Færslur: Almenningsíþróttir

Samfélagið
Lágkolvetnafæði getur dregið úr árangri í íþróttum
Sigríður Lára Guðmundsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur er ein af sex sérfræðingum sem skrifa í nýjasta tölublað Læknablaðsins og lýsa yfir áhyggjum sínum af því að fólk sem er að hreyfa sig taki út heilu fæðuflokkana eins og þegar fólk kýs háfitu-lágkolvetna fæði. Það geti haft slæm áhrif á heilsufar fólks og nýjar rannsóknir bendi til þess að háfitu-lágkolvetna mataræði geti dregið úr árangri í íþróttum.
Óvíst hvort eða hvernig Reykjavíkurmaraþonið verður
Óvíst er hvort verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár eða með hvaða móti hlaupið verður haldið. Þetta segir Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Um 4.000 hafa nú skráð sig í hlaupið, þar af 800 erlendis frá og verði ekki af hlaupinu gæti það sett mikið strik í fjárhag fjölmargra góðgerðarfélaga.