Færslur: Alaska

Hitabylgja og miklir skógareldar í Bandaríkjunum
Ríflega 100 milljónir Bandaríkjamanna búa á svæðum þar sem veðurviðvaranir eru í gildi vegna ógnarhita. 85 stórir skógar- og gróðureldar loga í 13 ríkjum Bandaríkjanna, þar sem um 1,2 milljónir hektara, 12.000 ferkílómetrar skógar- og gróðurlendis hafa þegar orðið eldunum að bráð. Í gær, þriðjudag, greindu yfirvöld frá 14 nýjum, stórum skógareldum; sjö í Texas, tveir í hvoru um sig Alaska og Washingtonríki og einn í Arisóna, Kaliforníu og Idaho.
20.07.2022 - 02:21
Trump á kosningafundi með Palin í Alaska
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór til Anchorage í Alaska á laugardag til að taka þátt í kosningafundi Söru Palin, fyrrverandi ríkisstjóra Alaska og varaforsetaframbjóðanda, sem býður sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Fjórða þáttaröð True Detective tekin upp á Íslandi
Fjórða þáttaröð lögregluþáttanna True Detective verður tekin upp á Íslandi samkvæmt umfjöllun á vefnum Slashfilm. Þar er greint frá því að mexíkóska kvikmyndagerðarkonan Issa López leikstýri, framleiði og skrifi handrit þáttaraðarinnar sem á að gerast í Alaska.
Níu kílóa og hundrað milljóna gullmoli
Rúmlega níu kílóa gullklumpur seldist á 750.000 Bandaríkjadali á uppboði í Texas í Bandaríkjunum í gær, jafnvirði um 100 milljóna króna. Klumpurinn hefur verið nefnur Gullmoli aldarinnar og er kenndur við Alaska, þar sem hann fannst öld eftir að gullæðinu í Klondike lauk.
09.12.2021 - 06:35
Sex fórust í flugslysi í Alaska
Sex fórust þegar sjóflugvél hrapaði nærri bænum Ketchikan í Alaska í gær. Bandaríska strandgæslan greinir frá þessu. Fimm farþegar af bandaríska skemmtiferðaskipinu Nieuw Amsterdam voru í útsýnisflugi í vélinni þegar hún hrapaði og fórust þeir allir, ásamt flugmanninum.
06.08.2021 - 02:43
Öll jörðin titraði eftir Alaska-skjálftann
Jarðskjálfti að stærð 8,2 reið yfir Alaska í morgun en það er stærsti skjálfti sem þar hefur mælst í meira en hálfa öld. Skjálftinn kom jarðeðlisfræðingum ekki á óvart en beðið hefur verið eftir að jörð skylfi þar á ný eftir langt hlé.
29.07.2021 - 17:12
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.