða hlé. 
„Brot ekki aðeins staðfest heldur hefur þeim fjölgað“
Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður þriggja frambjóðenda sem misstu sæti sitt þegar atkvæði voru endurtalin í Norðvesturkjördæmi, gera margvíslegar athugasemdir við drög að málsatvikalýsingu sem undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa birti fyrir helgi. Karl Gauti segir að þau brot á kosningalögum sem hann hafi talið upp í kæru sinni hafi ekki aðeins verið staðfest með rannsókn nefndarinnar heldur hafi þeim fjölgað.
Kjörgögn rangt flokkuð við talningu í NV-kjördæmi
Undirbúningskjörbréfanefnd uppgötvaði í vettvangsferð sinni í Borgarnes í dag að einhver kjörgögn höfu verið rangt flokkuð við talningu. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að skera úr um alvarleika þessa fyrr en nefndin hefur fundað.
Nefndin fer mögulega aftur í vettvangsferð
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis, gerir sér vonir um að nefndin geti skilað niðurstöðu í næstu viku. Mögulegt er að nefndin fari aftur í vettvangsferð í Borgarnes til að skoða enn betur flokkun kjörgagna. 
Gaf engum tilmæli um að vakta þyrfti talningarsalinn
Ingi Tryggvason, fráfarandi formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmi, gaf engum tilmæli um að vakta þyrfti talningasalinn á Hótel Borgarnesi því „þeir á hótelinu vita með hvernig hætti þetta á að vera og að enginn utanaðkomandi á að fara þarna inn.“ Einn úr yfirkjörstjórninni viðurkenndi hjá lögreglu að frágangurinn hefði líklega ekki verið eins og lög gerðu ráð fyrir og annar sagði að hann hefði átt hunsa fyrirmæli um að fara heim að sofa og sjá frekar til þess að atkvæðin væru tryggð.
09.11.2021 - 16:18
Undirbúningsnefnd á minnst viku eftir
Gert er ráð fyrir að undirbúningskjörbréfanefnd muni starfa út næstu viku hið minnsta. Þetta segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar. Nefndin er langt á veg komin með gagnaöflun, sem snýst að mestu um að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Gagnrýna leynd yfir rannsókn kjörbréfa
Fjórir kærendur alþingiskosninganna gagnrýna það sem þeir kalla mikla og ónauðsynlega leynd yfir fundum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa.
06.11.2021 - 12:18
Samstaða í störfum undirbúningskjörbréfanefndar
Stíf fundahöld eru enn hjá undirbúningskjörbréfanefnd vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir enn of snemmt að segja til um hvenær störfum nefndarinnar lýkur. Formenn stjórnarflokkanna stefna á að kynna nýja ríkisstjórn í lok næstu viku.
Hafa rætt stjórnarmyndun í rúmar fimm vikur
Formenn stjórnarflokkanna hittast á föstudag til að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Formenn Vinstri grænna og Framsóknar koma heim af þingi Norðurlandaráðs á morgun. Undirbúningskjörbréfanefnd fundar stíft á sama tíma og er niðurstöðu hennar beðið. Gangi allt eftir gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós um miðjan mánuðinn.
Ný ríkisstjórn gæti verið kynnt eftir helgi
Viðræður formanna stjórnarflokkanna þriggja halda áfram um helgina og svo gæti farið að ný ríkisstjórn verði mynduð í næstu viku.
03.11.2021 - 07:09
Viðtal
Ný stjórn verði að bíða niðurstöðu kjörbréfanefndar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það óvenjulega stöðu á síðustu tímum að engin óvissa sé um ríkisstjórn og meirihluta hennar að loknum þingkosningum. Fyrir liggi langtímastefnumótun, sem sé önnur staða en að vera í algjörri óvissu um komandi tíð. Ný stjórn verði líklega ekki kynnt fyrr en niðurstaða liggur fyrir í Norðvesturkjördæmi.
Ráðherrar á þönum og hlé á stjórnarmyndunarviðræðum
Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow: Forsætisráðherra, umhverfisráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Þá sækir formaður Framsóknarflokksins þing Norðurlandaráðs á sama tíma. Því er ljóst að formlegar stjórnarmyndunarviðræður munu liggja niðri um hríð.
Kjörbréfanefnd komin með ljósmyndir hótelstarfsmanna
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fékk í vikunni sendar þær ljósmyndir sem þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku af óinnsigluðum kjörgögnum á talningastað. Lögreglustjórinn á Vesturlandi taldi sér ekki skylt að upplýsa Alþingi hvort yfirkjörstjórnin hefði verið sektuð fyrir brot á kosningalögum.