Færslur: Al Jazeera

Öryggisráðið fordæmir dráp Abu Akleh og vill rannsókn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag yfirlýsingu þar sem ráðið fordæmdir drápið á hinni palestínsk-bandarísku fréttakonu Shireen Abu Akleh einum rómi. Til átaka kom við útför hennar þegar lögregla réðst gegn syrgjendum.
Heimsglugginn: Finnar vilja í NATO og víg fréttamanns
Sauli Niinistö og Sanna Marin, forseti og forsætisráðherra Finnlands, gáfu í morgun út yfirlýsingu um að þau styddu að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þetta var annað aðalumræðuefnið er Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Ísrael: Hermenn skutu palestínska fréttakonu til bana
Ísraelskir hermenn skutu í gær fréttakonu Al Jazeera til bana þar sem hún var að störfum á Vesturbakkanum í Palestínu, og særðu annan palestínskan blaðamann. Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu greina frá þessu.