Færslur: Al Kaída

Frakkar felldu foringja Al Kaída í Norður-Afríku
Foringi Al Kaída í Norður-Afríku var drepinn af frönskum hermönnum í Malí á fimmtudag. Nánir samstarfsmenn hans voru einnig vegnir, að sögn Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands. 
06.06.2020 - 01:44
Lýsir vígi hryðjuverkaleiðtoga á hendur Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í gær vígi leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna á Arabíuskaga á hendur Bandaríkjunum. Bandaríkin „framkvæmdu árangursríka hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkum í Jemen, þar sem Qassim al-Rimi, leiðtogi og einn stofnenda al-Kaída á Arabíuskaga var upprættur," segir Trump í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
07.02.2020 - 03:52
Hafa slitið táknræn tengsl við Osama bin Laden
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í yfirlýsingu í dag að Bandaríkjaher hafi tekist að fella son Osama bin Laden, fyrrum leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna.
14.09.2019 - 15:42
Sonur Osama bin Laden drepinn
Sonur Osama Bin Laden, fyrrum leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna var felldur í árás sem Bandaríkjaher tók þátt í, einhvern tímann á síðustu tveimur árum. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld; í frétt New York Times er vitnað í tvo ónafngreinda embættismenn sem staðfesta þáttöku Bandaríkjamanna í aðgerðinni. Sonur Osama bin Ladens hét Hamza bin Laden og ýmislegt þykir hafa bent til þess að hann hafi verið valinn sem framtíðarleiðtogi Al Kaída samtakanna.
31.07.2019 - 21:57
1 milljón dollara verðlaun fyrir son bin Laden
Bandaríkjastjórn heitir einnar milljónar bandaríkjadala verðlaunum fyrir upplýsingar um Hamza bin Landen, son Osama bin Laden heitins, sem var leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna. Sögur af því hvar Hamza er að finna eru á reiki.
01.03.2019 - 04:54
Vígamenn Íslamska ríkisins allt að 30.000
Talið er að allt að 30.000 manns beri enn vopn undir fána hryðjuverkasamtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið, eða ISIS, í Írak og Sýrlandi. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna, sem birtu niðurstöður rannsókna sinna á stöðu þessara illræmdu samtaka í gær. Þá eru hópar sem berjast undir merkjum al Kaída enn giska öflugir og víða mun sterkari en Íslamska ríkið.
14.08.2018 - 04:03