Færslur: Alec Baldwin

Baldwin nær samkomulagi við fjölskyldu Hutchins
Alec Baldwin og fjölskylda Halynu Hutchins hafa náð samkomulagi í máli sem höfðað var vegna andláts Hutchins á tökustað í fyrra. Baldwin varð Hutchins að bana þegar hann hleypti af leikmunabyssu sem innihélt venjulegt skot í stað púðurskots. Til stendur að halda framleiðslu vestrans Rust áfram.
Ekki útilokað að Baldwin verði ákærður vegna voðaskots
Svo kann að fara að bandaríski leikarinn Alec Baldwin verði ákærður ásamt þremur öðrum vegna voðaskotsins sem banaði tökustjóranum Halynu Hutchins við tökur á kvikmynd í október í fyrra.
Eiginmaður Halynu Hutchins afar reiður við Baldwin
Eiginmaður Halynu Hutchins, tökustjóra sem lést af voðaskoti við gerð kvikmyndarinnar Rust í ágúst segist afar reiður leikaranum Alec Baldwin sem hefur borið af sér alla ábyrgð á atvikinu.
Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.
Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust stefnir vopnabirgi
Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður við gerð kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt vopnabirgjanum Seth Kenney. Hún sakar hann um að hafa vísvitandi látið raunverulegar byssukúlur liggja innan um gerviskot.
Rannsakendum heimilað að gera síma Baldwins upptækan
Gefin hefur verið út heimild sem leyfir rannsóknarlögreglu að gera síma bandaríska leikarans Alec Baldwin upptækan. Rannsókn stendur enn yfir á tildrögum þess að skot hljóp úr byssu í höndum leikarans við tökur á kvikmyndinni Rust. Tökumaður myndarinnar lést og leikstjóri særðist.
„Myndi aldrei beina byssu að manneskju og hleypa af“
Leikarinn Alec Baldwin segir í nýju viðtali við ABC fréttastofu að hann „myndi aldrei beina byssu að manneskju og taka í gikkinn“. Viðtalið er það fyrsta sem Baldwin veitir fjölmiðlum eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn hélt á. Skotið varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana.
02.12.2021 - 23:49
Sakar Baldwin um að hafa spilað rússneska rúllettu
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er sakaður um að hafa spilað rússneska rúllettu með því að kanna ekki sjálfur hvort byssan sem hann fékk í hendur við tökur á vestranum Rust væri hlaðin.
Hefur ekki hugmynd um hvers vegna skot var í byssunni
Hannah Gutierrez-Reed, vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana 21. október síðastliðinn.
Viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vel
Aðstoðarleikstjórinn sem rétti leikaranum Alec Baldwin byssu við gerð kvikmyndarinnar Rust á dögunum hefur viðurkennt að hafa ekki kannað fyllilega hvort hún væri hlaðin. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar sem unnin er upp úr gögnum rannsóknar málsins.
27.10.2021 - 23:53
„Alvöru skot eiga aldrei að vera á tökustað“
Byssan sem Alec Baldwin notaði þegar hann skaut myndatökumann til bana fyrir slysni hafði verið notuð við skotæfingar hjá starfsliði myndarinnar nokkrum klukkustundum fyrir atvikið. Sérfræðingar segja öryggisreglur þverbrotnar og aldrei eigi að vera með venjuleg skot á tökustað. 
26.10.2021 - 19:47
Halls sagt upp vegna brota á skotvopnareglum árið 2019
Dave Halls, aðstoðarleikstjóra vestrans Rust var sagt upp störfum við kvikmyndaverkefni árið 2019 vegna brota á öryggisreglum varðandi skotvopn. Mjög strangar reglur gilda um notkun skotvopna á tökustöðum kvikmynda.
25.10.2021 - 23:54
Minningarathöfn um Halynu Hutchins haldin í dag
Minningarathöfn var haldin í Bandaríkjunum í dag um kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins sem lést af völdum voðaskots á fimmtudaginn var, 42 ára að aldri.
Skot hljóp tvisvar úr leikmunabyssu í síðustu viku
Tvö skot hlupu úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust þann 16. október. Byssan átti ekki að vera hlaðin. Tæpri viku síðar varð leikarinn Alec Baldwin tökustjóra að bana þegar skot hljóp úr byssu, sem einnig átti að vera óhlaðin.
24.10.2021 - 16:22
Rannsaka ástæður þess að leikmunabyssan var hlaðin
Lögregla einbeitir sér nú að þætti vopnasérfræðings og aðstoðarleikstjóra kvikmyndarinnar Rust. Ástæður þess að leikmunabyssa reyndist hlaðin eru sérstaklega til rannsóknar.
Baldwin hélt sig handleika óhlaðna byssu
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin var sagt að byssan væri óhlaðin sem skot hljóp úr og varð kvikmyndatökumanninum Halyna Hutchins að bana á fimmtudag. Vitni greina frá þessu.
Ólíklegt að púðurskot hafi verið í byssu Baldwins
Formaður Skotvís telur ólíklegt að aðeins púðurskot hafi verið í byssunni sem bandaríski leikarinn Alec Baldwin hleypti af með þeim afleiðingum að kona lést og maður særðist. Lögreglan rannsakar málið en enginn hefur verið handtekinn eða ákærður. Rannsakað er hvers konar skotfæri voru notuð í byssuna. „Mér finnst það langlíklegast miðað við lýsingarnar, að menn hafi óvart sett alvöru skot í,“ segir formaður Skotvís. Hugsanlegt er að aðeins einu skoti hafi verið hleypt af.
22.10.2021 - 16:07
Leikstjórinn Joel Souza útskrifaður af sjúkrahúsi
Joel Souza, leikstjóri bandarísku kvikmyndarinnar Rust, sem varð fyrir voðaskoti við tökur myndarinnar í Nýju Mexíkó hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Baldwin varð tökumanni að bana og særði leikstjóra
Kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést af völdum skotsára við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum í gær. Alec Baldwin, sem leikur aðalhlutverk myndarinnar, hleypti skotinu af að sögn lögreglunnar. Leikstjórinn Joel Souza er einnig lífshættulega særður eftir að Baldwin skaut hann með byssu úr leikmunadeild myndarinnar. Rannsókn er hafin á því hvers konar skotfæri voru notuð í byssuna.
Ireland Baldwin lemstruð eftir rán á bílastæði
Leikkonan og fyrirsætan Ireland Baldwin varð fyrir því óláni á dögunum að kona undir áhrifum eiturlyfja sló til hennar á bílastæði og rændi af henni veski og öðrum verðmætum áður en hún stökk upp í bíl og flúði á brott.
27.08.2020 - 14:58
Baldwin dæmdur fyrir barsmíðar á bílastæði
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur verið dæmdur til rúmlega 14 þúsund króna sektargreiðslu og að sitja námskeið í reiðistjórnun fyrir að veitast að manni og slá hann í andlitið vegna ágreinings um bílastæði.
24.01.2019 - 12:26

Mest lesið