Færslur: Akureyrarflugvöllur

Sigurður Ingi jákvæður gagnvart hugmyndum KEA
Nú er unnið að því að ISAVIA taki alfarið yfir rekstur, viðhald og framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að við þetta losni um nokkur hundruð milljónir sem nýtist til viðhalds á öðrum flugvöllum.
06.12.2019 - 13:49
Myndskeið
Segir stjórnvöld skulda Akureyringum svör
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir nýja skýrslu um flugvallarkosti mikil vonbrigði. Hún segir Akureyrarflugvöll hafa gleymst í umræðunni
29.11.2019 - 19:41
Aukið fjármagn í Akureyrarflugvöll ekki í augsýn
Samgönguráðherra segir fullljóst að fara þurfi í aukna uppbyggingu á Akureyrarflugvelli þótt fjármagn til þess liggi ekki fyrir á næstunni. Nú sé komin heimild til að semja við heimamenn um leigu eða kaup á flugstöð.
25.11.2019 - 14:40
Flugstöð á Akureyri bætt við fjárlagafrumvarp
Ríkissjóði verður heimilt að kaupa eða leigja húsnæði til að stækka flugstöðina á Akureyri samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga. Upplýsingafulltrúi Isavia fagnar auknu fé í innanlandsflugvelli, en segir brýna þörf víða um land.
12.11.2019 - 17:55
Krefjast frekari uppbyggingar á Akureyrarflugvelli
Mörg af helstu fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri hafa nú mótmælt því að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu Akureyrarflugvallar í fimm ára samgönguáætlun. Of lítil flugstöð og takmörkuð aðstaða geti hamlað frekari uppbyggingu í flugtengdri starfsemi.
11.11.2019 - 17:26
Segja háhýsi geta takmarkað nýtingu Akureyrarflugvallar
Isavia telur að ellefu hæða íbúðablokk á Oddeyri á Akureyri kunni að takmarka nýtingu Akureyrarflugvallar. Í umsögn sem Isavia sendi Akureyrarbæ og fréttastofa hefur undir höndum gerir fyrirtækið nokkrar athugasemdir við skipulagslýsinguna.
11.11.2019 - 16:16
Vilja fá Akureyrarflugvöll í samgönguáætlun
Stjórn Samtaka atvinnurekenda á Akureyri gagnrýnir að stjórnvöld geri ekki ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar, í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára. Í ályktun segir stjórnin þetta vonbrigði og með öllu óásættanlegt auk þess sem þetta gangi þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda.
  •