Færslur: Akureyrarflugvöllur

Tafir á innflutningi á efni í nýja flugstöð á Akureyri
Miklar tafir hafa orðið á innflutningi á efni í viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Þrátt fyrir það ríkir bjartsýni um að áætluð verklok standist.
12.06.2022 - 15:09
Ringulreið hjá farþegum Niceair á Akureyrarflugvelli
Mikil óvissa var hjá farþegum Niceair á Akureyrarflugvelli í morgun þegar ljóst varð að ekki yrði flogið beint þaðan til London. Í stað þess var flogið til Keflavíkur og farþegum útvegað flug þaðan til London. Þar að auki stóð fólki til boða að fá ferðina endurgreidda. Mismikil ánægja var með þessa lausn.
10.06.2022 - 18:02
Flugu með tóma vél frá London
Öll flug Niceair frá Akureyri til Lundúna og Manchester hafa verið tekin úr sölu tímabundið eftir að leyfi fékkst ekki til að fljúga heim með farþega frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda félagsins, segir að þrátt fyrir það verði flogið til Lundúna á morgun og unnið sé að varanlegri lausn með breskum og íslenskum yfirvöldum.
05.06.2022 - 12:38
„Risastór dagur í sögu Akureyrar“
Niceair fór í sína fyrstu áætlunarferð frá Akureyri til Kaupmannahafnar í morgun. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta stóran dag í sögu bæjarins og framkvæmdastjóri Niceair segir erfitt að lýsa tilfinningunni.
02.06.2022 - 15:26
Þegar búið að selja flugsæti sem nemur sumaráætluninni
Það verða næg verkefni fyrir Airbus A319 þotu Niceair í sumar ef marka má viðbrögð við sölu fargjalda hingað til. Vélin og áhöfn hennar fengu góðar móttökur í fyrsta fluginu til Akureyrar í gær.
31.05.2022 - 12:54
Þotan Súlur lent á Akureyri
Það var mikil spenna í loftinu í dag þegar Airbus 319-vél Niceair kom frá Portúgal og lenti á Akureyrarflugvelli. Fjöldi fólks var viðstaddur þegar vélin lenti í fyrsta skipti á vellinum þar sem félagið rekur nú starfsemi sína.
30.05.2022 - 14:32
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Viðtal
Styttist í að nýtt flugfélag taki á loft
Framkvæmdarstjóri Niceair á Akureyri reiknar með að leitað verði til fjárfesta um aukið fjármagn inn í reksturinn á næstunni. Viðræður við stéttarfélög um kjör starfsmanna eru í gangi en vélar nýja flugfélagsins taka á loft 2. júní.
20.04.2022 - 11:20
Hraðari þróun í millilandaflugi um NA-land en vænst var
Innviðaráðherra telur að uppbygging og þróun í millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða gangi hraðar fyrir sig en reiknað var með. Viðbúið sé að ráðast þurfi í lagfæringar til bráðabirgða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli til að greiða fyrir aukinni flugumferð þar í sumar.
40 milljónir í að kynna Akureyrar- og Egilsstaðaflug
Fjörutíu milljónir króna verða settar í að markaðssetja Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll á þessu ári. Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í að opna fleiri gáttir inn í landið. 
Sjónvarpsfrétt
Niceair ætlar að taka flugið frá Akureyri
Niceair er nýtt flugfélag sem ætlar að halda uppi reglulegu millilandaflug frá Akureyri. Framkvæmdastjóri félagsins segir sterkan rekstrargrundvöll vera bæði fyrir erlendan og innlendan markað.
Ný flugstöð verður byggð
Nú hefur verið skrifað undir samning vegna byggingar flugstöðvar á Akureyrarflugvelli. Útboðsferlið tók talsvert lengri tíma en lagt var upp með en seinkar þó lítið fyrri áætlunum um að opna stöðina sumarið 2023.
29.12.2021 - 11:37
Færeyingar bóka skíðaferðir til Akureyrar
Á meðan Íslendingar bóka skíðaferðir til Alpanna stefna Færeyingar á skíðaferðir til Akureyrar. Í febrúar á næsta ári verður flogið beint á milli Akureyrar og Færeyja með það fyrir augum að Færeyingar komist á skíði í Hlíðarfjalli.
08.11.2021 - 14:39
Tvö ný tilboð í byggingu flugstöðvar á Akureyri
Tvö tilboð hafa nú borist í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Eins og kunnugt er hafnaði Isavia eina tilboðinu sem barst þegar verkið var boðið út í haust.
05.11.2021 - 18:12
Beint flug á milli Amsterdam og Akureyrar
Beint millilandaflug til og frá Akureyri hefst að líkindum brátt aftur eftir faraldurinn. Hollenskt flugfélag hyggur á ferðir til Akureyrar á nýju ári, en beint millilandaflug til Akureyrar þyrfti þó að vera tíðara til að ferðaþjónusta á Norðurlandi gæti styrkst frekar.
Bygging flugstöðvar á Akureyri boðin út á ný
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er að nýju útboði í október.
07.09.2021 - 15:11
Bygging nýrrar flugstöðvar á Akureyri boðin út
Isavia hefur óskað eftir tilboðum í 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt breytingum á núverandi flugstöð og nánasta umhverfi. Áætlað er að opna tilboð í byggingu flugstöðvar í ágúst.
06.07.2021 - 12:20
Mikilvægt að byggja upp á Akureyri og Egilsstöðum
Samgönguráðherra segir að uppbygging á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé meðal lykilþátta í millilandaflugi við mótun flugstefnu stjórnvalda. Hann tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Breyting á ferðaþjónustunni til framtíðar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók skóflustungu að nýrri 1100 fermetra nýbyggingu sem byggð verður við núverandi flugstöð á Akureyri. Auk nýrrar flugstöðvar verður flughlaðið stækkað þannig að flugvöllurinn verður betur í stakk búinn til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Aflýsa flugi milli Amsterdam og Akureyrar í vetur
Ekkert verður af fyrirhuguðum ferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel til Akureyrar í vetur. Áætlaðar voru 10 flugferðir frá Amsterdam í febrúar og mars.
Tveir milljarðar í framkvæmdir við flugstöð og flughlað
Við uppfærslu á gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna svo hægt verði að bjóða út framkvæmdir við nýja flugstöð og flughlað á Akureyrarflugvelli. Hönnun þessara verkþátta lýkur á fyrstu mánuðum næsta árs.
Hátt í 800 flugleggir þegar verið bókaðir með Loftbrú
Hátt í átta hundruð flugleggir hafa verið bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar síðan verkefnið fór af stað fyrir viku. Ríkið hefur því niðurgreitt fargjöld fyrir tæpar fimm milljónir króna á einni viku.
Opna tilboð í nýja flugstöð á Akureyri
Tilboð í hönnun viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli verða opnuð á morgun. Þá verða útboð vegna stækkunar flughlaðsins auglýst á næstu dögum.
09.07.2020 - 15:59
Myndskeið
Lentu eins hreyfils flugvél á Kerlingu
Lítilli eins hreyfils flugvél var lent á Kerlingu, hæsta fjalli Norðurlands í gær. Flugstjórinn segir aðstæður til lendingar á fjallinu hafa verið eins og best verður á kosið.
28.04.2020 - 09:26