Færslur: Albert Jónsson

Spegillinn
Rússneski herinn hefur beðið hnekki
Rússneski herinn er laskaður eftir stríðsreksturinn í Úkraínu, það hefur gengið á vopnabúrið og mannfallið hefur verið töluvert. Rússnesk stjórnvöld segja að um sex þúsund hermenn þeirra hafi dáið í Úkraínu í ár en aðrir, þar á meðal bandarísk varnarmálayfirvöld, telja að þeir gætu verið næstum þrisvar sinnum fleiri. Kvaðning 300 þúsund manna varaliðs í Rússlandi endurspeglar vonda stöðu hersins að mati Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggis og varnarmálum.
„Gorbachev flýtti fyrir hruni Sovétríkjanna“
Áhrif Mikhaíl Gorbachev á heimsmálin síðustu áratugi, einkum síðasta áratug 20. aldar voru afgerandi og veruleg. Hann flýtti fyrir hruni Sovétríkjanna segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og Washington og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum.
Úkraína í reynd ekki lengur fullvalda
Á þjóðhátíðardegi Úkraínu, sem haldinn var hátíðlegur víða um Evrópu í dag, hafa Rússar haldið áfram árásum á borgaraleg skotmörk í austurhluta landsins. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, segir að í reynd sé Úkraína ekki lengur fullvalda því ríkið hafi ekki sjálfstæða utanríkisstefnu eins og staðan er.
Sjónvarpsfrétt
Stuðningur við Úkraínu stóraukinn
Stuðningur aðildarríkja NATO til Úkraínu verður stóraukinn. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins tilkynntu þetta að loknum fundi sínum sem lauk í Madríd í dag. Bresk stjórnvöld hafa heitið milljarði punda í hernaðarstyrk og ætla einnig að auka útgjöld til varnarmála.
Spegillinn
Ekki Rússum í hag að ráðast lengra inn
Það yrði Rússum ekki í hag að ráðast lengra inn í Úkraínu telur Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur en vonar að stríðsreksturinn magnist ekki enn. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra telur að stærri hernaðaraðgerðir en þeir hafa þegar ráðist í séu mögulegar en ekki stefni í stríð Rússa og NATO-ríkja.
Spegillinn
Vaxandi spenna en býst ekki við innrás Rússa
Liðssafnaður Rússa við landamæri Úkraínu nú, hefur allt annan brag og tilgang en hann hafði í fyrravor, segir Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra í Rússlandi og sérfræðingur í alþjóðamálum. Hann hefur samt ekki trú á að Rússar hætti á innrás. Spenna fer vaxandi við landamæri Úkraínu og Rússlands. Um 130 þúsund rússneskir hermenn eru við landamærin og segja má að þeir nánast umkringi landið úr norðri, suðri og austri.
26.01.2022 - 11:50
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.