Færslur: Akureyrarflugvöllur

Ný flugstöð verður byggð
Nú hefur verið skrifað undir samning vegna byggingar flugstöðvar á Akureyrarflugvelli. Útboðsferlið tók talsvert lengri tíma en lagt var upp með en seinkar þó lítið fyrri áætlunum um að opna stöðina sumarið 2023.
29.12.2021 - 11:37
Færeyingar bóka skíðaferðir til Akureyrar
Á meðan Íslendingar bóka skíðaferðir til Alpanna stefna Færeyingar á skíðaferðir til Akureyrar. Í febrúar á næsta ári verður flogið beint á milli Akureyrar og Færeyja með það fyrir augum að Færeyingar komist á skíði í Hlíðarfjalli.
08.11.2021 - 14:39
Tvö ný tilboð í byggingu flugstöðvar á Akureyri
Tvö tilboð hafa nú borist í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Eins og kunnugt er hafnaði Isavia eina tilboðinu sem barst þegar verkið var boðið út í haust.
05.11.2021 - 18:12
Beint flug á milli Amsterdam og Akureyrar
Beint millilandaflug til og frá Akureyri hefst að líkindum brátt aftur eftir faraldurinn. Hollenskt flugfélag hyggur á ferðir til Akureyrar á nýju ári, en beint millilandaflug til Akureyrar þyrfti þó að vera tíðara til að ferðaþjónusta á Norðurlandi gæti styrkst frekar.
Bygging flugstöðvar á Akureyri boðin út á ný
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er að nýju útboði í október.
07.09.2021 - 15:11
Bygging nýrrar flugstöðvar á Akureyri boðin út
Isavia hefur óskað eftir tilboðum í 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt breytingum á núverandi flugstöð og nánasta umhverfi. Áætlað er að opna tilboð í byggingu flugstöðvar í ágúst.
06.07.2021 - 12:20
Mikilvægt að byggja upp á Akureyri og Egilsstöðum
Samgönguráðherra segir að uppbygging á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé meðal lykilþátta í millilandaflugi við mótun flugstefnu stjórnvalda. Hann tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Breyting á ferðaþjónustunni til framtíðar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók skóflustungu að nýrri 1100 fermetra nýbyggingu sem byggð verður við núverandi flugstöð á Akureyri. Auk nýrrar flugstöðvar verður flughlaðið stækkað þannig að flugvöllurinn verður betur í stakk búinn til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Aflýsa flugi milli Amsterdam og Akureyrar í vetur
Ekkert verður af fyrirhuguðum ferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel til Akureyrar í vetur. Áætlaðar voru 10 flugferðir frá Amsterdam í febrúar og mars.
Tveir milljarðar í framkvæmdir við flugstöð og flughlað
Við uppfærslu á gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna svo hægt verði að bjóða út framkvæmdir við nýja flugstöð og flughlað á Akureyrarflugvelli. Hönnun þessara verkþátta lýkur á fyrstu mánuðum næsta árs.
Hátt í 800 flugleggir þegar verið bókaðir með Loftbrú
Hátt í átta hundruð flugleggir hafa verið bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar síðan verkefnið fór af stað fyrir viku. Ríkið hefur því niðurgreitt fargjöld fyrir tæpar fimm milljónir króna á einni viku.
Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.
09.07.2020 - 15:59
Myndskeið
Lentu eins hreyfils flugvél á Kerlingu
Lítilli eins hreyfils flugvél var lent á Kerlingu, hæsta fjalli Norðurlands í gær. Flugstjórinn segir aðstæður til lendingar á fjallinu hafa verið eins og best verður á kosið.
28.04.2020 - 09:26
Viðtal
Fagnar því að ráðherra hafi hlustað á óskir Akureyringa
Viðbygging við flugstöðina á Akureyrarflugvelli og stækkun á flughlaði er meðal framkvæmda sem ríkisstjórnin leggur til að farið verði í strax. Bæjarstjórinn á Akureyri fagnar því að ráðherra hafi hlustað á óskir sveitarfélagsins.
25.03.2020 - 23:22
Ráðast í viðamiklar framkvæmdir á flugvöllum
Stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri, flughlað á Akureyrarflugvelli og akbraut á Egilsstaðaflugvelli eru á meðal samgönguframkvæmda í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar um helgina.  Af 20 milljarða króna fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar nema fjárfestingar í samgönguframkvæmdum sex milljörðum króna.
Norðlendingar undirbúa stofnun nýs flugfélags
Hópur fjárfesta skoðar nú möguleikann á því að stofna nýtt flugfélag til þess að koma á reglubundnu áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. N-Ice Air er heiti verkefnisins, en niðurstaða fýsileikakönnunar á að liggja fyrir í apríl.
10.02.2020 - 07:10
Flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum þurfa 4 milljarða
Fundur um flugmál var haldinn á Akureyri í gær. Vel var mætt og margir sem létu sig málið varða. „Þetta snýst um það að fjárfesta til að græða,“ sagði hagfræðingur.
Aðgerðahópur vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og aðgerðahópur stofnaður. Þingmaður segir lykilatriði að hópurinn skili inn tillögum vegna flugvallarins áður en samgönguáætlun verður samþykkt.
20.12.2019 - 08:24
Segir óraunhæft að bærinn reki Akureyrarflugvöll
Akureyrarbær þyrfti að fá Akureyrarflugvöll án endurgjalds og 770-900 milljónir króna frá ríkinu árlega, ef bærinn myndi taka við rekstri vallarins. Þetta kemur fram í skýrslu sem bærinn lét gera til að kanna fýsileika þess að taka að sér rekstur flugvallarins.
09.12.2019 - 11:27
Sigurður Ingi jákvæður gagnvart hugmyndum KEA
Nú er unnið að því að ISAVIA taki alfarið yfir rekstur, viðhald og framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að við þetta losni um nokkur hundruð milljónir sem nýtist til viðhalds á öðrum flugvöllum.
06.12.2019 - 13:49
Myndskeið
Segir stjórnvöld skulda Akureyringum svör
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir nýja skýrslu um flugvallarkosti mikil vonbrigði. Hún segir Akureyrarflugvöll hafa gleymst í umræðunni
29.11.2019 - 19:41
Aukið fjármagn í Akureyrarflugvöll ekki í augsýn
Samgönguráðherra segir fullljóst að fara þurfi í aukna uppbyggingu á Akureyrarflugvelli þótt fjármagn til þess liggi ekki fyrir á næstunni. Nú sé komin heimild til að semja við heimamenn um leigu eða kaup á flugstöð.
25.11.2019 - 14:40
Flugstöð á Akureyri bætt við fjárlagafrumvarp
Ríkissjóði verður heimilt að kaupa eða leigja húsnæði til að stækka flugstöðina á Akureyri samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga. Upplýsingafulltrúi Isavia fagnar auknu fé í innanlandsflugvelli, en segir brýna þörf víða um land.
12.11.2019 - 17:55
Krefjast frekari uppbyggingar á Akureyrarflugvelli
Mörg af helstu fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri hafa nú mótmælt því að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu Akureyrarflugvallar í fimm ára samgönguáætlun. Of lítil flugstöð og takmörkuð aðstaða geti hamlað frekari uppbyggingu í flugtengdri starfsemi.
11.11.2019 - 17:26