Færslur: Aljóðlega geimstöðin

Kínverjar senda mannað far út í geim 17. júní
Kínverska geimrannsóknastofnunin sendir mannað geimfar til Tiangong, nýrrar geimstöðvar á fimmtudag. Það verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Kínverjar senda menn út í geim.
Fjórir geimfarar á heimleið eftir fimm mánaða geimvist
Fjórir geimfarar sem verið hafa um borð í alþjóðlegu geimstöðinni ISS síðustu fimm mánuði og rúmlega það eru á leið til Jarðar með Dragon-lendingarflaug frá geimferðafyrirtækinu SpaceX. Flaugin lagði af stað frá geimstöðinni rúmlega hálf eitt í nótt að íslenskum tíma og er áætlað að hún lendi í hafinu undan Flórídaströndum um sjöleytið í fyrramálið ef allt gengur að óskum.
Geimskot Resilience-flaugar SpaceX gekk að óskum
SpaceX geimflauginni Dragon Resilience var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórídaskaga skömmu fyrir klukkan hálf eitt í nótt að íslenskum tíma. Gekk geimskotið að óskum. Fjórir geimfarar eru um borð, þrír Bandaríkjamenn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og einn Japani, og er ferð þeirra heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS.
Geimfarar SpaceX steyptust í sjóinn
Geimfarar í SpaceX flauginni Dragon steyptust í Mexíkó flóa fyrir stuttu. Þetta er fyrsta lending Nasa á vatni síðan 1975. Dragon geimferja SpaceX lagði af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt. Þar hafa geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken dvalið síðan 31. maí.
02.08.2020 - 19:05