Færslur: Aleqa Hammond

Høgni Hoydal: Ekki Dana að gera Færeyjar að skotmarki
Høgni Hoydal, fyrrverandi utanríkisráðherra Færeyja, segir ótækt að Danir ræði án samráðs við NATO um hluti sem geri Færeyjar að skotmarki. Í nýrri áætlun Dana um aukið eftirlit á norðurslóðum er gert ráð fyrir nýrri eftirlitsratsjá á Sornfelli í Færeyjum. Gremja ríkir í Færeyjum og einnig á Grænlandi með að Danir hafi ekki haft samráð við stjórnir og þing landanna áður en tilkynnt var um áætlunina.
Fréttaskýring
Spennandi kosningar á Grænlandi
Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag og litlu munar á fylgi stærstu flokkanna tveggja samkvæmt skoðanakönnunum. Stjórnarflokkarnir þrír hafa öruggan meirihluta á þingi. Allir flokkar ganga óbundnir til kosninga svo ekki er víst að stjórnarsamstarfið haldi áfram. Líklegt er að formaður stærsta flokksins verði næsti formaður grænlensku landsstjórnarinnar.
24.04.2018 - 18:40
Fréttaskýring
Þingkosningar á Grænlandi
Skoðanakönnun fyrir þingkosningar á Grænlandi 24. apríl bendir til að ekki hafi orðið miklar breytingar á fylgi stærstu flokka frá síðustu kosningum haustið 2014. Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, ákvað að efna til kosninga nú þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en í haust. Kielsen tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem boðað var til með skömmum fyrirvara.