Færslur: Alt-right

Hvítur þjóðernissinni stöðvaður í Leifsstöð
Richard Spencer, einn helsti leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkunum, var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag þegar hann millilenti hér á leið sinni til Svíþjóðar. Hann fékk ekki að halda ferð sinni áfram og var sendur aftur til Bandaríkjanna að morgni miðvikudags.
06.07.2018 - 19:31
Hnotskurn: Taylor Swift í uppáhaldi hjá nýnasistum
„Taylor Swift er hreinræktuð arísk gyðja, eins og klippt út úr klassískri grískri ljóðlist. Aþena endurfædd.“ Þetta sagði Andre Anglin, ritstjóri nýnasista-vefritsins Daily Stormer, í viðtali við Vice í maí árið 2016.
Hitt hægrið, poppmenning og nasistadiskó
Hreyfing nýnasista, hvítra þjóðernissinna og kynþáttahatara í Bandaríkjunum sem regnhlífarhugtakið „hitt hægrið“ (alt-right) hefur stundum verið notað yfir, notast við ýmis listaverk og minni úr poppmenningu samtímans til að styðja við lífsskoðanir sínar – oft á tíðum í mikilli andstöðu við listamennina sem hafa skapað umrædd verk.
02.09.2017 - 15:04