Færslur: Almannavarnir

Múlakvísl farin að grafa sundur veginn við Afréttisá
Múlakvísl hefur verið að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem liggur upp í Þakgil. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Almannavarna sem segja tilkynningu hafa borist í gær. Rafleiðni hefur mælst í Múlakvísl undanfarið.
Fjögur innlend smit til viðbótar - 28 virk smit
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands í gær og því til viðbótar er beðið eftir mótefnamælingu úr fimmta sýninu. Einn þeirra sem greindist var í sóttkví. Nú eru 28 virk smit á landinu, 201 er í sóttkví og hefur þeim fjölgað um 28 síðan í gær.
29.07.2020 - 10:47
Staðan tekin þegar niðurstaða greininga liggur fyrir
Samráðshópur Almannavarna, fulltrúa heilbrigðisráðherra, sóttvarnalæknis og landlæknis kemur saman til fundar í dag þegar niðurstöður smitrakningar og raðgreiningar sýna, sem tekin voru í kjölfar innanlandssmita, liggja fyrir. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarna.
29.07.2020 - 08:00
Myndskeið
Ræða við ráðherra í dag um að herða aðgerðir
Verið er að skoða hvort eigi að herða aðgerðir gegn kórónaveirunni hér á landi bæði innanlands og á landamærunum. Þetta kom fram á fundi Almannavarna. Ríkislögreglustjóri segir að verið sé að skoða hvort breyta eigi almannavarnastigi. Fundað verður með heilbrigðisráðherra síðar í dag.
Boða til upplýsingafundar í dag vegna hópsmita
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14 þar sem farið verður yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi og þau innanlandssmit sem greinst hafa síðustu daga.
28.07.2020 - 10:30
Almannavarnir íhuga upplýsingafund
Til skoðunar er hjá stjórn Almannavarna að halda upplýsingafund fyrir fjölmiðla á morgun vegna stöðunnar sem upp er komin í útbreiðslu COVID-19 smita hér á landi og þess, að stærsta ferðahelgi ársins er nú framundan.
21 staðfest smit hér á landi
Tuttugu og einn eru í einangrun hér á landi með virkt COVID-19 smit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis. Smitin hafa greinst frá 8. júlí síðastliðnum. 173 eru í sóttkví.
27.07.2020 - 10:43
„Andartakshlé“ en fundað aftur fyrr en ætla má
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ætlar að nýta það andartakshlé sem núna gefst þegar hlé verður gert á fundarhaldi Almannavarna í einhverja daga. Það verði þó ekki lengi því næsta verkefni sé að læra að lifa með veirunni.
Framtíðarhöfuðverkur að velja hverjir fái bóluefni
Stefnt er að því að fimmtungur þjóðarinnar verði bólusettur gegn Covid-19 fyrir lok næsta árs. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Reiknað er með því að kostnaður vegna þessa nemi um 700 milljónum króna. 
Myndskeið
Ef ekkert heyrist í sólarhring er sýnið neikvætt
Á næstu dögum verður upplýsingagjöf til þeirra sem fara í skimun á landamærum breytt. Þá verða upplýsingar um fjölda smita uppfærðar sjaldnar en áður. Þessi áform voru kynnt á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þeim síðasta sem fram fer í bili. Einn greindist með virkt smit á landamærunum í gær. Ekkert smit hefur greinst í seinni skimun hjá Íslendingum sem hafa viðhaft heimkomusmitgát.
Myndskeið
Mikil óvissa með bóluefni við veirunni
Sóttvarnalæknir segir margt enn á huldu með bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst hvort það sé öruggt og hvort unnt verði að fjöldaframleiða það svo allir fái. Þess þurfi líklega að bíða í eitt til tvö ár.
Tveir smitaðir komu frá áhættusvæði fyrir sjö dögum
Tveir Íslendingar, sem völdu að fara í sóttkví við komuna til landsins frá áhættusvæði, greindust með virkt kórónuveirusmit. Þeir komu til landsins fyrir sjö dögum og fóru í skimun eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
15.07.2020 - 13:46
Fékk 500 fyrirspurnir í dag
Embætti Landlæknis bárust 500 fyrirspurnir í dag, en hundruð fyrirspurna berast embættinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á degi hverjum.
COVID-19
Þórólfur, Páll, Óskar og Rögnvaldur sitja fyrir svörum
Á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 í dag munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu, Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sitja fyrir svörum.
14.07.2020 - 13:54
Upplýsingafundur almannavarna í dag
Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 14 í dag. Þar verður farið yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.
14.07.2020 - 11:01
Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
„Fólk er svolítið farið að gleyma sér“
„Við finnum stóran mun frá því hvernig þetta var í vetur. Þá voru allir samtaka um að gera þetta verkefni saman. Það er ekki alveg sama árvekni í gangi og fólk er svolítið farið að gleyma sér,“ segir Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri hjá Almannavörnum.
04.07.2020 - 14:51
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Þórólfur og Víðir fá frí um helgina
Almannavarnir munu ekki boða til upplýsingafundar í dag eða á mánudag eins og áður hafði verið tilkynnt. Þess í stað færast fundirnir yfir á þriðjudaga og fimmtudaga í sumar.
Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan tvö í dag. Þar ætla Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Páll Þórhallsson, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn að fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.
01.07.2020 - 11:04
„Þurfum að herða okkur til að missa ekki tökin“
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun ekki hika við að breyta ákvörðunum. „Við þurfum að herða okkur til að missa ekki tökin,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í viðtali í hádegisfréttum í dag. 
29.06.2020 - 12:55
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kölluð saman
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, kallaði saman neyðarstjórn Reykjavíkurborgar í morgun, eftir nokkurra vikna hlé. Tilefni fundarins var grunur sem kom upp fyrir helgi um hópsýkingu á höfuðborgarsvæðinu.
29.06.2020 - 11:44
Uppruni hópsmitsins hugsanlega annar en talið var
Uppruni hugsanlegs hópsmits, sem hefur valdið því að hundruð manns eru nú í sóttkví, kann að vera allt annar en talið var. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kallað út til að komast að hinu sanna. Á meðan eru gestir úr fimm veislum sem haldnar voru síðustu helgi komnir í sóttkví.