Færslur: Al Kaída

Minnst 40 almennir borgarar myrtir í átökum íslamista
Vígasveitir íslamista í Malí, sem taldar eru í slagtogi við hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki, drápu minnst 40 almenna borgara í árásum sem taldar eru tengjast átökum þeirra við við aðrar vopnaðar sveitir íslamista í landinu. Blóðug vika er að baki í Tessit-héraði í norðanverðu Malí, nærri landamærum Búrkína Fasó og Nígers þar sem stríðandi fylkingar íslamista hafa borist á banaspjótum síðustu misseri.
19.02.2022 - 06:22
Sýrland
Almennir borgarar féllu í sókn bandamanna að íslamistum
Nokkur fjöldi almennra borgara fórst þegar hersveitir undir forystu Bandaríkjahers réðust inn í bæinn Atmeh í Idlib-héraði í norðaverðu Sýrlandi aðfaranótt miðvikudags, í leit að eftirlýstum leiðtoga uppreisnarsveita íslamista. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir bæjarbúum og heimildarmönnum í röðum uppreisnarsveitanna, sem berjast gegn stjórn Assads Sýrlandsforseta og eru sagðar tengjast al-Kaída.
03.02.2022 - 06:26
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
Konum verður leyft að starfa innan ramma laganna
Talibanar segjast munu tryggja konum réttindi til náms og vinnu byggt á Sjaría-lögum, öllum sem hafa unnið fyrir erlend ríki verður veitt sakaruppgjöf og fjölmiðlar fá að starfa áfram. Allt eftir reglum Talibana. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þeirra í Kabúl í dag.
NATÓ boðar til neyðarfundar vegna Afganistan
Atlantshafsbandalagið NATÓ hefur boðað til neyðarfundar klukkan eitt vegna ástandsins í Afganistan. Utanríkisráðherra Bretlands og fleiri stjórnmálamenn eru nú þungorðir gagnvart friðarsamkomulagi Bandaríkjanna við Talibana.
Viðtal
Sama hvaða liði ódæðismennirnir tilheyra
Yfirvofandi brotthvarf herliðs Bandaríkjanna og NATO frá Afganistan skapar ótryggt ástand fyrir íbúa landsins. Kona, sem var viðstödd útför fórnarlamba sprengjuárásarinnar í Kabúl í gær, segir að íbúum landsins standi á sama hvaða liði hryðjuverkamenn tilheyri. Ítök þeirra í landinu séu enn mikil.
09.05.2021 - 19:27
16 hermenn og 24 vígamenn felldir í Níger
Glæpamenn felldu sextán nígerska hermenn í Tahoua-héraði í vestanverðu Níger í gær, laugardag. Fyrr í vikunni felldu nígerskir hermenn 24 „grunaða hryðjuverkamenn" úr röðum öfgasinnaðra íslamista þegar þeir reyndu að flýja úr haldi í nágrannahéraðinu Tillaberi.
02.05.2021 - 23:56
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Frakkar felldu yfir 50 vígamenn íslamista í Malí
Frönsk stjórnvöld greindu frá því í gærkvöld að franski herinn hefði fellt yfir 50 vígamenn úr röðum vopnaðra sveita íslamista í Malí á dögunum. Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, upplýsti þetta eftir fund með malískum yfirvöldum í gær. Sagði hún franskar herþotur hafa gert árás á bækistöðvar íslamista með tengsl við Al Kaída síðstliðinn föstudag, nærri landamærunum að Búrkína Fasó og Níger.
03.11.2020 - 04:45
Frakkar felldu foringja Al Kaída í Norður-Afríku
Foringi Al Kaída í Norður-Afríku var drepinn af frönskum hermönnum í Malí á fimmtudag. Nánir samstarfsmenn hans voru einnig vegnir, að sögn Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands. 
06.06.2020 - 01:44
Lýsir vígi hryðjuverkaleiðtoga á hendur Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í gær vígi leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna á Arabíuskaga á hendur Bandaríkjunum. Bandaríkin „framkvæmdu árangursríka hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkum í Jemen, þar sem Qassim al-Rimi, leiðtogi og einn stofnenda al-Kaída á Arabíuskaga var upprættur," segir Trump í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
07.02.2020 - 03:52
Hafa slitið táknræn tengsl við Osama bin Laden
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í yfirlýsingu í dag að Bandaríkjaher hafi tekist að fella son Osama bin Laden, fyrrum leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna.
14.09.2019 - 15:42
Sonur Osama bin Laden drepinn
Sonur Osama Bin Laden, fyrrum leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna var felldur í árás sem Bandaríkjaher tók þátt í, einhvern tímann á síðustu tveimur árum. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld; í frétt New York Times er vitnað í tvo ónafngreinda embættismenn sem staðfesta þáttöku Bandaríkjamanna í aðgerðinni. Sonur Osama bin Ladens hét Hamza bin Laden og ýmislegt þykir hafa bent til þess að hann hafi verið valinn sem framtíðarleiðtogi Al Kaída samtakanna.
31.07.2019 - 21:57
1 milljón dollara verðlaun fyrir son bin Laden
Bandaríkjastjórn heitir einnar milljónar bandaríkjadala verðlaunum fyrir upplýsingar um Hamza bin Landen, son Osama bin Laden heitins, sem var leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna. Sögur af því hvar Hamza er að finna eru á reiki.
01.03.2019 - 04:54
Vígamenn Íslamska ríkisins allt að 30.000
Talið er að allt að 30.000 manns beri enn vopn undir fána hryðjuverkasamtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið, eða ISIS, í Írak og Sýrlandi. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna, sem birtu niðurstöður rannsókna sinna á stöðu þessara illræmdu samtaka í gær. Þá eru hópar sem berjast undir merkjum al Kaída enn giska öflugir og víða mun sterkari en Íslamska ríkið.
14.08.2018 - 04:03