Færslur: Alcoa

Bjartsýn á samþykki samninga við Alcoa Fjarðaál
Nýr kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls, AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnarsambands Íslands var undirritaður á Reyðarfirði 4. febrúar. Samningurinn er afturvirkur frá 1. mars 2020 en eldri samningur rann út 29. febrúar.
05.02.2021 - 14:30
Spegillinn
Samningar lausir í öllum álverunum
Kjarasamningar eru lausir hjá starfsmönnum álveranna þriggja sem rekin eru hér á landi. Öll verkalýðsfélög álvers Norðuráls á Grundartanga hafa boðað verkföll frá 1. desember. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að deilan á Grundartanga sé stál í stál.
07.09.2020 - 17:00
Öll þrjú álfyrirtækin rekin með tapi í fyrra
Öll álverin þrjú voru rekin með tapi í fyrra. Árið á undan var Norðurál á Grundartanga það eina sem var rekið réttu megin við núllið og skilaði þá hagnaði upp á hálfan milljarð.
13.02.2020 - 18:23
Nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls
Tor Arne Berg hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Hann tekur við af Magnúsi Þór Ásmundssyni, sem lét af störfum um síðustu mánaðarmót.
23.08.2019 - 14:20
Tómas Már hættir hjá Alcoa
Tómas Már Sigurðsson lætur af störfum aðstoðarforstjóra Alcoa um áramótin. Tómas segir í samtali við fréttastofu að hörð samkeppni sé í álbransanum og framleiðslan hafi verið erfið undanfarin ár. 
11.07.2019 - 17:21
Eldur í álverinu á Reyðarfirði
Eldur kom upp í álveri Alcoa á Reyðarfirði uppúr klukkan eitt í nótt þegar ál lak úr keri. Minniháttar tjón hlaust af og vel gekk að slökkva eldinn. Óskað var eftir aðstoð slökkviliðs Fjarðarbyggðar vegna atviksins.
26.08.2018 - 12:20