Færslur: Almannavarnir

Þrjú smit í seinni skimun: Mikilvægt að virða sóttkví
Tuttugu og sex virk smit hafa greinst á landamærunum það sem af er mars. Þrír greindust með virk smit í seinni landamæraskimun í gær, og höfðu því ekki greinst í fyrri sýnatöku. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna, segir að það sýni hversu mikilvægt sé að fólk virði sóttkví við komuna til landsins og að aðstandendur þeirra sem eru nýkomnir til landsins umgangist þá ekkert fyrr en að lokinni sóttkví og seinni skimun.
16.03.2021 - 12:24
Vilja hafa jarðýturnar klárar ef verja þarf byggð
Almannavarnir vinna nú að lista yfir stórtækar vinnuvélar á Suðurnesjum. Ef hraun ógnar byggð eða mikilvægum innviðum verða gerðar stíflur eða grafnar rásir til að beina hrauninu í annan farveg. 
Líkur á eldgosi aukast eftir því sem það skelfur lengur
Eftir því sem núverandi ástand varir lengur á Reykjanesskaga aukast líkur á því að hrinan endi með eldgosi. Jarðeðlisfræðingur segir Vísindaráð almannavarna þeirrar skoðunar að staðan í dag sé svipuð og undanfarna daga, en það sé erfitt að sjá fram í tímann þar sem það hefur aldrei gosið á svæðinu síðan mælingar hófust. En það sé ekki hægt að slá því föstu að það fari að gjósa.
Fundað með Almannavörnum vegna skjálftanna í nótt
Fulltrúar Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Grindavíkurbæjar hittust á fundi klukkan hálf fjögur í nótt vegna jarðskjálftahrinu næturinnar.
Myndskeið
Reiði yfir því að fá rafmagnsleysi ofan í jarðskjálfta
Reiði er meðal Grindvíkinga yfir því að hafa þurft þola rafmagnsleysi í rúma níu klukkutíma í gær ofan í jarðskjálfta síðustu tíu daga. Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi í beinu streymi í dag og tugir mættu á fundinn. „Ég er búinn að vera hræddari við þetta núna. Óhugnalegt bara. Þetta er svo nálægt Grindavík, svo harkalegt. Ég vakna oft á nóttunni. Ég næ ekki miklum svefni. Og rafmagnsleysið var ekki að gera þetta betra, heldur betur ekki,“ segir Teitur Leon Gautason, íbúi í Grindavík.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Viðtal
„Það eru engar hamfarir að fara í gang“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir ekki staðfest að eldgos sé hafið. Óróapúls haldi hins vegar áfram og það sé eitthvað sem gerist í aðdraganda eldgoss.
Vísindaráð dregur upp mögulegar sviðsmyndir
Á fundi Vísindaráðs almannavarna sem lauk nú á sjötta tímanum voru mögulegar sviðsmyndir sem snúa að kvikuinnskoti undir svæðinu við Fagradalsfjall ræddar. Meðal þeirra eru að það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur, hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð, í nágrenni við Fagradalsfjall, skjálfti af stærð allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum og kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall.
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Rýmingaráætlun er til fyrir höfuðborgarsvæðið
„Það er til rýmingaráætlun fyrir höfuðborgina. Það er mikilvægt því þá er vitað hvað ber að gera ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún var gestur í Silfrinu í morgun.
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð
Jarðskjálftamælingar, GPS gögn, gasmælingar og úrvinnsla úr gervitunglamyndum gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Brýnir fyrir fólki að gæta að innanstokksmunum
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra minnir á og hvetur fólk til að gæta að innanstokksmunum og fjarlæga hluti sem gætu dottið og valdið skaða.
Víðir telur lögregluna hafa sýnt vertum meðalhóf
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur lögregluna hafa sýnt veitingamönnum meðalhóf í lögregluaðgerðum vegna sóttvarnareglna. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði skoruðu fyrr í vikunni á stjórnvöld að láta af stöðugum lögregluaðgerðum á veitingastöðum.
25.02.2021 - 15:47
Hættustig: Allar stöður mannaðar og búa sig undir átök
Hættustig almannavarna er nú í gildi á Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu. Viðbúnaðarstigið þýðir litla breytingu fyrir hinn almenna borgara, þó að verið sé að búa sig undir alls konar aðstæður bak við tjöldin. Engin merki eru enn um gosóróa á Reykjanesinu eftir jarðskjálftahrinuna fyrr í dag. Sá stærsti var 5,7 að stærð en vísindamenn segja fólk að búa sig undir enn stærri skjálfta.
Mótefnabílstjórarnir „notaðir á völlinn“
Það hefur verið vandamál hversu margir sækja ættingja sína á flugvöllinn. Til að bregðast við þessu hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sent Samgöngustofu formlgt erindi og beðið um að stutt verði við rekstur flugrútunnar. Leigubílstjóri sem hefur sinnt þessum akstri vill að bílstjórar haldi sínu.
Víðir glímir enn við eftirköst COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er þreklaus og hefur hvorki lyktarskyn né bragðskyn, þremur mánuðum eftir að hann smitaðist af COVID-19.
22.02.2021 - 13:09
Tilslakanir í skólum og tillögur um íþróttaviðburði
Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum í menntastofnunum og skipulögðum menningarviðburðum eru meðal þess sem er að finna í tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Þar er líka að finna ákveðnar tillögur um íþróttaviðburði. Þórólfur segir hins vegar að fara verði varlega með rýmkanir á vínveitingastöðum og í óopinberum veislum eins og fermingaveislum. Hann segir vel hugsanlegt að hægt verði að halda hátíðir næsta sumar ólíkt því sem gerðist síðasta sumar.
22.02.2021 - 11:50
Upptaka
Leggur til frekari tilslakanir innanlands á næstu dögum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir á að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um tilslakanir innanlands um helgina eða snemma í næstu viku. Þetta sagði hann á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann sagði mikilvægt að fara hægt í tilslakanir og að ekki væri komið að því að aflétta grímuskyldu.
18.02.2021 - 11:30
Myndskeið
70.000 skammtar af bóluefni væntanlegir í mars
Ísland fær meira af bóluefni í gegnum samninga sína við Evrópusambandið en áður var talið, líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku. Í lok mars eru væntanlegir 70.000 skammtar og þá eru ekki meðtaldir skammtar frá AstraZeneca. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í morgun.
15.02.2021 - 11:45
Lækkað úr neyðarstigi í hættustig
Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna COVID-19. Breytingin hefur ekki áhrif á þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi og afléttingunni fylgja því ekki breytingar gagnvart almenningi að því segir í tilkynningu.  Neyðarstigi var lýst yfir 4. október þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega.
12.02.2021 - 14:49
Ekkert innanlandssmit annan daginn í röð
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í gær. Það sama var uppi á teningnum í fyrradag. Ekkert smit var heldur greint á landamærunum í gær. Nýgengi smita innanlands er 1,4, sem þýðir að síðustu tvær vikur hafa samtals 1,4 smit greinst á hverja 100.000 íbúa.
11.02.2021 - 11:00
Myndskeið
Fimmta skipti sem áin fer yfir fimm metra á hálfri öld
Jökulsá á Fjöllum hefur aðeins fimm sinnum á síðustu fimmtíu árum náð sömu vatnshæð og nú. Vatnsborðið hefur hækkað um fimmtíu sentímetra á rúmum hálfum sólarhring og nálgast brúargólfið.
30.01.2021 - 21:20
Áin er aðeins metra frá brúargólfinu
Vatnshæðarmælir við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sýnir að hæð árinnar hefur lækkað lítillega síðan í morgun, en í gær fór hún yfir vatnshæðarþröskuld sem er 520 sentímetrar. Þetta kom fram á stöðufundi Veðurstofu Íslands, Almannavarna, lögreglu og Vegagerðarinnar þar sem mat var lagt á aðstæður á svæðinu. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi á svæðinu.
Íshellan í Grímsvötnum ekki mælst hærri í 25 ár
Hæð íshellunnar í Grímsvötnum hefur ekki verið hærri í tuttugu og fimm ár. Jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir að þrýstingur í kvikuhólfinu sé svipaður og síðast þegar gaus en jarðskjálftavirknin sé lítil. Síðasta árið hafa 13 jarðskjálftar mælst yfir fjórum á Reykjanesskaga. Vísindaráð almannavarna ræddi stöðuna á þessum eldstöðvum á síðasta fundi.
30.01.2021 - 12:29