Færslur: Almannavarnir

Hafa skimað yfir 3.000 manns á dag þegar mest er
Viðbúið er að álag á skimun aukist mikið þegar tekin verður upp tvöföld skimun á alla sem koma til landsins á miðvikudag en það ætti að vera viðráðanlegt sögðu Páll Þórhallsson, verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þó getur farið svo að dreifa þurfi álagi til að vinnan gangi sem best.
17.08.2020 - 16:06
Myndskeið
Ekki hefur tekist að rekja yfir 36 smit
Ekki hefur tekist að rekja uppruna að minnsta kosti 36 smita í stórri kórónuveiruhópsýkingu sem kom upp um miðjan júlí. Smit eru í öllum landsfjórðungum en yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna telur líklegt að veiran hafi dreifst um landið með fólki á ferðalagi í sumar.
14.08.2020 - 19:00
Myndskeið
Áframhaldandi skimun og sóttkví í einhverri mynd
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að áfram þurfi að beita skimun og sóttkví í einhverri mynd á landamærum ef stjórnvöld vilja lágmarka áhættuna á að veiran berist til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann segir tillögurnar sem hann afhenti heilbrigðisráðherra í morgun snúast um það.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14. Fundurinn verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hér á vefnum og í útvarpinu á Rás 2.
10.08.2020 - 13:52
Beita sektum og lokunum frá og með deginum í dag
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita sektum og jafnvel lokunum á þeim skemmti- og veitingastöðum sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Myndskeið
Helgin sker úr um hvort herða þurfi aðgerðir
Helgin sker úr um það hvort herða þurfi sóttvarnaraðgerðir, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að faraldurinn væri í vexti og að því íhugaði hann nú alvarlega að leggja til á næstu dögum að samkomutakmarkanir verði hertar.
Myndskeið
Einn í öndunarvél – Veiran virðist ekki veikari
Einn á fertugsaldri er nú í öndunarvél með COVID-19. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna nú rétt í þessu. Hann sagði engin merki um að kórónuveiran væri veikari nú en áður og óttast að nú fari að bera á fleiri alvarlegum veikindum eins og í vor.
07.08.2020 - 14:20
Viðtal við Víði Reynisson
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær í sóttkví 
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Hann segir til skoðunar að leggja einhverja þeirra smituðu inn á spítala. Aðspurður hvort upp sé komin ný hópsýking segir Víðir að réttast sé að segja að upp sé kominn faraldur.  
17 ný smit innanlands
17 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þrjú virk smit greindust úr landamæraskimun. 119 bættust í fjölda þeirra sem eru í sóttkví. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá almannavörnum liggur enginn á spítala vegna COVID-19. Enn er óljóst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
07.08.2020 - 11:07
Myndskeið
Fara á veitingastaði til að tryggja að reglum sé fylgt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stefnir á að fara í eftirlitsferðir á flesta veitingastaði til að tryggja að sóttvarnarreglum sé fylgt. Þetta sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali við fréttastofu í dag.  
Krefst betri upplýsingamiðlunar til erlends launafólks
Efling krefst betri upplýsingamiðlunar á covid.is á öðrum tungumálum en íslensku. Þetta kemur fram í bréfi sem stéttarfélagið sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun.
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis hefst klukkan 14:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Gestur fundarins verður Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
05.08.2020 - 13:59
Staðfest smit í öllum landshlutum
Smit hafa nú aftur greinst í öllum landshlutum hér á landi. 67 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, fjórir á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi og einn í hverjum hinna landshlutanna. RÚV greindi frá því á sunnudaginn síðasta að smit hefðu greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nú er þar einn í einangrun.
05.08.2020 - 13:27
Sýndu tveggja metra regluna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sýndu gestum upplýsingafundar Almannavarna í dag hvernig mæla má tvo metra á milli fólks. Á fundinum fór Alma D. Möller landlæknir yfir smitleiðir og aðgerðir til að forðast smit.
Þríeykið fundaði með ríkisstjórninni
Alma D. Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, mættu á fund með allri ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í morgun. Þar voru rædd næstu skref í baráttunni við COVID-19 faraldurinn.
04.08.2020 - 12:48
Kári segir stöðuna alvarlegri en í vor
„Þegar faraldurinn barst til Íslands í byrjun mars var veiran að lauma sér hingað frá mörgum löndum. Þá gátum við gripið fólk og sett það í sóttkví. Nú eru að greinast hér samfélagssmit. Það er miklu verra, því þá er þetta bara að breiðast út í okkar samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Hann segir að á morgun muni hann fara yfir stöðuna á fundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni.  
Myndskeið
Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi
Smit hafa greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þrettán greindust smitaðir af COVID-19 í gær, tveir þeirra á Norðurlandi og hinir á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn þeirra var í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag.
02.08.2020 - 14:34
Endurskoða verkferla vegna frávísana
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að endurskoða þurfi fyrirmæli til þeirra sem svara símum eftir að í ljós koma að sýktu fólki var neitað um sýnatöku. Kanna þurfi hvað fór úrskeiðis. 
Almannavarnir halda upplýsingafund í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan tvö í dag í Katrínartúni 2. Sýnt verður beint frá fundinum í sjónvarpi, á vefnum ruv.is og honum útvarpað á Rás 2.
13 ný smit innanlands
13 ný smit greindust innanlands síðasta sólarhringinn og enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu vegna eins smits sem greindist í landamæraskimun. 72 eru nú í einangrun og 569 í sóttkví. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
02.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Aðeins einn þeirra sem greindust í gær var í sóttkví
Aðeins einn af þeim sjö sem greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær var í sóttkví, samkvæmt heimildum frá almannavörnum. Eins og fram kom fyrr í dag er enn beðið eftir niðurstöðum úr einu sýni úr landamæraskimun. 58 eru nú í einangrun og 454 í sóttkví.
01.08.2020 - 16:21
Biðjast velvirðingar á upplýsingaóreiðu
Strætó bs. biðst afsökunar á upplýsingaóreiðu í gær varðandi nýjar reglur um grímunotkun í stætó. Nú liggur fyrir að grímunotkun er skylda í landsbyggðavögnum strætó. Það er ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Sjö ný smit greindust í gær
Sjö ný smit greindust í gær, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Smitin greindust öll innanlands og eitt sýni úr landamæraskimun er í bið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörum. Enn hafa ekki fengist upplýsingar um það hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví.
01.08.2020 - 10:03
Ekki hægt að halda tveggja metra fjarlægð í strætó
Það er ómögulegt að tryggja tveggja metra bil milli farþega í öllum ferðum strætó, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum. 
31.07.2020 - 11:48
Þríeykið og Óskar verða á fundinum í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Fundinum verður streymt beint á ruv.is og hann sýndur í sjónvarpinu.