Færslur: Albert Jónsson

Spegillinn
Ekki Rússum í hag að ráðast lengra inn
Það yrði Rússum ekki í hag að ráðast lengra inn í Úkraínu telur Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur en vonar að stríðsreksturinn magnist ekki enn. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra telur að stærri hernaðaraðgerðir en þeir hafa þegar ráðist í séu mögulegar en ekki stefni í stríð Rússa og NATO-ríkja.
Spegillinn
Vaxandi spenna en býst ekki við innrás Rússa
Liðssafnaður Rússa við landamæri Úkraínu nú, hefur allt annan brag og tilgang en hann hafði í fyrravor, segir Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra í Rússlandi og sérfræðingur í alþjóðamálum. Hann hefur samt ekki trú á að Rússar hætti á innrás. Spenna fer vaxandi við landamæri Úkraínu og Rússlands. Um 130 þúsund rússneskir hermenn eru við landamærin og segja má að þeir nánast umkringi landið úr norðri, suðri og austri.
26.01.2022 - 11:50
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.