Færslur: Alþingiskosningar 2016

Stefnt að formlegum viðræðum flokkanna 5
Forystumenn þeirra fimm flokka sem hafa fundað um helgina um mögulegt stjórnarsamstarf ætla að hitta þingflokka sína í dag og bera undir þá tillögu um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Þetta kom fram eftir fund forystumannanna sem hófst klukkan 13 og stóð í rúman einn og hálfan tíma.
20.11.2016 - 14:42
Birgitta: „Sögulegt ef 5 flokkar næðu saman“
Forystumenn fimm flokka á Alþingi hittast aftur á fundi klukkan 13 í dag og eftir þann fund er líklegt að það skýrist hvort þeir hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Katrín Jakobsdóttir, sem fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag, sagðist eftir fund flokkanna í gær sjá það vel fyrir sér að flokkarnir gætu unnið saman - fólk hefði verið lausnamiðað.
20.11.2016 - 12:20
Ætla að hittast á sama tíma á morgun
Forystumenn flokkanna fimm, sem ræddu saman í dag á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi, ætla að hittast aftur á morgun á sama tíma í forsætisnefndarherbergi Alþingis eða klukkan 13. Þeir forystumenn sem fréttastofa ræddi við strax eftir fundinn í dag voru bjartsýnir og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði fólk hafa verið lausnamiðað.
19.11.2016 - 18:25
Formenn flokkanna 5 bjartsýnir eftir fundinn
Fundi forystumanna VG, Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er lokið. Fundurinn, sem hófst klukann 13 og átti að standa í tvær klukkustundir, dróst eilítið á langinn og lauk hálfíma á eftir áætlun eða klukkan 15:30. Engin formleg ákvörðun hefur verið tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður en flokkarnir ætla að hittast aftur á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir fólk hafa verið lausnamiðað og sjá það vel fyrir sér að flokkarnir geti unnið saman.
19.11.2016 - 15:35
Formenn hóflega bjartsýnir fyrir fundinn í dag
Formenn Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingarinnar hafa ekki áhyggjur af því að það sé of mikið að fimm flokkar myndi næstu ríkisstjórn - formaður Samfylkingarinnar telur að of mikið sé gert úr þessum fjölda. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hittir forystumenn fjögurra flokka á fundi í dag.
19.11.2016 - 11:50
Hittir fulltrúa fjögurra flokka á morgun
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur boðað fulltrúa Viðreisnar, Pírata, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar til fundar við sig á morgun. Þetta sagði Katrín í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. „Þetta var hið augljósa skref að taka,“ sagði Katrín. Það myndi skýrast um helgina hvort flokkarnir fimm myndu hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.
18.11.2016 - 17:43
Fyrsti fundurinn með Loga - síðasti með Bjarna
Katrín Jakobsdóttir, sem í dag fékk stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum, mun á morgun hitta formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Katrín ætlar að taka daginn snemma og byrjar fyrsti fundurinn klukkan 9:30. Ólíkt Bjarna Benediktssyni, sem fundaði fyrst með Katrínu þegar hann hafði stjórnarmyndunarumboðið, ætlar Katrín að hitta hann síðast.
16.11.2016 - 23:56
Birgitta: Viðreisn komin í ómögulega stöðu
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir á Facebook-síðu sinni að flokkurinn vilji alveg taka ábyrgð og sæti í ríkisstjórn ef svo ber undir. Hún segir að Viðreisn sé búin að koma sér í ómögulega stöðu. Tilboð Pírata um minnihlutastjórn hafi átt að höggva á þann hnút sem upp var komin þegar Viðreisn sagðist ekki vilja vera með í því sem flokkurinn kallaði píratabandalagið.
15.11.2016 - 21:41
Katrín boðuð á Bessastaði á morgun
Forseti Íslands hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, á sinn fund klukkan 13 á morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetaembættinu. Þar kemur fram að forseti Íslands hafi rætt við forystumenn allra þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi eftir fund sinn með Bjarna Benediktssyni á Bessastöðum síðdegis í dag og hafi ákveðið í framhaldinu að boða Katrínu á sinn fund.
15.11.2016 - 18:41
Viðræðum slitið - þetta gerðist í dag
Bjarni Benediktsson stöðvað í dag stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir tæpum hálfum mánuði og fyrir tæpri viku hófust formlegar viðræður milli flokkanna þriggja. Bjarni fór á fund forseta Íslands klukkan fimm í dag og sagði eftir þann fund að næstu skref væru hjá forsetanum. Hann myndi halda áfram að ræða við formenn hinna flokkanna og sitt fólk.
15.11.2016 - 16:02
Guðni eltur á málræktarþing í Þjóðminjasafninu
Gestum málræktarþings Íslenskrar málnefndar sem nú stendur yfir í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins brá eflaust í brún þegar fjölmiðlaher birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ástæðan var þó ekki einlægur áhugi þeirra á efni þingsins - Tungan og netið - heldur hver yrðu næstu skref hjá forseta Íslands í ljósi tíðinda dagsins.
15.11.2016 - 15:50
Benedikt: Bjarni vildi Framsókn
„Ég held að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki talið sig geta náð í gegn málamiðlunum í sínu baklandi, sem nauðsynlegar voru og við treystum okkur til að ná í gegn okkar megin,“ segir Benedikt Jóhannsson, formaður Viðreisnar, um ástæður þess að slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum. Sjávarútvegsmál og þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB málefnin sem á steytti. Segir formann Sjálfstæðisflokksins hafa haft mikinn áhuga á því að fá Framsóknarflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðurnar.
15.11.2016 - 15:35
Bjarni fundar með forsetanum klukkan fimm
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á fundi á Bessastöðum klukkan fimm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið síðdegis í dag.
15.11.2016 - 15:28
Smári telur að Bjarni eigi að skila umboðinu
Smári McCarthy, þingmaður og einn af umboðsmönnum Pírata, telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki aðra valkosti í stöðunni en að skila stjórnarmyndunarumboðinu. „Ég hef ekki orðið var við það að VG hafi einhvern áhuga á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Smári. Hann telur það liggja í augum uppi að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fái næst tækifæri til að mynda nýja stjórn.
15.11.2016 - 15:20
Ráða hugsanlega ráðum sínum símleiðis í kvöld
Forystumenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa enn ekki lokið viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Þeir héldu fundum sínum áfram fram á kvöld, og þegar fréttastofa náði tali af Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrir um klukkustund sagði hann að viðræðurnar þokuðust áfram, þótt enn sæi ekki til lands. Hann bjóst allt eins við að menn réðu áfram ráðum sínum símleiðis í kvöld.
14.11.2016 - 22:19
Býst alveg eins við ráðherradómi
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins hefði ekki farið í stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð teldi Bjarni ekki mjög líklegt að úr yrði. Áður en hægt hefði verið að fara af stað í formlegar viðræður hefði þurft að róa fólk eftir kosningarnar og hann telur skynsamlegt af Bjarna að þreifa á öllum, meta svo stöðuna á ákveðnum tímapunkti og fara þá í alvöru viðræður.
14.11.2016 - 09:40
Sauðkrækingar fengu leiðindabréf merkt Pírötum
Sumir íbúar á Sauðárkróki fengu fyrr í þessari viku sendingu inn um bréflúguna hjá sér, sem látin er líta út fyrir að komi frá Pírötum, þar sem þeim eru ekki vandaðar kveðjurnar og kallaðir aumingjar. Þingmaður Pírata í kjördæminu, Eva Pandora Halldórsdóttir, kannast ekki við að sendingin komi frá einhverjum tengdum flokknum.
11.11.2016 - 14:57
Fáir valkostir í stöðunni hjá Bjarna
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nú haft umboð til stjórnarmyndunar í rúma viku. Hann sagði sjálfur í gær, eftir fund með þingflokki sínum, að staðan til stjórnarmyndunar væri þröng. Valkostir væru fáir eftir að ýmsir flokkar hefðu lýst því yfir strax að loknum kosningum að þeir vildu ekki starfa með hinum og þessum.
10.11.2016 - 12:06
Formlegar viðræður gætu hafist í þessari viku
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það væri best að hafa þrjá flokka í næstu ríkisstjórn en ekki sé útilokað að það þurfi fjórða flokkinn til. Hann sé þó ekki hrifinn af því. Bjarni er vongóður um að geta hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður á næstu dögum og reiknar með að upplýsa forseta Íslands um gang mála í þessari viku.
08.11.2016 - 11:18
Landskjörstjórn búin að úthluta þingsætum
Úrslit þingkosninganna um þar síðustu helgi liggja nú fyrir. Landskjörstjórn kom saman í dag, fór yfir skýrslur yfirkjörstjórna og úthlutaði um leið þingsætum auk þess að gefa út kjörbréf til allra nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna. Endanleg ákvörðun er þó Alþingis sem þarf að fara yfir kjörbréf þingmanna og kveða upp úr um hvort þeir séu löglega kosnir.
07.11.2016 - 18:10
Svandís: Forystumenn verða að fá ráðrúm
Engir augljósir stjórnarmyndunarkostir eru í stöðunni og bakland flokkanna,forystu þeirra og almenningur verða að fá ráðrúm til að melta þessa nýju stöðu. Þetta skrifar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, á Facebook-síðu sína í morgun. Hún vill að þingið komi sem fyrst til starfa, óháð stjórnarmyndun, svo hægt að sé að byrja að glíma við fjárlagafrumvarpið.
07.11.2016 - 12:28
Engar formlegar viðræður í dag
Engar formlegar viðræður milli forkólfa stjórnmálaflokkanna hafa verið boðaðar í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að fundir hans með forystufólki annarra flokka hafi verið gagnlegir, en næst fundar hann með þingflokki sínum í dag eða á morgun. Bjarni hefur umboð til stjórnarmyndunar en það ferli er ekki hafið.
04.11.2016 - 12:44
Kári hissa á niðurstöðum kosninga
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að umræða um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninga hafi verið gersamlegar meiningarlaus og ekkert í fjárhagsáætlunum næstu ára bendi til þess að það eigi að byggja upp í því á næstu árum. 
04.11.2016 - 09:16
Ekki nauðsyn að samþykkja fjárlög fyrir áramót
Hægt er að halda íslenska ríkinu og stofnunum þess gangandi þó fjárlög séu ekki samþykkt fyrir áramót. Í stjórnarkreppu veturinn 1979 til 1980 frestaðist samþykkt fjárlaga fram í apríl án þess að starfsemi ríkisins og stofnana þess legðist af. Þáverandi fjármálaráðherra segir einfalt að bregðast við með þessum hætti.
03.11.2016 - 16:08
„Við ætlum að hafa samflot í þessum viðræðum“
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í Ráðherrabústaðnum klukkan 15. Benedikt staðfesti í samtali við fréttamenn að flokkarnir ætluðu að hafa samflot í þessum viðræðum. „Við höfum talað saman og sjáum að okkar áherslur eru það líkar að það er betra að leggja þær saman í púkk.“
03.11.2016 - 15:44