Færslur: Almenningssamgöngur

Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
Miðflokkurinn heldur áfram umræðum um samgöngumál
Þingfundur hófst á ný klukkan ellefu í morgun. Fundi var slitið klukkan tíu í gærkvöld. Enn er til umræðu fyrsta mál af tuttugu á dagskrá þingfundarins, frumvarp um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Frumvarpið er í annarri umræðu á þinginu.
25.06.2020 - 11:27
Borgarlínan enn á áætlun þrátt fyrir verri efnahag
Ríkisstjórnin hyggst leita allra leiða til að fara í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að efnahagsaðstæður hafi versnað til muna eftir að ríki og sex sveitarfélög gerðu með sér samgöngusáttmála í haust. Helmingur 120 milljarða er enn ófjármagnaður en áður en kórónuveirufaraldurinn braust út var stefnt að því að að fjármagna þann hluta með söluandvirði Íslandsbanka.
25 stoppistöðvar í fyrsta áfanga Borgarlínu
25 stoppistöðvar verða í fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt fyrstu tillögum. Fyrsti áfangi línunnar verður 13 kílómetra langur og er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Extension of Akureyri airport part of crisis package
The Icelandic government has announced that the extension of Akureyri airport terminal and the airport apron will be among the projects that will start sooner than planned as a part of the response package to the COVID-19 crisis, introduced last Saturday in Harpa concert hall.
26.03.2020 - 11:37
Biðja farþega um að ganga ekki inn að framan
Strætó bs. hefur ákveðið að ráðast í aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-19. Frá og með deginum í dag verða framdyr allra strætisvagna lokaðar og farþegar eru beðnir um að ganga inn um mið- eða aftari dyr á vögnunum.
Innanlandsflug fellt niður og raskanir hjá Strætó
Líklegt er að víðtækar raskanir verði á ferðum Strætó á landsbyggðinni og á akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra á morgun vegna ofsaveðursins sem spáð er. Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun sem gildir um allt landið.
13.02.2020 - 10:38
Morgunferðir á landsbyggðinni og Álftanesi falla niður
Allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni í dag falla niður vegna óveðurs og ófærðar. Ferðir leiðar 23, sem ekur um Álftanes, hafa einnig verið felldar niður.
08.01.2020 - 08:32
Myndskeið
Sterk bílamenning þrátt fyrir gjaldfrjálsa strætisvagna
Þrátt fyrir gjaldfrjálsa strætisvagna og stuttar vegalengdir ríkir mikil bílamenning á Akureyri. Þar eru nú 700 fólksbílar á hverja þúsund íbúa. Bæjarbúar segja notkun einkabílsins hafa lagst í vana.
27.11.2019 - 19:31
Myndskeið
Tíu nýir umhverfisvænir strætisvagnar
Stefnt er að því að kaupa tíu nýja rafmagnsstrætisvagna í flota Strætó bs á næsta ári. Þetta eru tveimur fleiri en upphaflega var ráðgert og er ástæðan fyrirhugaðar skattaívilnanir samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Strætós segir að flýta megi orkuskiptunum í strætisvagnaflotanum.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð eykst
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Umhverfisstofnun hvetur fólk til að breyta ferðavenjum og draga úr notkun einkabílsins til að sporna gegn hnattrænni hlýnun.
18.11.2019 - 11:58
Skoða að færa biðstöðvar Strætó á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar skoðar nú möguleika varðandi biðstöðvar í miðbæ Akureyrar. Til stendur að breyta núverandi stoppistöð við Hofsbót og eru nokkrir möguleikar viðraðir í skýrslu verkefnahóps um mögulegar biðstöðvar.
27.09.2019 - 15:03
Eykur lífsgæði segja bæjarstjórarnir
Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu eru afar ánægðir með samgöngusamkomulagið sem skrifað var undir í gær. Fjármálaráðherra segir 120 milljarða króna kostnað ekki háan miðað við hvað hann dreifist á langan tíma og í ljósi þess að það hafi í raun verið framkvæmdastopp í samgöngum á svæðinu í alltof mörg ár. 
Veggjöld standi undir sex stórframkvæmdum
Samgönguráðherra leggur fram frumvarp á næstunni um að sex stórar samgönguframkvæmdir að lágmarki verði fjármagnaðar með veggjöldum í einkaframkvæmd. Í nokkrum tilfellum kemur til greina að ríkið leggi til allt að helming kostnaðar.
27.09.2019 - 11:17
Myndskeið
Selja Keldnaland til að fjármagna samgöngur
Ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætla á næstu fimmtán árum að gera mestu samgöngubætur í sögunni, samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar verður samtals 120 milljarðar króna. Meðal framkvæmda er að Sundabraut verður lögð og hlutar Miklubrautar og Sæbrautar verða settir í stokk.
Veggjöldin frá 60 upp í 200 krónur
Með því að leggja á veggjöld á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár á að flýta framkvæmdum sem stæðu að óbreyttu fram til ársins 2070. Samkvæmt heimildum Spegilsins er rætt um að hámarksgjald verði 200 krónur og lægsta gjaldið 60 krónur fyrir hverja ferð. Enn á eftir að útfæra tillögurnar.
13.09.2019 - 12:11
Viðtal
Vill Strætó á öfugar akreinar á háannatíma
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, telur að skoða ætti þann möguleika að hleypa strætó á öfugar akreinar á háannatímum. Forgangsakreinar fyrir Strætó eru fáar og því eru vagnarnir lengi á leiðinni í miðborgina á morgnana, alveg eins og þeir sem ferðast með einkabíl.
30.08.2019 - 09:17
Vill auknar niðurgreiðslur til innanlandsflugs
Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur nauðsynlegt að innanlandsflugi verði búið sama umhverfi og ferjum og strætisvögnum. Flugið ætti að verða hluti af almenningssamgöngum og niðurgreitt af ríkinu. Það eitt að fjölga farþegum dugi ekki til að efla innanlandsflug.
29.08.2019 - 14:07
Vinna við nýja flugstefnu veldur vonbrigðum
Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir vonbrigðum yfir skorti á vilja til að opna fleiri fluggáttir inn í landið í nýrri flugstefnu. Þá tekur sveitarstjórnin undir gagnrýni bæjarráðs Akureyrar um skipan starfshóps um mótun flugstefnu.
23.08.2019 - 14:56
Nýta sér Vaðlaheiðargöng í aðeins 20% ferða
SBA-Norðurleið fer um Vaðlaheiðargöng í aðeins 20 prósentum ferða fyrirtækisins milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verð í göngin of hátt.
12.08.2019 - 14:28
Von á nýju greiðslukerfi Strætó snemma 2020
Nýtt greiðslukerfi hjá Strætó verður formlega boðið út fyrir lok sumars, segir Markús Vil­hjálms­son, sölu­stjóri fyrirtækisins. Stefnt er að því að nýja kerfið verði komið í gagnið á fyrri hluta næsta árs, segir hann enn fremur. Kerfið verði algjörlega snertilaust.
25.07.2019 - 14:37
Grunnskólabörn fá ókeypis í Strætó
Grunnskólabörn í Reykjavík sem búa í meira en eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá hverfisskóla sínum fá strætókort sér að kostnaðarlausu. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í síðustu viku.
01.07.2019 - 10:29
Verkfall hjá Strætó hefst klukkan 16
Verkfall strætisvagnabílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða hefst klukkan 16 og stendur til 18 í dag. Öllum öðrum verkföllum sem Efling og VR hafa boðað á næstu vikum hefur verið aflýst. Sagt var í hádegisfréttum að verkfallinu í dag hafi einnig verið aflýst og er það leiðrétt hér með.
02.04.2019 - 13:28
Áhrif verkfalla á Strætó
Verkföll Eflingar og VR sem hefjast á næstu dögum hafa áhrif á ferðir Strætó. Allur akstur. Verkföllin koma ekki niður á akstursþjónustu fyrir fatlaða. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að röskun á starfseminni verði eftirfarandi:
19.03.2019 - 13:19
Talsverð röskun á samgöngum vegna veðurs
Mjög slæmt veður er á sunnan- og austanverðu og norðaustanverðu landinu og hefur veðrið töluverð áhrif á samgöngur. Búið er að aflýsa flugi á tvo staði og nokkrum ferðum Strætó á landsbyggðinni. Samkvæmt Vegagerðinni er ekkert ferðaveður eins og er á Norðausturlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. Vegurinn um Hvalnesskriður er lokaður vegna sand- og grjótfoks.
26.02.2019 - 09:07