Færslur: Almenningssamgöngur

Áhrif verkfalla á Strætó
Verkföll Eflingar og VR sem hefjast á næstu dögum hafa áhrif á ferðir Strætó. Allur akstur. Verkföllin koma ekki niður á akstursþjónustu fyrir fatlaða. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að röskun á starfseminni verði eftirfarandi:
19.03.2019 - 13:19
Talsverð röskun á samgöngum vegna veðurs
Mjög slæmt veður er á sunnan- og austanverðu og norðaustanverðu landinu og hefur veðrið töluverð áhrif á samgöngur. Búið er að aflýsa flugi á tvo staði og nokkrum ferðum Strætó á landsbyggðinni. Samkvæmt Vegagerðinni er ekkert ferðaveður eins og er á Norðausturlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. Vegurinn um Hvalnesskriður er lokaður vegna sand- og grjótfoks.
26.02.2019 - 09:07
200 milljarða borgarlína í Stafangri
Vinna er hafin við lagningu 50 kílómetra borgarlínu í Stafangri sem áætlað er að kosti rúma 200 milljarða króna. Upphaflega var áætlaður kostnaður 58 milljarðar. Veggjöld eiga að fjármagna framkvæmdina að mestum hluta.
28.11.2018 - 16:30
Auglýsa nýtt skipulag fyrir brú yfir Fossvog
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog verði auglýst. Brúin á að liggja frá uppfyllingum á Kársnesi í Kópavogi og ná landi í Reykjavík við enda flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Viðtal
95 milljóna styrkur til kaupa á vetnisvögnum
Evrópusambandið veitir 95 milljón króna styrk til Strætó BS til kaupa á vetnisstrætisvögnum sem taka á í notkun fyrir lok næsta árs. Styrkurinn er hluti af átaki Evrópusambandsins. Markmiðið með því er að koma 300 vetnisvögnum í umferð á næstu árum.
09.10.2018 - 08:35
Urðu af þremur milljörðum vegna riftunar
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum varð af þriggja milljarða króna hagnaði vegna þess að ríkið rifti samningi um einkaleyfi á leið númer 55, sem ekur á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þetta er mat dómkvaddra matsmanna héraðsdóms. Niðurstaða þeirra var kynnt sveitarstjórnarfólki á Suðurnesjum á aðalfundi sambandsins um síðustu helgi.
Gera athugasemdir við drög að umferðarlögum
Strætó hefur sent inn umsögn við drög að nýjum umferðarlögum þar sem þau kveða á um að innanbæjarstrætó yrði ekki heimilt að aka á vegum með níutíu kílómetra hámarkshraða. Það myndi þýða að strætó gæti ekki boðið upp á ferðir með innanbæjarvagni á Kjalarnes í framtíðinni.
17.08.2018 - 08:16
Strætó aðhefst ekki vegna sofandi bílstjóra
Bílstjórar hjá Strætó meta sjálfir hvort þeir eru nógu vel hvíldir, samkvæmt vinnureglum. Ef bílstjóra finnst að hann sé ekki nægilega vel hvíldur, tekur hann ekki vaktina. Bílstjóri á leið 28 sem sofnaði undir stýri í Kópavogi um klukkan 18 í gær hóf vakt klukkan 16:30.
Samgöngusamningar misvel nýttir
Háskóli Íslands skoðar nú breytingar á samgöngusamningum sínum. Fáir nýta sér þá vegna þess hve margir búa nálægt skólanum. Hjá Landspítalanum eru hins vegar um 20 prósent starfsmanna á slíkum samningum, og stefnan er sett hærra.
04.03.2018 - 13:08
  •